Ferðaþjónustu blindra er 40% ódýrari fyrir Reykjavíkurborg en hver ferð í Ferðaþjónustu fatlaðra. Ódýrari þjónustan er um leið mikið betri þjónusta. Af hverju skyldu sveitarfélög neita íbúum sínum um ódýrari og betri þjónustuna en neyða uppá þá dýrari og verri þjónustuna?
Hér má sjá samanburðinn:
Ferðaþjónusta blindra:
Farartæki: Leigubílar
Pöntunarfyrirvari: Enginn
Þjónustutími: Allur sólarhringurinn
Hámarks ferðafjöldi: 60 ferðir á mánuði þar af 18 í einkaerindi, annað vegna vinnu, náms eða læknisferða.
Kostnaðarþátttaka notanda á árinu 2011: 350 kr af ferð upp að 3499 kr. 700 kr af 3500 af 4999 kr. ferð, 1050 kr af 5000 5999 kr ferð. Fargjald með afslætti greitt fyrir ferðir á tímabilinu frá kl 23:00 07:00, en á þeim tíma er engin kostnaðarþáttaka sveitarfélags.
Meðal kostnaður hverrar ferðar á árinu 2010: 1.454 krónur.
Meðal niðurgreiðsla Reykjavíkur fyir hverja ferð árið 2010: 1.174 krónur.
Einkenni þjónustunnar: Mikill sveigjanleiki og hátt þjónustustig. Kostnaðarþátttaka notanda helst í hendur við aukna þjónustu.
Ferðaþjónusta fatlaðra:
Farartæki: Sérútbúnir og merktir hópferðabílar gerðir fyrir taka hjólastóla
Pöntunarfyrirvari: Allt að 24 klst
Þjónustutími: frá 07:00 22:00
Hámarks ferðafjöldi: 60 ferðir á mánuði
Kostnaðarþátttaka á árinu 2011: 175 kr af hverri ferð
Meðal kostnaður hverrar ferðar á árinu 2010: 2.111 krónur.
Meðal niðurgreiðsla borgarinnar á hverja ferð á árinu 2010: 1.971.krónur.
Einkenni þjónustunar: Mjög lítill sveigjanleiki, lágt þjónustustig og föst kostnaðarþátttaka óteng lengd ferðar.
Niðurstaða:
Þjónustuúrræðið sem er ósveigjanlegra, með lægra þjónustustig og mætir ekki einstklingsbundnum þörfum er rúmlega 40% dýrari en sú þjónsuta sem er sveigjanlegri, býður hærra þjónustustig, mætir persónulegum þörfum og stuðlar að kostnaðarvitund notanda .
Hvað velldur afstöðu bæjarstjórna Kópavogs og Mosfellsbæjar um að hafna því alfarið að skoða það fyrirkomulag sem er hjá Ferðaþjónustu blindra fyri blinda íbúa sína?
Ferðirnar þriðjungi ódýrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2011 | 11:51
Dæmdur til einangrunnar
Afstaða Mosfellsbæjar í þessu máli, og Kópavogsbæjar í sambærilegu máli, hefur þær afleiðingar að einstaklingar sem hafa fullt starfsþrek og vilja og getur til að verða virkir samfélagsþegnar er meinað um það. Afleiðingarnar verða óhjákvæmilega þær að viðkomandi einangrast félagslega og þurfa að vera á bótum í stað þess að vera samfélagslega virkir og afla sér sinna eigin tekna.
Þetta er í andstöðu við lög um málefni fatlaðra, Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og stjórnarskrá ´slenska lýpveldisins að mati lögmanns Blindrafélagsins, Páls Rúnars M. Kristjánssonar.
Það er athyglisvert að Reykjavíkurborg hefur birt tölur yfir þau ferðaþjónustuúrræði sem borgin skaffar fötluðum íbúum sínum. Þær tölur sina að ferðaþjónista blindra, þar sem notast er við leigubíla, er hagkvæmasta ferðaþjónustuúrræði Reykjavíkurborgar fyrir fatlað fólk. Ferðir í ferðaþjónustu blindra eru fjórðungi ódýrari en ferðir í ferðaþjónustu fatlaðra, sem er samskonar ferðaþjónusta og Kópavogsbær og Mosfellsbær bjóða uppá.
Það er því með öllu óskiljanlegt af hverju þessi tvö sveitarfélög hafa alfarið hafnað því að skoða þann valkost sem er ódýrari, býður upp á hærra þjónustustig, er sveigjanlegri og auðvelt er að sníða að persónulegum þörfum hvers. Og það sem er kannski mikilvægast, uppfyllir skilyrði laga og mennre´ttindasáttmála.
Stefnir Mosfellsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Full ástæða er til að óska táknmálsnotendum til hamingju með þann merka áfanga að tákbnmál skulu hafa öðlast stöðu í lögum sem íslenskt tungumál.
Með samþykkt þessara laga var jafnframt staðfest staða íslensks punktaleturs sem ritmál þeirra sem það þurfa að nota.
Blindrafélagið hafði frumkvæði af því að óska eftir að gefa umsögn umþetta mál. Umsögnin var svohljóðandi:
Almennt er það afstaða Blindrafélagsins að frumvarpið sé til bóta. Hins vegar saknar félagið að ekki sé hugað að réttindum blindra við setningu slíkra laga og stöðu íslensks punktaleturs (braille). Blindrafélagið telur það réttlát og eðlileg krafa að fest verði í lög að íslenskt punktaletur verði lögfest sem íslenskt ritmál þeirra sem það nota."
Umsögninni fylgdi síðan tillaga til breytinga á frumvarpinu þar sem punktaletur var sett inn sem fullgilt íslenskt ritmál.
Menntamálanefnd Alþingis lagði til að fallist yrði á tillögur Blindrafélagsins og að íslenskt punktaletur yrði lögfest sem íslenskt ritmál. Í þessu felast umtalsverðar réttarbætur fyrir þá sem nota punktaletur og styrkir stöðu þeirra við að fá efni frá hinu opinbera á punktaletri.
Lög um táknmál samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2011 | 14:34
Úrskurðarnefnd í Velferðarráðuneytinu fellur á fyrsta prófinu og tekur ekkert tillit til Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Í umfjöllun um úrskurð úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála, frá 13 maí s.l. í stjórnsýslukæru á hendur Kópavogsbæ, heldur Kópavogsbær því fram að úrskurðurinn feli í sér að bæjarfélagið uppfylli lagaskyldur sínar við blinda íbúa bæjarfélagsins þegar kemur að ferðaþjónustu. Þetta er algerlega röng ályktun. Úrskurður nefndarinnar fjallar eingöngu um stjórnsýslukæru vegna eins einstaklings og er ekki allsherjar heilbrigðisvottorð fyrir ferðaþjónustu við blinda Kópavogsbúa.
Blindrafélagið er reyndar þeirrar skoðunar að úrskurðurinn sé rangur og mun senda kvörtun til Umboðsmanns Alþingis til að fá úr því skorið hvort að sú stjórnsýsla sem hér um ræðir, bæði að hálfu Kópavogsbæjar og Velferðarráðuneytisins standist markmið þeirra laga sem við eiga og ákvæða í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Sjá frekar í meðfylgjandi yfirlýsingu frá Blindrafélaginu:.
Yfirlýsing frá stjórn Blindrafélagsins í tiilefni úrskurðar úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í stjórnsýslukæru um ferðaþjónustu fyrir blindan einstakling hjá Kópavogsbæ.
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks léttvægur fundinn af úrskurðarnefnd í Velferðarráðuneytinu
Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála kvað þann 13. maí s.l. upp úrskurð sinn í máli nr. 1/2011. Í málinu var tekist á um rétt blinds einstaklings til að fá ferilþjónustu frá Kópavogsbæ. Ágreiningur var á milli aðila um það hvort að slík þjónustu þyrfti að taka mið af þörfum hans og miða að því að gera hann eins settan og ófatlaðan einstakling í sömu eða sambærilegri stöðu eða hvort það væri fullnægjandi að veita almenna þjónustu sem ekki næði því markmiði. Einnig var um það deilt hvort að rannsóknarskylda hvíldi á Kópavogsbæ þannig að nauðsynlegt væri fyrir bæjarfélagið að meta þarfir hvers einstaklings og getu þeirra til þátttöku í samfélaginu.
Í málinu reyndi einnig í fyrsta sinn á nýtt ákvæði laga um málefni fatlaðra þess efnis að við framkvæmd laganna skuli tekið mið af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Taldi kærandi málsins að það ákvæði leiddi til þess að m.a. ætti að horfa til 20. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra þar sem fjallað er um ferilmál einstaklinga, en þar kemur fram:
Aðildarríkin skulu gera árangursríkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðra í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, m.a. með því:
a) að greiða fyrir því að fatlaðir geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem, og þegar, þeim hentar og gegn viðráðanlegu gjaldi,
Skemmt er frá því að segja að Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála staðfesti þann úrskurð Kópavogsbæjar að ekki þyrfti að huga að markmiðum laganna þess efnis að gera fötluðu fólki kleift að stunda atvinnu, nám og tómstundir með sambærilegum hætti og ófatlaðir. Þá var ekki fundið að því að Kópavogsbær kynnti sér hvorki þarfir kæranda né getu hans til að lifa eðlilegu lífi. Þá var ekkert tillit tekið til þeirra sjónarmiða sem koma fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Blindrafélagið telur þessa niðurstöðu bersýnilega ranga og óviðunandi með hliðsjón af mannréttindum fatlaðra. Þá telur félagið það ótækt að mál er varða réttindi fatlaðra fái aðra og óvandaðri stjórnsýslumeðferð en lög kveða á um. Félagið vinnur því að því að leggja fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna málsins.
Niðurstaða þess máls er sár vonbrigði fyrir þá sem bundið höfðu vonir við að innleiðing Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks myndi hafa í för með sér breytingar á stjórnsýslumeðferð málefna fatlaðra. Þá er einnig ljóst að loforð um að jafnræði skyldi vera meðal fatlaðra eftir að málefni þeirra voru flutt til sveitarfélaganna reyndust innihaldslaus.
Kópavogur uppfyllir lagaskyldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2011 | 15:31
Nýr íslenskur talgervill í þjóðareign. Bætt lífsgæði - Íslensk málrækt. Styrkt af Landssöfnun Lions, Rauðu fjöðrinni sem fram fer helgina 8 - 10 apríl.
Það var síðast liðið vor sem stjórn Blindrafélagsins ákvað að hafa forgöngu um smíði á nýjum íslenskum talgervli (Text To Speach Engine eða TTS) sem stenst samanburð við það besta sem þekkist í erlendum málum.
Verkefnið fékk yfirskriftina:
Nýr íslenskur talgervill í þjóðareign
Bætt lífsgæði - íslensk málrækt
Með þessu kjörorði er lögð áhersla á þær tvær meginstoði sem verkefnið hvílir á, nefnilega Bætt lífsgæði og íslensk málrækt.
Nú um helgina, eða dagana 8 - 10 apríl næst komandi mun félagar í Lions efna til Landssöfnunarinnar Rauða fjöðrin." Félagar í Lions munu fara út á meðal almennings og safna fjármunum og gefa Rauðu fjöðrina. Þá ákvörðun tóku Lions menn á landsþingi sínu undir lok maí á síðasta ári.
Frú Vigdís Finnbogadóttir mun hleypa söfnunni af stokkunum fimmtudaginn 7 apríl, en frú Vigdís er sérstakur verndari verkefnisins.
Talgervill - Texti í Tal
Talgervill er hugbúnaður sem breytir texta í tal. Talgervla hægt er að keyra á ýmis konar vélbúnaði svo sem tölvum, fartölvum, símum, hraðbönkum, mp3 spilurum og fleiru. Talgervilinn breytir texta á tölvutæku formi í upplestur. Gæði talgervla eru metin út frá því hversu góður upplesturinn er og hversu nálægt náttúrulegum upplestri.
Bætt lífsgæði - Fyrir hverja?
Þetta verkefni mun hafa mikil og jákvæð áhrif á lífsgæði þeirra mörg þúsund einstaklinga sem ekki geta lesið með hefðbundnum hætti, hvort sem er vegna blindu, sjónskerðingar, lesblindu, hreyfihömlunar eða af öðrum ástæðum. Vandaður talgervill getur einnig verða öllum almenningi til bæði gagns og gamans. Nýr vandaður íslenskur talgervill mun jafnframt hafa mjög jákvæð áhrif á starfsemi Blindrabókasafns Íslands og Þjónustu og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Afnot af nýjum íslenskum talgervli munu verða endurgjaldslaus fyrir þá sem metnir eru að þurfa á talgervli að halda sökum fötlunar eða lesblindu.
Íslensk málrækt
Nýr vandaður íslenskur talgervill er mjög mikilvægt sem málræktarverkefni. Það eru nefnilega talgervlar sem ráða því hvernig íslenska er lesin í tölvuheimum. Öll lifandi tungumál búa yfir vönduðum talgervli. Með tilkomu góðs íslenskt talgervils er betur hægt að nýta íslenskun á ýmsum hugbúnaði sem notendur hafa orðið að keyra á ensku hingað til. Mikilvægi góðs íslensks talgervils er meðal þess sem fjallað er um í Íslenskri málstefnu, gefinni út af
Samstarfsaðilar
Fjölmargir aðilar koma að þessu verkefni með Blindrafélaginu, þeir eru helstir:
- Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
- Blindrabókasafnið
- Blindravinafélag Íslands
- Íslenskur orðasjóður við Háskólann í Leipzig
- Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík
- Lions á Íslandi
- Félag lesblindra á Íslandi
- Máltæknisetur
- Royal national institude of blind people RNIB), Bretlandi
- Stofnun Árna Magnússonar
- Velferðarráðuneytið
- Öryrkjabandalag Íslands.
Meginskilgreiningar
Verkefna-og stýrihópur hefur verið starfandi fyrir verkefnið frá því í sumar. Hans helsta hlutverk hefur verið að finna framleiðanda sem getur mætti þeim megin þörfum og væntingum sem skilgreind hafa verið fyrir verkefnið, en þær eru:
- Gæði - Að hlustunargæði verði eins og best þekkist í erlendum hágæða talgervlum og upplesturinn verði eins réttur og nokkur kostur.
- Notkunarsvið - Að talgervilinn geti unnið á þeim stýrikerfum sem við skilgreinum mikilvægust.
- Leyfisgjaldafyrirkomulag og eignarréttur - Að talgervilinn verði þjóðareign og í vörslu Blindrafélagsins og þeir einstaklingar sem þurfa að nota talgervil og þær stofnanir sem sinna þjónustu við blinda, sjónskerta og aðra lesfatlaða fái talgervilinn endurgjaldslaust.
- Áframhaldandi þróun - Að hægt verði að þróa talgervilinn áfram í samstarfi við aðila á Íslandi, svo sem eins og Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.
- Sveigjanleiki - Að hægt verði, í samstarfi við framleiðanda, að flytja talgervilinn yfir á ný tæki og stýrikerfi þegar þau ná útbreiðslu og almennum vinsældum, eða uppfylla áður óuppfyllta þörf fatlaðra hvað varðar aðgengi að upplýsinga og samskiptatækni.
Sérfræðingar verkefnisins
Helstu fræðilegu ráðgjafarnir í þessu verkefni eru Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands og Jón Guðnason, doktor í rafmagnsverkfræði og sérfræðingur í talmerkjafræði við Háskólann í Reykjavík. Aðrir sérfræðingar eru: Hlynur Hreinsson og Birkir Rúnar Gunnarsson, báðir eru sérfræðingar í tölvuhjálpartækjum hjá Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Birkir er auk þess tölvuforritari og notandi tölvuhjálpartækja fyrir blinda og sjónskerta.
Framleiðandi
Að undangengnu gæðamati og verðkönnun meðal allra helstu talgervilsframleiðenda í heiminum og út frá þeim meginskilgreiningum sem settar voru fram fyrir nýjan íslenskan talgervil hefur pólska fyrirtækið Ivona verið valið til að smíða talgervilinn. Bresku blindrasamtökin (RNIB) hafa átt mjög gott samstarf við þetta fyrritæki. Fyrirtækið hefur einnig verið að fá verðlaun fyrir talgervlana sína á sýningum á undanförnum árum.
Kostnaður og tímaáætlanir
Stefnt er að því að kynna prufu (beta) útgáfu talgervilsins á degi íslenskrar tungu 16 nóvember 2011 og talgervilinn verði síðan tilbúinn til notkunar í mars eða apríl 2012. Áætlaður framleiðslukostnaður er 495 þúsund evrur. Heildarkostnaður í íslenskum krónum er áætlaður um 80 - 85 milljónir króna. Áætlanir liggja fyrir um fjármögnun framleiðslukostnaðar og er stór hluti fjármögnunar tryggður.
Fjárhagslegur samanburður á talgervlum
Hér má sjá fjarhagslegan samanburð á Ivona valkostinum við þá tvo íslensku talgervla sem nú eru til, sem eru Ragga og Snorri. Ekki liggja fyrir upplýsingar um frameliðslukostnað þeirra talgervla og því vantar þær stærðir inn í samanburðinn. En bara með því að gera samnabiurðinn út frá núverandi leyfisgjöldum, sem þarf að greiða fyrir þá talgervla, kemur í ljós hversu hagkvæmur kostur Ivona er.
Grunnforsendur:
Framleiðslukostnaður: 80 milljónir
Fjöldi leyfa: 6 þúsund
Samanburður Ivona Ragga (Nuance) Snorri (Acapella)
Stakt leyfisgjald 0 kr. 36 þús. 130 þús
Fjöldi leyfa innifalið
í framleiðslukostnaði 6 þús. 0 0
Kostnaður við
6 þúsnd leyfi 80 millj 108 milj 780 millj.
Fjöldi radda Tvær (kk og kvk) Ein (kvk) Ein (kk)
Hljóðdæmi af talgervlum má hlusta á hér,
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2011 | 17:08
Aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins ítrekar athugasemdir til Hæstaréttar
Þann 4 febrúar s.l. sendi aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins Hæstarétti athgasemdir vegna aðgegnishindranna á vefsvæði réttarins. Til þess hefur Hæstirétur ekki hirt um að svara framkomnum athugasemdum. Aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins hefur því brugðið á það ráð að ítreka fyrri athugasemdir í bréfi sem sent var 18 febrúar. Hér á eftir eru bréfin til Hæstaréttar, fyrst bréfið frá 18 febrúar:
"Kæri viðtakandi
Hér kemur ítrekun á pósti sem sendur var þann 4. febrúar sl. varðandi aðgengi blindra notenda að heimasíðu Hæstaréttar.
Okkur finnst sorglegt, furðulegt og, í raun, fremur mikil vanvirðing, að Hæstirétttur hefur ekki haft fyrir því að svara þessu bréfi síðan það var sent fyrir rúmlega tveimur vikum síðan.
Sem aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins hef ég haft afskipti af tugum fyrirtækja með vefsíður sem voru ekki alltaf aðgengilegar og í 95% tilfella hef ég fengið svör innan nokkurra daga þar sem vettvangur hefur skapast til þess að laga þá hluti sem valda blindum notendum aðgengistruflunum, en því miður hafið þið ekki séð ykkur hæft, eða fært, að svara þessum pósti einu orði.
Aðgengisvandamálin hafa ekki horfið og svarleysi ykkar er byrjað að valda ákveðinni ólgu meðal félagsmanna Blindrafélagsins, skiljanlega.
Því bið ég ykkur vinsamlegast að svara og setja upp samskipti um hvernig leysa megi þetta vandamál þannig að aðgengi félagsmana Blindrafélagsins sé virt, og jafnframt þörf Hæstaréttar ti þess að vernda fólk sem nefnt er í dómum réttarins.
Við erum boðin og búin að aðstoða við að finna ásættanlega lausn, en þegar afskiptaleysi og þögn, er allt sem fellur í okkar hlut verðum við að grípa til róttækari aðgerða.
mbk og bestu þakkir.
Birkir Gunnarsson"
Bréfið frá 4 febrúar:
"Kæri viðtakandi
Ég starfa sem aðgengisfulltrúa Blindrafélagsins, Samtaka Blindra og Sjónskertra á Íslandi (www.blind.is) á sviði upplýsingatækni.
Meðal annars starfa ég við að tryggja aðgengi blindra og sjónskertra að vefsíðum og að rafræna upplýsingasamfélaginu.
Okkur þykir það mjög miður að heimasíða Hæstaréttar hefur verið gerð þannig úr garði að blindir notendur geta alls ekki nýtt sér þær upplýsingar sem þar er að finna.
Ástæða þess er að notendum er ekki leyft að skoða síðuna nema með því að slá inn tölur sem birtast á mynd á síðunni, en myndin er ekki aðgengileg með þeim skjálestrarforritum sem blindir og sjónskertir einstaklingar nota til þess að skoða vefinn.
Skjálestrarforrit sem notuð eru til þess að lesa heimasíður, (þ.e.a.s. breyta rituðum texta á síðu í talmál eða punktaletur) geta ekki túlkað myndir (þar sem myndir eru í raun ekkert nema fylki af lituðum punktum en ekki eiginlegir stafir), og skjástækkunarforrit eiga erfitt með að stækka myndir, nema þær séu gerðar með svokallaðri SVG tækni.
Vegna þeirra skilyrða sem sett eru á síðunni, og okkur skilst séu þar til þess að vernda nöfn þeirra sem koma við skráð dómsmál, geta blindir og sjónskertir notendur skjálesara ekki flett neinu upp á síðunni (þmt dagsskrá réttarins og fleiru).
Það hlýtur að vera réttur allra landsmanna að geta verið meðvitaðir um hvaða lög og reglur gilda í landinu og eiga alir landsmenn því rétt á að geta nálgast svo mikilvæg gögn sem dómar Hæstaréttar eru.
Auk þess vil ég benda á Upplýsingastefnu íslenskra stjórnvalda um netríkið Ísland, sem finna má hér:
www.ut.is/media/Skyrslur/Stefnuskjal_2,5.pdf - en stefnuskráin nær yfir stefnu stjórnvalda í rafrænum upplýsingamálum fram til ársins 2012.
Í fjórða lið um markmið þjónustu í skránni segir:
"Gæði opinberrar þjónustu á netinu verði aukin með því að miða hana við þarfir og ávinning netborgarans. Hugað verði að aðgengi og þörfum allra samfélagshópa ss fatlaðra ....."
og einnig
"Opinberir vefir fullnægi skilyrðum um aðgengi fatlaðra (amk kröfur W3C um a-vottun).
Reyndar er þessi tilvísun ónákvæm, en eini W3C (Worldwide Web Consortium) staðallinn sem hér á við er WCAG (Web Content Accessibility Guidelines) útgáfa 2, vottun (compliance level) a.http://www.w3.org/TR/WCAG20
í 1.1.1. lið segir:
"Non-text Content: All non-text content that is presented to the user has a text alternative that serves the equivalent purpose, except for the situations listed below. (Level A)
CAPTCHA: If the purpose of non-text content is to confirm that content is being accessed by a person rather than a computer, then text alternatives that identify and describe the purpose of the non-text content are provided, and alternative forms of CAPTCHA using output modes for different types of sensory perception are provided to accommodate different disabilities.
Þetta þýðir að vissulega má setja einhvers konar "CAPTCHA" eða ritvernd á síðuna en þá verður að bjóða upp á ritvernd sem gagnast notendum sem skjá ekki á skjáinn. Sem dæmi má sjá bloggvef mbl.is, eins og Arnþór Helgason hefur þegar bennt á. Einnig eru oft notaðar hljóðupptökur af talmáli sem spilaðar eru og texti sem slá þarf inn er lesinn.
Að lokum mætti ímynda sér þjónustu þar sem tölur eru sendar í gegnum sms skilaboð og notendur geta skráð sig inn, þannig að einungis þurfi að fara í gegnum svoleiðis feril einu sinni.
Ég tel einnig alveg óþarft að öll síða réttarins sé læst með þessum hætti þmt dagsskrá og aðrir tenglar sem hafa ekki beint með dómsmál að gera.
Telja má upp fleiri skuldbindingar sem Ísland hefur tekið á sig og varða aðgengi fatlaðra að netinu ss. ráðherrayfirlýsingu EES um rafræna stjórnsýslu, sem nálgast´ má hér:
http://www.ut.is/frettir/nr/4274
en þar segir í 9. lið enskrar útgáfu:
"...We will develop inclusive services that will help to bring down barriers experienced by digitally or socially excluded groups..."
Að þessu gefnu teljum við alveg augljóst að opinberum stofnunum á Íslandi beri skylda til þess að tryggja aðgengi allra landsmanna, þ.á.m. blindra og sjónskertra einstaklinga, að almennum upplýsingum á vef þeirra. Við vonumst til þess að Hæstiréttur sjái sóma sinn í, og leggi metnað í, að aðgengi allra að þeim mikilvægu upplýsingum sem þar er að finna, sé tryggt.
Að sjálfsögðu skiljum við vel að aðgengi blindra notenda er oft ekki eitthvað sem hugsað er út í almennt og erum við að vinna að betri uppfræðslu og menntun vefforritara svo þeir viti af þeim sérþörfum sem sinna þarf fyrir slíka notendur (en þær þarfir eru oft áþekkar þeim sem farsímanotendur með litla skjái hafa einnig).
Hins vegar vitum við að Hæstiréttur vissi af þessum sérþörfum vegna samskipta sem áttu sér stað fyrir nær sléttu ári síðan og enduðu með að tölulæsingu var aflétt af síðunni, amk umtíma.
Það að læsingin hafi verið sett á aftur án samráðs við Blindrafélagið eða án þess að leiða hafi verið leitað til að finna aðgengilegri lausnir þykir okkur hins vegar miður.
Við erum alltaf tilbúin að koma að umræðum um hugsanlegar lausnir og aðstoða við prófanir og rannsaka bestu tækni sem tryggir öryggi vefsíðu en einnig aðgengi félagsmanna okkar, en þetta er okkur það mikilvægt mál að við verðum að ganga hart fram í því að aðgengi félagsmanna okkar sé tryggt.
Ég treysti því að við höfum sömu markmið í þessum málum og að við finnum farsæla lausn sem bæði tryggir það öryggi sem þið teljið ykkur þurfa án þess að það skaði rétt félagsmanna okkar til þess að geta skoðað upplýsingar sem varða daglegt líf, lög og reglur í íslensku samfélagi.
Virðingarfyllst
Birkir R. Gunnarsson"
Blindrafélagið hefur tekið ákvörðun um að hafa forgöngu um smíði á nýjum íslenskum talgervli (Text To Speach Engine eða TTS) sem stenst samanburð við það besta sem þekkist í erlendum málum.
Hvað er talgervill?
Talgervill er hugbúnaður sem hægt er að keyra á ýmis konar vélbúnaði s.s tölvum, fartölvum, símum, hraðbönkum, mp3 spilurum og fleiru, og breytir texta á tölvutæku formi í upplestur. Gæði talgervla eru metin út frá því hversu góður upplesturinn er og hversu nálægt náttúrulegum upplestri . Hafa ber í huga að lestur talgervils getur aldrei komið alfarið í stað fyrir mannsrödd, en talgervlar nú á tímum ná að komast ótrúlega nálægt því.
Samstarfsaðilar
Fjölmargir aðilar koma að þessu verkefni með Blindrafélaginu, þeir eru helstir:
- Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
- Blindrabókasafnið
- Blindravinafélag Íslands
- Íslenskur orðasjóður við Háskólann í Leipzig
- Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík
- Lions á Íslandi
- Máltæknisetur
- Royal national institude of blind people RNIB), Bretlandi
- Stofnun Árna Magnússonar
- Velferðarráðuneytið
- Öryrkjabandalag Íslands.
Verndari verkefnisins er frú Vigdís Finnbogadóttir
Fyrir hverja
Þetta verkefni mun hafa mikil og jákvæð áhrif á lífsgæði þeirra mörg þúsund einstaklinga sem ekki geta lesið með hefðbundnum hætti, hvort sem er vegna blindu, sjónskerðingar, lesblindu eða annarra fatlanna. Verkefnið er jafnfram mjög mikilvægt sem málræktarverkefni. Það eru nefnilega talgervlar sem ráða því hvernig íslenska er lesin í tölvuheimum. Með tilkomu góðs íslenskt talgervils er betur hægt að nýta íslenskun á ýmsum hugbúnaði sem notendur hafa orðið að keyra á ensku hingað til. Mikilvægi góðs íslensks talgervils er meðal þess sem fjallað er um í Íslenskri málstefnu, gefinni út af Menntamálaráðuneytinu árið 2009 (bls 62)
Meginskilgreiningar
Verkefna-og stýrihópur hefur verið starfandi fyrir verkefnið frá því í sumar. Hans helsta hlutverk hefur verið að finna framleiðanda sem getur mætti þeim megin þörfum og væntingum sem skilgreind hafa verið fyrir verkefnið, en þær eru:
- Gæði - Að hlustunargæði verði eins og best þekkist í erlendum hágæða talgervlum og upplesturinn verði eins réttur og nokkur kostur.
- Notkunarsvið - Að talgervilinn geti unnið á þeim stýrikerfum sem við skilgreinum mikilvægust.
- Leyfisgjaldafyrirkomulag og eignarréttur - Að talgervilinn verði þjóðareign og í vörslu Blindrafélagsins og þeir einstaklingar sem þurfa að nota talgervil og þær stofnanir sem sinna þjónustu við blinda, sjónskerta og aðra lesfatlaða fái talgervilinn endurgjaldslaust.
- Áframhaldandi þróun - Að hægt verði að þróa talgervilinn áfram í samstarfi við aðila á Íslandi, svo sem eins og Háskólann í Reykjavík.
- Sveigjanleiki - Að hægt verði, í samstarfi við framleiðanda, að flytja talgervilinn yfir á ný tæki og stýrikerfi þegar þau ná útbreiðslu og almennum vinsældum, eða uppfylla áður óuppfyllta þörf fatlaðra hvað varðar aðgengi að upplýsinga og samskiptatækni.
Sérfræðingar verkefnisins
Helstu fræðilegu ráðgjafarnir í þessu verkefni eru Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands og Jón Guðnason, doktor í rafmagnsverkfræði og sérfræðingur í talmerkjafræði við Háskólann í Reykjavík. Aðrir sérfræðingar eru: Hlynur Hreinsson og Birkir Rúnar Gunnarsson, báðir eru sérfræðingar í tölvuhjálpartækjum hjá Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Birkir er auk þess tölvuforritari og notandi tölvuhjálpartækja fyrir blinda og sjónskerta.
Framleiðandi
Að undangengnu gæðamati og verðkönnun meðal allra helstu talgervilsframleiðenda í heiminum Út frá þeim meginskilgreiningum sem settar voru fram fyrir nýjan íslenskan talgervil hefur pólska fyrirtækið Ivo software verið valið til að smíða talgervilinn. Bresku blindrasamtökin (RNIB) hafa átt mjög gott samstarf við þetta fyrritæki. Fyrirtækið hefur einnig verið að fá verðlaun fyrir talgervlana sína á sýningum á undanförnum árum. Frekari upplýsingar um Ivo softeware fyrirtækið, aðferðarfræði þeirra við talgervlasmíðina, verðlaun og viðurkenningar má finna á heimasíðu fyrirtækisins. Þar má einnig heyra hlustunardæmi frá þeim talgervlum sem Ivo software hefur framleitt. http://www.ivona.com/
Kostnaður og tímaáætlanir
Samningar um smíðina verða undirritaðir í febrúar 2011. Stefnt er að því að kynna prufu (beta) útgáfu talgervilsins á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2011 og talgervilinn verði síðan tilbúinn til notkunar í mars eða apríl 2012.
Umsamin framleiðslukostnaður er 495 þúsund evrur. Heildarkostnaður í íslenskum krónum er áætlaður um 80 - 85 milljónir króna. Áætlanir liggja fyrir um fjármögnun framleiðslukostnaðar og er stór hluti fjármögnunar tryggður. Meðal annas var skrifað undir samning um 15 milljón króna styrk Velferðarráðuneytisins, fyrir hönd Framkvæmdasjóðs fatlaðra í verkefninu mánudaginn 7 febrúar.Þessi styrkur er veittur með því skilyrði að talgervilinn verði til afnota án endurgjalds fyrir Þjónustumiðstöð fyrir blinda , sjónskerta og daufblinda einstaklinga, Blindrabókasafnið og alla þá sem eru skráðir notendur þessara stofnanna og þurfa á talgervli að halda
Lions á Íslandi styrkir talgervlaverkefnið með sölu Rauðu fjaðrarinnar 8 - 10 apríl 2011
Mikilvægur hluti af fjármögnun talgervlaverkefnisins verður sala félagsmanna Lions á Rauðu fjöðrinni helgina 8 - 10 apríl næst komandi, enn allur afrakstur sölunnar rennur til styrktar talgervlaverkefninu. Verndari söfnunarinnar verður Vigdís Finnbogadóttir. Lionshreyfingin og félagsmenn eiga miklar þakkir skyldar fyrir þetta rausnarlega framlag til að bæta lífsgæði þeirra mörg þúsund íslendinga sem ekki geta lesið með hefðbundnum hætti sökum fötlunar. Vonandi mun íslenska þjóðinn taka vel á móti Lionsmönnum og kaupa Rauðar fjaðrir í stórum stíl helgina 8 - 10 apríl 2011.
13.1.2011 | 12:43
Góður leiðari Fréttablaðsins: Fatlað fólk er margbreytilegur hópur - Jafnrétti eða mismunun
Steinunn Stefánsdóttir skrifar mjög góðan leiðara í Fréttablaðið í dag þar sem hún fjallar um deilu Blindrafélagsins og Kópavogsbæjar um ferðaþjónustuúrræði sem Kópavogsbær býður þeim fötluðu íbúum sínum sem ekki geta nýtt sér almenningssamgöngur. Steinun fjallar hérna um sjálfan kjarnan í deilunni og fellur ekki í þá gryfja að einblína á birtingarmynd deilunnar. Hér fer leiðarinn í heild sinni:
Fatlað fólk er margbreytilegur hópur
Jafnrétti eða mismunun
Blindur piltur hefur kært Kópavogsbæ til úrskurðarnefndar
félagsþjónustu og húsnæðismála vegna þess að hann nýtur
ekki sömu akstursþjónustu og þorri blindra og sjónskertra
í nágrannasveitarfélögum Kópavogs. Piltinum stendur til
boða sams konar ferðaþjónusta og ýmsum öðrum hópum
fatlaðra í Kópavogi.
Bæjarstjórinn í Kópavogi heldur því fram að í því fælist mismunun
að blindir og sjónskertir íbúar Kópavogs fengju að ferðast með leigubíl
með sama hætti og mikill meirihluta eirra sem við sambærilega
fötlun búa á höfuðborgarsvæðinu. ú þjónusta byggir á sérstökum
samningi milli Blindrafélagsins g sveitarfélaganna og gengur
út á það að þeir sem hennar njóta eta nýtt sér þjónustu venjulegra
leigubíla að ákveðnu marki gegn ægu gjaldi á móti greiðslu frá sveitarfélaginu. Þetta fyrirkomulag er il fyrirmyndar og hefur aukið mjög ferðafrelsi og þar með lífsgæði lindra og sjónskertra. í yfirlýsingu bæjarstjórans þar sem hún meira að segja notar hugtakið afnrétti, endurspeglast það viðhorf að fatlaðir séu einsleitur ópur sem allur á rétt á sömu þjónustu, í stað þess að líta á málið annig að hverjum og einum fötluðum sé mætt og gert kleift að vera átttakandi í samfélagi sínu með fullri reisn. ísland er aðili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs ólks en markmið hans er meðal annars að stuðla að því að fatlað fólk jóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra". í þriðju grein sáttmálans segir að meginreglur samningsins séu
meðal annars að fatlaðir geti tekið fullan og virkan þátt í samfélaginu
án aðgreiningar" og virðing fyrir því sjónarmiði að fatlað fólk
sé ólíkt og viðurkennt í þeim skilningi að um mannlega f jölbreytni og
mannlegt eðli sé að ræða". í tuttugustu grein sáttmálans er svo f jallað
um ferlimál einstaklinga og þar segir meðal annars: Aðildarríkin
skulu gera árangursríkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum
sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði
fatlaðs fólks í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, m.a. með því
að greiða fyrir því að fatlað fólk geti farið allra sinna ferða með þeim
hætti sem, og þegar, því hentar og gegn viðráðanlegu gjaldi ."
Viðbrögð bæjarstjórans eru f jarri því að vera í þeim anda sem hér
er kveðið á um. í stað þess líta svo á að sveitarfélagið mæti mismunandi
þörfum margbreytilegs hóps fatlaðra þá virðist sem hún geri
kröfu um að hinir fötluðu lagi sig að þeirri þjónustu sem sveitarfélagið
býður fötluðum sem einsleitum hópi.
Þetta viðhorf er áhyggjuefni, ekki síst nú þegar sveitarfélög í
landinu hafa nýverið tekið á sig aukin verkefni sem snúa að fötluðu
fólki. í samtali blaðsins við bæjarstjóra Kópavogs í gær kemur fram
að markmið bæjarins við yfirtöku sveitarfélaganna á þjónustu við
fatlaða sé að skara fram úr. Það er háleitt og gott markmið. Hins
vegar liggur fyrir að langt er í land meðan æðsti embættismaður
sveitarfélagsins virðist líta á fatlaða sem einn og einsleitan hóp sem
öllum ber að þjóna með sama hætti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2011 | 12:04
Málsvörn bæjarstjóra Kópavogs: Brjótum lög á öllum fötluðum, annað væri mismunun og ætllum að gera vel til lengri tíma litið
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eiga Blindrafélagið og Kópavogsbær í deilu um ferðaþjónustuúrræði sem lögblindum Kópavogsbúum stendur til boða. Deilan snýst í stuttu máli um hvort að sú ferðaþjónusta: að þurfa að panta bíl með 24 klst fyrirvara, og hafa enga tryggingu fyrir að mæta á áfangastað á réttum tíma, uppfylli markmið 35 greinar úr Lögum um málefni fatlaðra, svohljóðandi:
"Sveitarfélög skulu gefa fötluðum kost á ferðaþjónustu. Markmið ferðaþjónustu fatlaðra er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda."
eða 20 greinar úr Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, svohljóðandi:
"Aðildarríkin skulu gera árangursríkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðra í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, m.a. með því: a) að greiða fyrir því að fatlaðir geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem, og þegar, þeim hentar og gegn viðráðanlegu gjaldi"
Blindrafélagið er þeirrar skoðunar að ferðaþjónusta fatlaðra í Kópavogi uppfylli ekki þau ákvæði sem rakin eru hér að framan. Fyrst og fremst vegna þess að þjónsutan tekur ekki mið af einstaklingsbundunum þörfum þeirra fötluðu einstaklinga sem í hlut eiga. Kópavogsbær er með þessu ekki einungis að brjóta á réttindum blindra Kópavogsbúa, heldur allra fatlaðra Kópavogsbúa. Blindrafélaginu ber hinsvegar skilda til að gæta réttinda sinna félagsmanna.
Málsvörn bæjarstjóra Kópavogs birtist í Fréttablaðinu í dag og er svohljóðandi:
"Við erum að taka yfir þennan málaflokk frá ríkinu og ætlum okkur að skara fram úr í þjónustu við fatlaða til lengri tíma," segir Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafnar Kópavogsbær því að niðurgreiða leigubílaakstur fyrir Odd Stefánsson, blindan pilt í bænum. Oddi stendur til boða eins og öðrum fötluðum í Kópavogi að aka með ferðaþjónustu sem verktaki sinnir fyrir bæinn. Blindir íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fá langflestir niðurgreiddan leigubílaakstur í samstarfi við Blindrafélagið. Oddur hefur kært synjun Kópavogsbæjar til sérstakrar úrskurðarnefndar.
"Við erum að uppfylla lögbundna þjónustu," segir Guðrún sem kveður það ekki rétt sem Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, hafi haldið fram að bæði fyrrverandi og núverandi meirihluti í Kópavogi hafi algerlega hunsað óskir um úrbætur og félagið ekki fengið fundi með ráðamönnum.
"Ég fundaði með Kristni og öðrum aðila frá Blindrafélaginu. Það hafa komið erindi frá þeim um að við tækjum upp sama fyrirkomulag og Hafnarfjörður og Reykjavík hafa með leigubílana. Því var hafnað, bæði í vor og í haust á grundvelli þess að við vildum ekki mismuna fötluðum eftir því hvort þeir væru blindir eða fatlaðir á annan hátt," segir bæjarstjórinn."
Til gamans og upplýsinga má geta þess að umræddur fundur sem bæjarstjóri Kópavogs talar um, var viðtalstími sem einn félagi Blindrafélagsins, búsettur í Kópavogi fékk með bæjarstjóranum sínum og bauð mér að koma með á.
Loforð allra þeirra sem buðu fram til bæjarstjórnar Kópavogs í kosningunum í maí 2010 má lesa hér:
Af vef Kópavogsbæjar um Ferðaþjónusta fatlaðra:
Mikilvægar upplýsingar fyrir farþega
Um leið og við bjóðum þig velkomin(n) í Ferðaþjónustu fatlaðra viljum við benda á okkur atriði til upplýsingar fyrir farþega.
Þjónustusvæðið er höfuðborgarsvæðið. ksturstími Ferðaþjónustunnar er frá kl. 07:00 til kl. 24:00 alla daga. stórhátíðisdögum miðast akstur við Strætó b.s. Ein ferð telst frá A til B.
Pöntunarsími Ferðaþjónustunnar er 550-4700 og er hann opinn frá kl 08:00 til 16:00 lla virka daga. Hægt er að panta ferðir með tölvupósti og er netfangið erd@simnet.is. Vaktsími eftir lokun er 860-0741.
Pantanir þurfa að berast deginum ður en geta borist samdægurs fyrir kl. 16:00 vegna kvöldferða. Sama gildir um fboðanir ferða annars teljast þær með í uppgjöri.
Akstur miðast að og frá anddyri. Geti farþegi ekki komist hjálparlaust þarf að tryggja ð aðstoð sé til staðar við anddyri. Rétt er að ítreka að ferðaþjónustan ber ekki ábyrgð farþega eftir að á áfangastað er komið. Bílstjórar geta takmarkað komið til aðstoðar ar sem snjór, hálka eða aðrar hindranir eru í vegi sem geta valdið slysahættu.
Aðstoð þarf að vera við allar tröppur sem liggja að anddyri. arþegar þurfa að vera tilbúnir til brottfarar í anddyri á umsömdum tíma. kki er gert ráð fyrir að bílstjórar fari í sendiferðir fyrir farþega né bíði eftir farþega
þegar hann sinnir erindum sínum.
Geti farþegi ekki ferðast einn vegna einhverra orsaka þarf hann að hafa fylgdarmann eð sér og greiðir hann sama gjald og gildir í almenningsvögnum.
Gera má ráð fyrir að ferðir geti fallið niður eða tafist vegna ófyrirséðra orsaka t.d veðurs, bilana, þungrar umferðar og annarra þátta.
Farþegi þarf að gefa sér eðlilegan tíma til að komast milli staða með tilliti til umferðar g vegalengdar. Lögð er áhersla á að hafa viðveru í bílunum sem stysta og má gera áð fyrir að ferðatími sé svipaður og hjá almenningsvögnum.
Ef óskir eru um aðra og meiri þjónustu en eru í ramma þessum er sjálfsagt að ræða að hverju sinni, en það er án aðkomu Félagsþjónustunnar hvað kostnað varðar.
Ferðaþjónusta fatlaðra er sérhæfð þjónusta fyrir þá sem ekki geta nýtt sér
almenningsvagna vegna fötlunar. Bílakostur Ferðaþjónustunnar er útbúinn samkvæmt eglugerð um gerð og búnað ökutækja. Allur búnaður í þeim er frá þýsku fyrirtæki em sérhæfir sig á breytingum og framleiðslu festinga fyrir hjólastólanotendur. Öll eirra framleiðsla er öryggisprófuð og samþykkt af þýsku skoðunarstofunni TUV Allt þjónustueftirlit með ökutækjum Ferðaþjónustunnar er í höndum innflytjanda amkvæmt samningi og er það eftir ýtrustu kröfum framleiðanda og erðaþjónustunnar með tilliti til öryggis.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2011 | 20:30
Stjórnsýslukæra á Kópavogsbæ vegna réttindibrota á blindum til ferðaþjónustu sem samræmist lögum og alþjóðasamningum
Hér má lesa vel rökstudda og ítarlega stjórsýslukæru lögmanns Blindrafélagsins, Pál Rúanrs M. Kristjánssonar, á Kópavogsbæ. Kæran er sett fram vegna meintra brota Kópavogsbæjar á rétti blinds 17 ára stráks til að fá ferðaþjónustu af hálfu sveitarfélagsisn sem mætir þörfum hans og samræmist markmiðum laga og alþjóðasamninga.
Velferðarráðuneytið
Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála
b.t. Guðrún Erna Hreiðarsdóttir lögfræðingur
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu
150 Reykjavík
Reykjavík, 10. janúar 2011
STJÓRNSÝSLUKÆRA
Efni: Brot Kópavogsbæjar á ákvæðum laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra
Kærði: Kópavogsbær, Fannborg 2, 200 Kópavogur
Kærandi: Oddur Stefánsson kt. 180493-3879 Laufbrekku 21, 200 Kópavogi
Til undirritaðs hefur leitað Steinvör Thorarensen, kt. 181162-5469, Laufbrekku 21, 200 Kópavogi f.h. sonar síns Odds Stefánssonar kt. 180493-3879 (hér eftir umbjóðandi") og falið undirrituðum lögmanni að leggja fram stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar Kópavogsbæjar frá 15. desember 2010.
I. Kæruefni
Umbjóðandi minn er blindur og þarfnast aðstoðar við að komast ferða sinna svo hann geti stundað atvinnu, nám og notið tómstunda með sama hætti og ófatlaðir. Samkvæmt 1. mgr. 35. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra (LMF) er kærði skuldbundinn til að veita umbjóðanda mínum slíka þjónustu. Þann 23. nóvember lagði umbjóðandi minn fram kröfu til kærða þess efnis að kærði veitti umbjóðanda mínum ferðaþjónustu sem tók mið af þörfum hans og miðaði að því að gera hann eins settan og ófatlaðan einstakling í sömu eða sambærilegri stöðu. Með ákvörðun dagsettri 15. desember 2010 synjaði kærði hins vegar þessari beiðni umbjóðanda míns. Þess í stað bauð kærði umbjóðanda mínum staðlaða ferðaþjónustu sem ekki tók mið af þörfum hans og var ekki til þess fallin að gera honum kleift að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda með sama hætti og ófatlaðir.
Ágreiningur þessa máls snýst að meginstefnu um eftirfarandi atriði:
- Hvort að Kópavogsbær uppfylli skyldur sínar til að veita ferðaþjónustu ef veitt þjónusta tekur ekki mið af þörfum hins fatlaða einstaklings og gerir honum ekki kleift að stunda atvinnu, nám og tómstundir á móts við ófatlaða.
- Hvort að Kópavogsbær þurfi að gæta jafnræðis við meðferð mála er varða ferðaþjónustu fatlaðra.
- Hvort að Kópavogsbæ beri að rannasaka mál, veita andmælarétt og gæta að öðrum meginreglum stjórnsýsluréttar við meðferð mála er varða réttindi fatlaðra.
Undirritaður lögmaður, Páll Rúnar M. Kristjánsson hdl., fer með mál þetta fyrir hönd kæranda.
II. Viðeigandi réttarheimildir
Kærandi er fatlaður einstaklingur og þarfnast sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum sbr. 2. gr. LMF. Kærði er skuldbundinn til að veita kæranda slíka þjónustu sbr. m.a. XIV. kafla LMF. Kæruheimild er sótt í 5. gr. a. LMF sbr. breytingarlög um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra sem tóku gildi 1. janúar 2011.
III. Kröfur
- Kærandi krefst þess að úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála fjalli um ákvörðun Kópavogsbæjar frá 15. desember 2010 þess efnis að synja beiðni kæranda um ferðaþjónustu sem tæki mið af þörfum hans og gerði hann eins settan og ófatlaðan einstakling í sömu eða sambærilegri stöðu. Er þess krafist að nefndin fjalli jafnt um efnislegt lögmæti hennar og málsmeðferð.
- Kærandi krefst þess jafnframt að úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála beini því til kærða að veita kæranda mánaðarlega allt að 60 ferðir með leigubíl á strætisvagnafargjaldi.
- Til vara krefst kærandi þess að úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála beini því til kærða að veita kæranda ferðaþjónustu sem tekur mið af einstaklingsbundnum þörfum hans og er til þess fallin að gera hann eins settan og ófatlaðan einstakling í sömu eða sambærilegri stöðu.
- Í öllum tilfellum krefst kærandi þess að úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála beini því til kærða að rétta hlut kæranda vegna þess fjárhagslega tjóns sem kærandi hefur orðið fyrir vegna framangreindrar sniðgöngu kærða á lögbundinni skyldu sinni.
Kærandi áskilur sér rétt til að bæta við kröfur sínar, falla frá þeim að hluta eða breyta þeim á síðari stigum.
IV. Málsatvik
Málsatvik eru þau að kærandi lagði fram kröfu til Kópavogsbæjar þar sem krafist var að bæjarfélagið veitti kæranda ferðaþjónustu sem gerði honum kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda með sama hætti og ófatlaðir einstaklingar.[1] Í erindi kæranda til Kópavogsbæjar var því lýst að kærandi stundaði nám í framhaldsskóla, væri í gítarnámi auk þess sem hann væri í hlutastarfi. Lagði kærandi fram þá kröfu að Kópavogsbær veitti sér mánaðarlega allt að 60 ferðir með leigubíl á strætisvagnafargjaldi. Benti kærandi á að slíkt væri í samræmi við lögbundna skyldu sveitarfélagsins sem og í samræmi við framkvæmd í öðrum sveitarfélögum þ. á m. Reykjavík. Benti kærandi auk þess á að jafnræðisregla 11. gr. stjórnsýslulaga og 65. gr. stjórnarskrár leiddu einnig til sömu niðurstöðu en Kópavogsbær hafði áður veitt slíka aðstoð til einstaklinga sem eru í sambærilegri stöðu og kærandi.[2]
Með bréfi dagsettu 15. desember 2010 hafnaði Félagsþjónusta Kópavogsbæjar beiðni kærða. Kópavogsbær bauð kæranda hins vegar almenna akstursþjónustu félagsþjónustunnar" en sú þjónusta er framkvæmd af fyrirtækinu Smartbílum.[3] Sú ferðaþjónusta sem Kópavogsbær veiti fötluðum sé því stöðluð en taki ekki mið af mismunandi þörfum ólíkra einstaklinga eða hópa fatlaðra. Það hafði áður verið staðfest í svari Kópavogsbæjar frá 12. nóvember 2010 við beiðni undirritaðs um upplýsingar þar sem fram kom að reglurnar taka ekki mið af sérþörfum fólks með mismunandi fatlanir".[4]
Almenn akstursþjónusta félagsþjónustunnar í Kópavogi er með þeim hætti að fatlaðir einstaklingar panta sér far með ferðaþjónustunni með a.m.k. sólarhringsfyrirvara. Verktakafyrirtækið Smartbílar sér um framkvæmd þjónustunnar. Hinn fatlaði einstaklingur er svo sóttur á fyrirframákveðnum tíma á sérútbúnum bíl fyrir hjólastólanotendur.[5] Í einni ferð eru alla jafna margir fatlaðir einstaklingar sóttir og því má búast við að ferðin taki drjúga stund enda getur það tekið þó nokkurn tíma að koma þeim hópi notenda fyrir sem búa við mikla líkamlega fötlun. Almennt taka styttri ferðir a.m.k. eina klukkustund. Ekki er boðið upp á ferðir án framangreindra fyrirvara. Einstaklingar geta því ekki nýtt sé ferðaþjónustuna nema slíkt sé ákveðið sólarhring fram í tímann. Engar ferðir eru í boði fyrir blinda eða aðra hópa fatlaðra sem ekki eru hreyfihamlaðir.
Umbjóðandi minn er ekki bundinn við hjólastól né býr hann við aðra líkamlega fötlun en þá að vera blindur. Umbjóðandi minn þarfnast engrar sérstakrar aðstoðar við að komast á milli staða aðra en þá að vera keyrður. Umbjóðandi minn þarfnast ekki sérútbúnar bifreiðar né þarf hann sérstaka umönnum. Þarfir umbjóðanda míns fyrir ferðaþjónustu eru því mjög einfaldar. Þær eru sambærilegar við þarfir annarra 17 ára drengja í sömu stöðu fyrir utan það að umbjóðandi minn hefur ekki sjón. Hann þarf að komast til og frá skóla, tómstundum og vinnu. Slíkar ferðir eru ekki alltaf reglulegar eins og gefur að skilja. Stundum verða breytingar á skipulagi auk þess sem mikilvægt er fyrir umbjóðanda minn að mæta tímanlega á þessa staði og þá sér í lagi til skóla og vinnu. Því til viðbótar hefur umbjóðandi minn félagslegar þarfir eins og aðrir 17 ára drengir sem kunna að kalla á ferðir með skömmum fyrirvara.
Umbjóðandi minn hefur mikla getu til að lifa eðlilegu lífi svo framarlega sem að honum er veitt ákveðin lögbundin grunnþjónusta. Þá þjónustu hefur Kópavogsbær hins vegar neitað honum um. Af því leiðir að umbjóðandi minn og fjölskylda hans hafa sjálf þurft að flytja hann á milli staða eða greiða kostnað af þeirri þjónustu sem hann þarf á að halda. Hins vegar hefur það oft verið þeim þungbært og ljóst að ólögmæt háttsemi Kópavogsbæjar hefur leitt til félagslegrar einangrunar umbjóðanda míns og mikils miska.
Umbjóðandi minn getur ekki nýtt sér almenna akstursþjónustu Kópavogsbæjar enda tekur hún ekkert mið af þörfum hans eða fötlun. Umbjóðandi minn á því þann kost einan að beina kæru þessari til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála í von um að fá lögmæta úrlausn sinna mála.
Hin kærða ákvörðun var ekki rökstudd að öðru leyti en því að samstarfi við Blindrafélagið hefði áður verið hafnað. Kærði leitaði ekki upplýsinga um þarfir kæranda eða fötlun hans og freistaði þess ekki að sjá til þess að málið væri nægilega upplýst áður en hin kærða ákvörðun var tekin. Þá var kæranda ekki gefinn kostur á að andmæla umræddri fyrirhugaðri ákvörðun og þeim rökum og gögnum sem hún kann að hafa verið byggð á.
V. Málsástæður og lagarök
Viðeigandi réttarheimildir
Grundvallarmarkmið laga um málefni fatlaðra nr. 59/1992 (LMF) kemur fram í 1. mgr. 1. gr. laganna:
1. gr. Markmið þessara laga er að tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa því skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi.
Í samræmi við það markmið er í 1. mgr. 35. gr. LMF lögð sú skylda á sveitarfélög að veita fötluðum ferðaþjónustu. Kemur þar orðrétt fram:
35. gr. Sveitarfélög skulu gefa fötluðum kost á ferðaþjónustu. Markmið ferðaþjónustu fatlaðra er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda.
Þá kemur einnig fram í 2. mgr. 1. gr. LMF:
Við framkvæmd laga þessara skal tekið mið af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.
Í 20. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra er fjallað um ferilmál einstaklinga, þar kemur fram:
Aðildarríkin skulu gera árangursríkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðra í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, m.a. með því:
a) að greiða fyrir því að fatlaðir geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem, og þegar, þeim hentar og gegn viðráðanlegu gjaldi,
Þá kemur fram í 1. gr. laga um félagsþjónustu fatlaðra nr. 40/1991 að markmið félagsþjónustu á vegum sveitarfélaga sé að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi m.a. með því að veita aðstoð til þess að íbúar geti stundað atvinnu og lifað sem eðlilegustu lífi. Þá kemur orðrétt fram í 42. gr. laganna:
Jafnframt skulu fötluðum sköpuð skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi miðað við getu hvers og eins."
Ekki verður hjá því komist í þessu samhengi að geta þess að samkvæmt 1. mgr. 76. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 14. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, skal öllum, sem þess þurfa, tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Í athugasemdum við 14. gr. frumvarps þess er varð að lögum nr. 97/1995 kemur fram að gengið sé út frá því að nánari reglur um opinbera aðstoð, þ. á m. félagslega aðstoð, verði settar með lögum en með ákvæðinu sé markaður sá rammi að til þurfi að vera reglur sem tryggi þessa aðstoð.[6]
Stjórnarskrárgjafinn hefur samkvæmt framangreindu séð ástæðu til að kveða sérstaklega á um skyldu almenna löggjafans til að mæla fyrir um opinbera fjárhagsaðstoð ríkisins til þeirra sem þess þurfa. Þá skyldu hefur löggjafinn umfyllt m.a. með ofangreindum lagaákvæðum. Í álitu sínu í máli 2796/1999 bendir umboðsmaður Alþingis á hvernig beri að túlka þau lagaákvæði sem byggjast á framangreindum sjónarmiðum.
Kemur þar orðrétt fram hjá umboðsmanni Alþingis: Af þessum sökum tel ég að ef vafi leikur á um val á lögskýringarkostum við túlkun á inntaki slíkra lagaákvæða verði að velja þann skýringarkost sem best samrýmist tilgangi löggjafarinnar í heild sinni, eðlilegri framkvæmd hennar og þeim markmiðum sem henni er ætlað að ná að því gættu að slík túlkun falli að orðalagi ákvæðisins."
Það ætti því að vera fyllilega ljóst hvaða lagaheimildir liggja til grundvallar skyldum til að veita fötluðum ferðaþjónustu og hvernig beri að túlka þær lagaheimildir.
Réttindi og skyldur aðila
Af framangreindum réttarheimildum er ljóst að sveitarfélög eru skuldbundin til að veita fötluðum einstaklingum ferðaþjónustu. Það er hins vegar ekki nægjanlegt að einhver slík þjónusta sé til staðar heldur verður hún að vera með ákveðnum hætti og ná ákveðnum markmiðum. Lögbundin ferðaþjónusta við fatlaða hefur það grundavallarmarkmið að gera þeim kleift að lifa sem eðlilegustu lífi miðað við getu hvers og eins. Þá skal þjónustan tryggja sjálfstæði fatlaðra með því að tryggja að þeir geti farið allra sinna ferða þegar þeim hentar.
Ofangreind ákvæði stjórnarskrár, laga og alþjóðasamninga leggja athafnaskyldur á viðkomandi opinbera aðila. Þeim ber að veita þjónustu sem gerir fötluðum einstaklingum kleift að lifa og starfa, eftir fremsta megni, í eðlilegu samfélagi með sama hætti og ófatlaðir einstaklingar.[7]
Í ákveðnum tilfellum mætir almenn ferðaþjónusta Kópavogsbæjar þörfum ákveðins hóps fatlaðra og gerir þeim kleift að lifa og starfa eftir fremsta megni í eðlilegu samfélagi. Í þeim tilfellum hefur sveitarfélagið uppfyllt lögbundnar skyldur sínar. Í tilfelli umbjóðanda míns mætir almenn ferðaþjónusta Kópavogsbæjar hins vegar ekki þörfum hans og gerir honum ekki kleift að lifa og starfa eftir fremsta megni í eðlilegu samfélagi með sama hætti og ófatlaðir einstaklingar. Það er því ljóst að í því tilfelli sem hér um ræðir hefur sveitarfélagið sniðgengið lögbundnar skyldur sínar gagnvart umbjóðanda mínum.
Réttur umbjóðanda míns til ferðaþjónustu er fortakslaus og felur það í sér að Kópavogsbæ beri að veita honum ferðaþjónustu sem hefur það að markmiði að gera honum kleift að stunda atvinnu, nám og njóta tómstunda.[8] Ákvæðið er skýrt og er ekki til að dreifa sérákvæðum eða undanþágum sem leysa ákveðin sveitarfélög undan umræddri skyldu. Þá hefur umboðsmaður Alþingis staðfest að sveitarfélög geti ekki vikist undan slíkum skyldum vegna sérstakra aðstæðna svo sem smæðar eða fámennis.[9]
Umbjóðandi minn hefur mikla getu til að lifa sem eðlilegustu lífi. Sú hindrun er hins vegar í vegi hans að hann kemst ekki ferða sinna með eðlilegum hætti og alls ekki þegar honum hentar. Þá stendur honum ekki til boða þjónusta sem tekur mið af fötlun hans heldur tekur sú þjónusta sem honum er boðin mið af fötlun annars hóps einstaklinga sem umbjóðandi minn tilheyrir ekki. Þarfir þessara hópa eru mjög ólíkar eins og gefur að skilja. Umbjóðandi minn telur það því engum vafa undirorpið að Kópavogsbær hafi sniðgengið skyldur sínar gagnvart honum. Afrakstur þeirrar ólögmætu sniðgöngu hefur leitt af sér félagslega einangrun hans, sem og verulegt fjárhagslegt tjón og miska.
Framkvæmd annarra sveitarfélaga
Samkvæmt tölum frá Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, eru um 470 einstaklingar búsettir á höfuðborgarsvæðinu sem skilgreindir eru lögblindir. Fjölmennastir í þessum hópi eru eldri borgarar. Í þessum hópi eru engu að síður einstaklingar á virkum vinnualdri sem hafa fulla starfsorku og vilja vera virkir í samfélaginu. Algengasta orsök þess að þeim einstaklingum tekst ekki að vera samfélagslega virkir er einangrun sem hlýst af því að geta ekki keyrt bifreið eða notað strætisvagna.
Fjögur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eru með samning við Blindrafélagið um akstur fyrir blinda. Reykjavíkurborg og Seltjarnarneskaupstaður hafa verið með samning við félagið allt frá árinu 1997. Í mars 2006 gerði Hafnarfjarðarbær samning við Blindrafélagið og Álftanes í apríl sama ár. Einnig hefur Garðabær samið við félagið um akstur ákveðinna einstaklinga.
Þjónusta á vegum Blindrafélagsins felur í sér akstur í leigubílum en Blindrafélagið er með samning við leigubílastöðina Hreyfil - Bæjarleiðir. Gjald vegna þjónustunnar er hærra en gengur og gerist í ferðaþjónustunni en notendur greiða að lágmarki heilt strætisvagnafargjald fyrir ferðina. Kosti ferðin meira en kr. 3.000 er ferðin reiknuð sem tvær eða fleiri ferðir og greiðir notandi þá meira fyrir ferðina. Hámarks fjöldi ferða er 60 ferðir á mánuði, þar af 18 ferðir til einkanota. Þjónustutíminn er frá kl. 7:00 til 24:00 en notendur fá afslátt frá Hreyfli á öðrum tímum. Hægt er að panta samdægurs og notendur hringja sjálfir á leigubílastöðina til að panta ferð. Reynt er að samnýta ferðir þegar þess er kostur. Hver notandi er með samningsnúmer og skírteini. Ferðin er skráð, hvert og hvaðan og tilgangur ferðar. Blindrafélagið fær mánaðarlega nótur frá Hreyfli og reiknar gjald notenda.[10]
Af þeim 470 lögblindu einstaklingum sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu eiga 411 kost á akstursþjónustu með leigubílum, samkvæmt samningum milli Blindrafélagsins og viðkomandi sveitarfélags, sem sérstaklega eru sniðnir að þörfum blindra og sjónskertra einstaklinga. Af þeim 59 sem ekki eiga kost á þess konar akstursþjónustu, eru 51 búsettir í Kópavogi.
Það er þessi þjónusta Blindrafélagsins sem umbjóðandi minn óskar eftir að Kópavogsbær veiti honum eða til vara önnur sambærileg þjónusta.
VI. Góð stjórnsýsla - jafnræði, rannsóknarregla og andmælaréttur
Þegar tekin er stjórnvaldsákvörðun ber stjórnvaldi ávallt að hlíta skráðum og óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar til að byggja ákvarðanir í stjórnsýslu á málefnalegum sjónarmiðum og gæta jafnræðis milli borgaranna.[11] Reglur stjórnsýslulaga fela í sér réttaröryggisreglur í þágu þeirra sem ákvarðanir stjórnvalda beinast að og í þeim felast ákveðnar lágmarkskröfur til málsmeðferðar. Það er því gríðarlega mikilvægt að slíkum reglum sé fylgt í hvívetna.
Nauðsynlegt er að tryggja að ákvarðanir stjórnvalda séu löglegar og réttar og byggðar á lögmætum forsendum þannig að réttindi borgaranna verði ekki skert og hagsmunum þeirra stefnt í voða með handahófskenndum ákvörðunum. Á grundvelli þessara réttaröryggissjónarmiða var talin þörf á því að tryggja málsmeðferð stjórnvalda m.a. með lögfestingu á jafnræðisreglunni og reglunni um andmælarétt í 11. og 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.[12]
Jafnræði
Af jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga og 65. gr. Stjórnarskrár leiðir óhjákvæmilega til þess að sambærileg mál hljóti sambærilega meðferð hjá stjórnvaldi.
Eins og fram hefur komið hér að ofan og staðfest hefur verið af kærða hefur einstaklingum í sambærilegri stöðu og kærandi verið veitt umbeðin ferðaþjónusta með leigubifreið. Það vekur því upp ákveðnar efasemdir að kærði úrskurði nú á annan veg í sambærilegu máli. Þrátt fyrir að fyrir liggi skýr fordæmi hefur kærði kosið að víkja frá lögmætri og viðurkenndri stjórnsýsluframkvæmd. Er það nú ætlun kærða að leysa úr sambærilegum málum með mismunandi hætti þannig að einn einstaklingur njóti lakari réttar en annar sambærilegur einstaklingur í samskonar stöðu. Slíkt er allsendis ótækt.
Stjórnsýslufordæmi eru bindandi fyrir viðkomandi stjórnvald en stjórnvöldum ber ávallt að gæta samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti.[13] Þegar stjórnvald hefur byggt ákvörðun um tiltekið atriði á ákveðnum sjónarmiðum leiðir jafnræðisregla stjórnsýslulaganna til þess að almennt, þegar sambærileg mál eru til úrlausnar hjá samskonar stjórnvaldi, beri að leysa úr þeim á grundvelli sömu sjónarmiða og með sömu áherslum og gert var við úrlausn hinna eldri mála.[14] Verður aukinheldur rík krafa gerð til fordæmisgildi umræddra úrskurða sökum þeirra krafna sem gerðar eru til úrskurða sem varða mikilsverð réttindi aðila, svo sem þau mannréttindi sem hér um ræðir.[15]
Strangar kröfur eru því gerðar til þess þegar stjórnvald víkur frá viðurkenndri stjórnsýsluframkvæmd. Fyrir slíkri breytingu þurfa að vera málefnalegar og hlutlægar forsendur. Engar slíkar forsendur hafa verið lagðar fram af hálfu kærða. Með því að víkja frá lögmætri og viðurkenndri stjórnsýsluframkvæmd hefur Kópavogsbær því brotið gegn jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga.
Rannsóknarregla
Af rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 leiðir skylda stjórnvalds til að sjá til þess að eigin frumkvæði að atvik máls séu nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því. Þá felst í leiðbeiningarskyldu stjórnvalds, sbr. 7. gr. stjórnsýslulaga, að þegar stjórnsýslumál byrjar að frumkvæði málsaðila og hann leggur ekki fram þau gögn og upplýsingar sem sanngjarnt þykir að ætlast til að hann leggi fram, ber stjórnvaldi að tilkynna honum um hvaða gögn skorti og hvaða afleiðingar slíkt getur haft.
Samkvæmt framangreindu bar Kópavogsbæ að kanna til hlítar aðstöðu og þarfir umbjóðanda míns og meta hvaða þjónustu hann þurfti á að halda áður en ákvörðun um málefni hans var tekin. Er Kópavogsbæ því óheimilt að synja beiðni fatlaðs einstaklings um ferðaþjónustu með því einu að vísa til vinnureglu bæjarins.[16]
Það er því ljóst að Kópavogsbær hefur sniðgengið þá skyldu sína að sjá til þess að atvik máls væru nægilega upplýst áður ákvörðun var tekin. Kærði lét við það eitt sitja að afgreiða mál þetta með kerfisbundinni neitun sem byggði á almennum vinnureglum en ekki lögbundnum forsendum. Slík úrlausn máls getur ekki talist lögmæt.
Andmælaréttur
Samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga skal aðili máls eiga þess kost að tjá sig um efni máls áður en stjórnvald tekur ákvörðun í því, enda liggi ekki fyrir í gögnum málsins afstaða hans og rök fyrir henni eða slíkt sé augljóslega óþarft. Í athugasemdum við IV. kafla frumvarps þess er varð að stjórnsýslulögum segir að í reglunni felist að aðili máls skuli eiga þess kost að tryggja réttindi sín og hagsmuni með því að kynna sér gögn máls og málsástæður er ákvörðun mun byggjast á, leiðrétta framkomnar upplýsingar og koma að frekari upplýsingum um málsatvik áður en stjórnvald tekur ákvörðun í máli hans. Kemur þar ennfremur fram að andmælareglan eigi ekki aðeins að tryggja hagsmuni aðila máls heldur sé tilgangur hennar einnig sá að stuðla að því að mál verði betur upplýst og tengist hún þannig rannsóknarreglunni.[17]
Þegar brotið er í bága við 13. gr. stjórnsýslulaga með þeim hætti að aðila hefur ekki verið veitt færi á að tjá sig, telst það almennt verulegur annmarki sem leiðir til að íþyngjandi ákvörðun telst yfirleitt ógildanleg.[18] Á þetta ekki síst við sökum þess að um verulega íþyngjandi ákvörðun er að ræða auk þess sem að sjónarmið kæranda hefðu vel getað haft áhrif á niðurstöðu stjórnvaldsins.[19]
Sé málum þannig háttað að aflað hafi verið gagna um þarfir umbjóðanda míns og stöðu er ljóst að honum var ekki veitt tækifæri til að tjá sig um þau gögn. Fyrir liggur einnig að umbjóðanda mínum var ekki gefinn kostur á að tjá sig um röksemdarfærslu kærða eða þær forsendur sem ákvörðun hans byggir á. Af þeim sökum var réttur umbjóðanda míns til andmæla sniðgenginn og því verulegur annmarki á umræddri ákvörðun.
VII. Frekari gögn
Sé frekari þörf á að staðfesta þær staðhæfingar sem fram koma að ofan óskar kærandi eftir að nefndin beini slíkum beiðnum til sín eða ella leggi fyrir kærða að leggja fram slík gögn. Í því samhengi bendir umbjóðandi minn á að hann er reiðubúinn til að leggja fram öll þau gögn sem nauðsynleg eru til að sanna stöðu hans og þarfir. Kærandi skorar á kærða að leggja fram skýringar fyrir þeirri ákvörðun sinni að veita tveimur aðilum í sambærilegri stöðu og kærandi umbeðna ferðaþjónustu á árinu 2010.
VIII. Um kröfugerð
Samkvæmt 78. gr. Stjórnarskrár, sbr. 1. mgr. 16. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, skulu sveitarfélög sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Það fellur þannig í hlut löggjafans að mæla fyrir um hvernig eftirliti með sveitarfélögunum er háttað. Að gildandi lögum fer eftirlit með sveitarfélögum í meginatriðum fram annars vegar með beinu eftirliti og hins vegar með endurskoðun stjórnvaldsákvarðana í tilefni af stjórnsýslukærum. Önnur úrræði við eftirlit eru einnig í lögum svo sem þegar gerður er áskilnaður um staðfestingu ráðuneyta á tilteknum stjórnvaldsákvörðunum eða stjórnvaldsfyrirmælum.
Félagsmálaráðuneytið hefur almennt eftirlit með því að sveitarstjórnir gegni skyldum sínum samkvæmt lögum um málefni fatlaðra og félagsþjónustu sveitarfélaga. Ef sveitarstjórn vanrækir með athafnaleysi sínu þær skyldur sem henni er lögum samkvæmt falið að gegna reynir á eftirlit og úrskurðarvald félagsmálaráðuneytisins sem og viðeigandi úrræði sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, sbr. 102. gr. laganna.[20]
Þá er í 5. gr. a. LMF og XVII. kafla LFS að finna kæruheimildir til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála. Í kröfugerð er lögð fram krafa þess efnis að nefndin fjalli um málsmeðferð, rétt til þjónustu og hvort þjónustan er í samræmi við þau lög og réttarheimildir sem valdsvið nefndarinnar tekur til.[21] Auk þess er gerð sú krafa að beitt sé þeim almennu valdheimildum sem eftirlitsstjórnvald hefur skv. meginreglum stjórnsýsluréttar.
IX. Áskilnaður
Kærandi áskilur sér fullan rétt til heimtu skaðabóta vegna þess tjóns, sem hann hefur orðið fyrir og kann að verða fyrir. Er auk þess áskilinn réttur til að kæra einstaka aðra þætti sérstaklega og gera kröfu um frekari afhendingu gagna. Má í því samhengi nefna að aðrir meinbugir voru á formi úrskurðar kærða en þeir sem raktir hafa verið hér að ofan. Má þar t.d. nefna að rökstuðningur kærða var bágborinn auk þess sem málshraða var ábótavant. Kærandi sér ekki ástæðu til að rekja þau atriði að svo stöddu.
Kærandi er reiðubúinn til að leggja fram öll gögn sem varðar mál þetta.
Virðingarfyllst
_________________________
Páll Rúnar M. Kristjánsson hdl.
Fylgiskjöl:
1. Kröfubréf kæranda dagsett 23. nóvember 2010
2. Upplýsingar Kópavogsbæjar um ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi frá 12. nóvember 2010
3. Ákvörðun Félagsþjónustu Kópavogs frá 15. desember 2010
[1] Sjá fylgiskjal 1 - Kröfubréf kæranda dagsett 23. nóvember 2010
[2] Sjá fylgiskjal 2 - Upplýsingar Kópavogsbæjar um ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi frá 12. nóvember 2010 þar sem fram kemur: Á þessu ári hafa fjórir einstaklingar fengið samning um akstur með leigubifreiðum þar sem sérstök rök hafa mælt með því, þar af eru tveir blindir."
[3] Sjá fylgiskjal 3 - Ákvörðun Félagsþjónustu Kópavogs frá 15. desember 2010
[4] Sjá fylgiskjal 2 - Upplýsingar Kópavogsbæjar um ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi frá 12. nóvember 2010
[5] http://www.kopavogur.is/files/felagsthjonusta/Reglur_bilar_Gunnar_2009.pdf
[6] Alþt. A-deild 1994-1995, bls. 2109-2110
[7] Sjá dóm Hæstaréttar í máli nr. 177/1998
[8] Um akstur til og frá skóla skal tekið fram að samkvæmt lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, er sveitarfélögum skylt að sjá um akstur skólabarna að kostnaðarlausu. Það gildir jafnt um fötluð sem ófötluð börn.
[9] Sjá álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 2625/1998
[10] Heimild: Samantekt starfshóps um ferðaþjónustu fyrir fatlaða á höfuðborgarsvæðinu, Velferðasvið Reykjavíkurborgar, 2008. Bls. 8. Sjá í heild sinni á netslóðinni: http://www.kopavogur.is/files/felagsthjonusta/ferdathjonusta_a_hofudborgarsvaedinu_%20LOKA_%2006062008%20(2).pdf
[11] Sbr. SUA 4478/2005
[12] Alþt. 1992, A deild, 3296
[13] sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993
[14] Páll Hreinsson, Stjórnsýslulögin, skýringarrit, Reykjavík 1994, bls. 118-119
[15] Álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 2424/1998 og 3028/2000.
[16] Sjá m.a. sambærileg atvik í áliti umboðsmanns Alþingis í málum nr. 2499/1998 og 2549/1998
[17] Alþt. 1992-1993, A-deild, bls. 3295 og 3296
[18] Stjórnsýslulögin - skýringarrit, Páll Hreinsson, Reykjavík 1994. bls. 178-179
[19] Sjá m.a. niðurstöðu Hæstaréttar í dómi réttarins frá 1980 á bls. 1763
[20] Sjá álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 2625/1998
[21] Sjá umfjöllun um 5. gr.a. þingskjal 298, 256 mál, lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010-2011
Blindrafélagið kærir Kópavogsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |