Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Íslenskan, talgervilinn og viđ

Íslenska kemur nćstverst út í könnun á stuđningi viđ máltćkni í ţrjátíu evrópskum tungumálum. Íslenskan gćti veriđ ađ deyja út eđa verđa ađ tungumáli sem einungis er notađ á takmörkuđum sviđum. Ţađ mun ekki verđa hćgt ađ nota íslensku á mörgum sviđum tölvutćkninnar á komandi árum ef stuđningur viđ máltćkni verđur ekki bćttur. Ţetta kemur fram í viđamikilli hvítbók sem birt var á Degi evrópskra tungumála 26 september. Könnunina má nálgast á http://www.meta-net.eu  /whitepapers


Íslenskan í nćstneđsta sćti
Megintilgangurinn međ könnuninni var ađ komast ađ ţví hvernig ţessi tungumál vćru búin undir notkun í tölvu og upplýsingatćkni, hvađ vćri til af til dćmis vélrćnum ţýđingum, talgervlum, talgreinum, leiđréttingaforritum, orđasöfnum og slíku. Niđurstöđurnar sýna ađ ekki er nćgjanlega mikiđ gert fyrir bróđurpart tungumálanna. "Íslenska er međ ţeim verstu, hún var í nćstneđsta sćti", var haft eftir Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor í íslensku viđ HÍ sem vann ađ íslenska hluta skýrslunnar.

Í ljós kom ađ lítill sem enginn stuđningur er viđ vélţýđingar í íslensku. Einnig ađ lítiđ vćri til af orđa- og hljóđsöfnum, leiđréttingaforritum og talvinnslu. Stađa talvinnslunnar hefur ţó batnađ lítillega á síđustu vikum međ tilkomu nýja íslenska Google-talgreinisins og talgervils Blindrafélagsins.


Vitundarvakningar er ţörf
Stjórnvöld, viđskiptalífiđ og almenningur ţurfa ađ vakna til vitundar um ţessa stöđu. Íslenskan er okkar dýrmćtasta sameign og viđ berum öll ábyrgđ ţegar kemur ađ ţví ađ verja móđurmáliđ okkar. Ţeir tímar eru ađ renna upp ađ viđ notum tölvur til ţess ađ stjórna öllum tćkjum, tölvur eru í öllu, farsímum, heimilistćkjum, bílum og svo framvegis. Mikiđ af tölvubúnađi er í dag stjórnađ međ töluđu máli og sú ţróun mun aukast hratt í nánustu framtíđ. Ef viđ getum ekki talađ íslensku viđ tölvubúnađ sem viđ notum á hverjum degi, hvađa tungumál munum viđ ţá nota og hvađa áhrif mun ţađ hafa á stöđu íslenskunnar á nćstu 10-20 árum?

Vegna ţess hversu fáir tala íslensku munu máltćkniverkfćri ekki verđa framleidd fyrir íslensku nema til komi frumkvćđi ađila sem láta sig máliđ varđa og taka á ţví fjárhagslega ábyrgđ. Í tilvikum tungumála sem fáir tala verđa máltćkniverkfćri og lausnir aldrei samkeppnisvara á markađi. Vegna ríkra hagsmuna félagsmanna ţá ákvađ Blindrafélagiđ ađ taka frumkvćđi og fjármagnađi smíđi á nýjum íslenskum talgervli. Kostnađurinn var 85 milljónir íslenskra króna. Margir ađilar komu ađ verkefninu međ félaginu, ađilar sem lögđu til faglega ţekkingu og mikilvćg gögn, svo sem eins og Máltćknisetur, og ađilar sem lögđu til fjármagn, eins og Lions-hreyfingin á Íslandi og hiđ opinbera, svo dćmi séu tekin. Frekari upplýsingar um verkefniđ: http://www.blind.is/verkefni/talgervlaverkefnid/


Mikilvćgi sjálfbćrni og áframhaldandi ţróunar
Til ađ stuđla ađ ţví ađ nýi íslenski talgervillinn verđi ţróađur áfram, bćđi hvađ varđar framburđ, hlustunargćđi og ađ hann geti í framtíđinni unniđ á ţeim tölvubúnađi og stýrikerfum sem eru í notkun á hverjum tíma, ţá ţarf ađ tryggja sjálfbćrni talgervilsverkefnisins. Ţađ verđur einungis gert međ ţví ađ greitt verđi fyrir notkun á verkfćrum talgervilsins, eins og veflesarans, hrađbankaradda, símsvörunarradda og annarra verkfćra sem tilheyra talgervlinum. Hiđ opinbera og stofnanir ţess, netmiđlar, fyrirtćki og félagasamtök munu ráđa úrslitum um ţađ hvort nýi íslenski talgervillinn muni geta ţjónađ íslenskunni sem mikilvćgt máltćkniverkfćri á nćstu árum, eđa hvort ţessi nýi talgervill muni daga uppi sem úrelt máltćkniverkfćri, eins og gerđist međ forvera hans. Tómlćti í ţessum efnum er ekki valkostur ef íslenskan á ađ lifa af í ţví tćknivćdda upplýsingasamfélagi sem hefur hafiđ innreiđ sína.

Til baka


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband