Bloggfćrslur mánađarins, desember 2008

Um áramót

 Áríđ 2008 mun eflaust skipa stóran sess í íslandsögunni. Tvenna atburđi vil ég gera hér ađ umfjöllunarefni. Fyrst er ađ nefna alţjóđlegu fjármálakreppuna, sem leikiđ hefur íslendinga verr en ađrar ţjóđir, hvort sem er einstaklinga, fjölskyldur og/eđa fyrirtćki, ásamt ţví sem orđspor íslendinga á alţjóđavetfangi hefur orđiđ fyrir verulegu tjóni. Ţessir atburđir hafa síđan skyggt verulega á hinn atburđinn, sem er mesta afrek sem íslendingar hafa unniđ í íţróttum. Silfurverđlaun íslenska karlalandsliđsins í handbolta á Olympíuleikunum í Peking. En ţađ afrek fćrđi íslensku ţjóđinni bćđi gleđi og stolt og jók allverulega viđ hróđur íslendinga á alţjóđavettvangi.

Öll íslenska ţjóđin hreyfst međ og fagnađi ţegar hennar frćknustu íţróttahetjur unnu ţetta mesta afrek íslenskrar íţróttasögu. Silfurverđlaun á Ólympíuleikum. Allir sem fylgdust međ sáu ađ liđiđ var drifiđ áfram af jákvćđum og uppbyggilegum gildum undir forustu einstaklinga sem höfđu tileinkađ sér ţessi gildi. Ţar var til stađar, einbeittur vilji og skýr markmiđ, virđing og heiđarleiki, samhugur og samvinna og gagnkvćmt traust, gagnvart ţví verkefni sem tekist var á viđ.  Örfáum vikum seinna skal fjármálakreppan á og sér ekki ennţá fyrir endann á ţeim hildarleik.

En hvernig hefur liđiđ sem valist hefur til ađ takast á viđ verkefni fjármálakreppunnar stađiđ sig?  Ađ hversu miklu leiti hafa jákvćđ og uppbyggileg gildi, sem voru í hávegum höfđ hjá strákunum okkar í Peking, veriđ látin í fyrirrúm?  Ţví miđur ţá eru miklar líkur á ţví ađ afrek handboltalandsliđsins muni falla í skuggann af fjármálakreppunni og ţeim orđum og athöfnum sem ađalleikarar ţess hildarleiks bera ábyrgđ á. Ţar hafa fariđ bćđi orđ og athafnir sem síst hafa veriđ til ţess fallin ađ auka okkur gleđi og stolt eđa auka á orđspor okkar íslendinga sem ţjóđar.

Ţađ er hinsvegar á valdi okkar allra sem einstaklinga ađ hafna neikvćđum gildum eins og t.d. rógburđi, óheiđarleika og sérhagsmunagćslu á kostnađ almannahagsmuna, en stuđla frekar ađ ţeim jákvćđu gildum sem hverju farsćlu mannlegu samfélagi eru lífsnauđsynleg; ábyrgđ, heiđarleika, samhug, samvinnu, og gagnkvćmu trausti og virđingu. Kannski má draga einhvern lćrdóm af ţví hvernig ţessir tveir atburđir; fjármálakreppan og silfurverđlaun íslenska handboltalandsliđsins á Ólympíuleikunum, gerast á nánast sama tíma í íslandssögunni, og ţví hvađa gildi hafa veriđ valin til  leiđsagnar í hvoru tilviki fyrir sig.  Upp í huga kemur gömul speki sem fylgt hefur íslendingum alla tíđ og kemur úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frćndur en orđstír deyr eigi. Hverjir skyldu verđa dómar sögunnar?

Ef ég lít meira inn á viđ, á vettvang Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, hefur áriđ ekki síđur veriđ viđburđarríkt. Ég tók viđ embćtti formanns félagsins í maí mánuđi og í ţeim sama mánuđi gerđu viđ nokkrir félagsmenn atlögu ađ Hvannadalshnjúk, en urđum frá ađ hverfa vegna veđurs. Áformađ er ađ gera ađra atlögu í maí 2009.

Ég sótti stórmerkilega alheimsráđstefnu Retina International í Helsinki í júlí mánuđi. Ég gerđi ítarlega grein fyrir helstu niđurstöđum ráđstefnunnar. Sjá frásagnir hér.

Stórt skarđ var höggviđ í samfélag okkar ţegar Helga Einarsdóttir féll frá um mitt sumar, í blóma lífsins, rétt fyrir 43 ára afmćlisdaginn sinn. Sjá minningargrein. Minningu Helgu og verkum hennar mun verđa sýnd tilhlýđileg virđing á vettvangi félagsins í nánu samstarfi viđ ađstandendur.

Í ágúst sótti ég ásamt fleirum frá Blindrafélaginu 7 alheimsţing ţing World Blind Union, yfir 600 einstaklingar allstađar úr heiminum sátu ţingiđ. Ţingiđ er haldiđ á fjögurra ára fresti. Sjá frásögn hér.

Í september mánuđi voru fjórir leiđsöguhundar afhentir notendum sínum, en viđ ţađ fjölgađi leiđsöguhundum á Íslandi úr einum í fimm. Sjá hér frásögn. Mjög vel hefur gengiđ hjá notendum og leiđsöguhundum og ríkir almenn ánćgja međ hvernig til tókst. Leiđsöguhundaverkefniđ var unniđ í samstarfi viđ heilbrigđisráđuneytiđ og međ öflugum stuđningi Lions hreyfingarinnar á Íslandi. Um tilraunaverkefni var ađ rćđa og nú hefur heilbrigđisráđherra skipađ starfshóp til ađ fara yfir og gera tillögu ađ framtíđarskipulag ţessara mála.

Á síđustu dögum Alţingis fyrir jól samţykkti ţingiđ lög um ţjónustu og ţekkingarmiđstöđ fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Mun stofnunin taka til starfa strax í upphafi árs 2009. Međ ţessari nýju miđstöđ er stigiđ stórt framfaraskref í ţjónustu viđ blinda og sjónskerta einstaklinga. Blindrafélagiđ lagđi mikla áherslu á ađ ţetta mál yrđi afgreitt. Nú ţegar miđstöđin er orđin ađ veruleika ţá tekur viđ uppbyggingar og mótunarstarf sem Blindrafélagiđ hefur fullan hug á ađ vera virkur ţátttakandi í. Sjá hér frásögn og tengil inn á lögin.

Áriđ 2009 mun fćra međ sér ný viđfangsefni. Áriđ er m.a. merkilegt fyrir ţćr sakir ađ 70 ár verđa liđin frá stofnun Blindrafélagsins á árinu og í janúar verđur haldi upp á ađ 200 ár eru liđin frá fćđingu Louis Braille, höfundar blindraletursins. Blindrafélagiđ mun minnast ţessara tímamóta međ viđeigandi hćtti.

Af ţessu tilefni hefur Blindrafélagiđ m.a. látiđ gera sérstaka afmćlisútgáfu af bréfsefni og merki félagsins. Afmćlismerki félagsins er talan 70 međ lampann inni í tölustafnum núll. Á bréfsefni, umslögum og öđru efni merktu félaginu, er búiđ ađ setja nafn félagsins (Blindrafélagiđ) í blindraletri fyrir ofan nafn félagsins í hefđbundnu letri. Blindraletriđ mun vera bćđi upphleypt og litađ hinum bláa lit félagsins á bréfsefni og öđru ţví efni ţar sem ţađ er mögulegt.  

Fleira er fyrirhugađ og verđur kynnt ţegar ţar ađ kemur.

Á ţessum áramótum vil ég fćra félagsmönnum, velunnurum, samstarfsađilum Blindrafélagsins og öllum öđrum kćrar ţakkir fyrir ánćgjulegt samstarf og samskipti á árinu sem er ađ líđa, um leiđ og ég lćt í ljós ţá von ađ áframhald verđi á á árinu 2009.

Megi ykkur og fjölskyldum ykkar farnast sem best á komandi ári.


Ţakklćtisvottur til starfsfólks Sjónstöđvar Íslands og Guđmundar Viggóssonar

Nú ţegar samţykkt hafa veriđ lög um ţjónustu og bekkingamiđstöđ fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, er ljóst ađ starfsemi Sjónstöđvar Íslands verđur lögđ niđur og öll sú starfsemi sem ţar hefur veriđ mun flytjast inn í nýja stofnun. Föstudaginn 19 desember, daginn eftir samţykkt laganna um ţjónustu og ţekkingarmiđstöđina, fóru ég og Ólafur Haraldsson, framkvćmdastjóri Blindrafélagsins, í húsakynni Sjónstöđvarinnar og fćrđum starfólki góđgćti, sem smá ţakklćtisvott fyrir ţađ starf sem starfsfólkiđ hefur sinnt á starfsárum Sjónstöđvarinnar, um leiđ og fagnađ var nýjum áfanga.

Mánudaginn 22 desember var haldiđ jóla kaffisamsćti ađ Hamrahlíđ 17 fyrir starfsfólk og íbúa hússins. Viđ ţađ tćkifćri var ađ sjálfsögđu fagnađ samţykkt laganna um Ţjónustu og ţekkingamiđstöđina. Í tilefni ţess ađ Sjónstöđin er ađ hćtta starfsemi, ţá fćrđi Blindrafélagiđ Guđmundi Viggóssyni, blómvönd og gjafabréf á veitingastađ, fyrir hann og frúnna, sem smávćgilegan ţakklćtisvott fyrir ţađ ötula starf sem hann hefur innt af hendi sem yfirmađur Sjónstöđvar Ísland, allt frá ţví ađ stofnunin hóf starfsemi sína áriđ 1987.

Öllu starfsfólki Sjónstöđvar Íslands verđur bođiđ starf á hinni nýju ţjónustu og ţekkingarmiđstöđ og vonandi munu sem flestir sjá sér hag í ađ ţiggja ţađ.

CIMG0732 (2)

Myndin sýnir Guđmund veita viđurkenningunni viđtöku. Á myndinni eru frá vinstri: Ólafur Haraldsson, Kristinn Halldór Einarsson og Guđmundur Viggósson.


Mikilvćgt framfaraskref stigiđ í ţjónustu viđ blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga

Nú undir kvöld, ţann 18 desember, samţykkti Alţingi Íslendinga, lög um ţjónustu og ţekkingarmiđstöđ fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Mikil samstađ var um máliđ á Alţingi og mćltist m.a. stjórnarandstćđingum svo fyrir ađ máliđ vćri ljós i myrkrinu og besta mál ţessa ţings.

Tengill inn á máliđ hjá Alţingi hér.

Allir sem ađ ţessu máli hafa komiđ er mikil sómi af sinni ađkomu. Ţar má nefna marga ađila svo sem eins og Ţorgerđi Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráđherra sem ađ ýtti málinu úr vör af hálfu hins opinbera, Guđlaug Ţórđarson, heilbrigđisráđherra, Jóhönnu Sigurđardóttur félagsmálaráđherra, fyrir ađ koma málinu inn á ţing viđ núverandi ađstćđur. E
innig er rétt ađ nefna til sögunar Helga Hjörvar, sem er ötull talsmađur og gegndi lykilhlutverki á úrslitastundu í ţví ađ máliđ komst á dagskrá.

Margir ađrir eiga ţakkir skyldar fyrir sitt framlag, eins og t.d. allir ţeir einstaklingar sem sátu í framkvćmdanefndinni, en henni var stýrt af Ţór Ţórarinssyni frá félagsmálaráđuneytinu og Hrönn Pétursdóttur rekstrarhagfrćđingi.

Eina manneskju vil ég einnig nefna til sögunnar, sem á stóran hlut í ţessum merka áfang, ţó ekki sé hún lengur međal okkar, en ţađ er Helga heitin Einarsdóttir, sem lést langt fyrir aldur fram nú í sumar. Engin ein manneskja bar meiri ábyrgđ á ţví frumkvćđiđ ađ fá hingađ til lands erlenda fagmenn, sem unnu ţćr skýrslur um ástand skólamála blindra og sjónskertra, sem varđ til ađ opna augu ráđamenna fyrir alvarleika stöđunnar.

Öll vinnsla á málinu og undirbúningur var í samráđi viđ alla megin hagsmunaađila og er ţađ til mikillar fyrirmyndar. Ţau vinnubrögđ skýra fremur en nokkuđ annađ ţá breiđu samstöđu sem var um máliđ á öllum afgreiđslustigum.

Í raun má segja ađ alţjóđlegt kjörorđ fatlađra og öryrkja " Ekkert um okkur án okkar" hafi hér veriđ virt. Árangurinn ćtti ađ vera hvatning til áframhaldandi vinnubragđa af sama toga.

Hér hefur mikilvćgt framfaraskref veriđ stigiđ í ţjónustu viđ blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Allir ţeir sem ađ málinu hafa komiđ er mikill sómi af.


Heilbrigđisráđherra skipar starfshóp um notkun leiđsöguhunda á Íslandi

Ţau ánćgjulegu tíđindi voru ađ berast mér ađ heilbrigđisráđherra hefđi ákveđiđ, ađ tillögu Blindrafélagsins, ađ skipa starfshóp um notkun leiđsöguhunda á Íslandi, var ég ásamt fleirum skipađur í hópinn.

Verkefni hópsins er ađ kanna tilhögun viđ ađ gefa blindum og sjónskertum einstaklingum kost á ađ nýta sér leiđsöguhunda, kostnađ ţví samfara og ţróun ţjónustunnar. Hópnum er ćtlađ ađ skila ráđherra áliti og tillögum fyrir 1.mars 2009.

Starfshópurinn er ţannig skipađur ađ auk mín eru í honum: Eva Ţengilsdóttir, sem er formađur, Friđgeir Jóhannesson leiđsöguhundanotandi, Guđbjörg Árnadóttir umferliskennari og Vigdís Hallgrímsdóttir, sérfrćđingur í heilbrigđisráđuneytinu.

Ţetta sýnist mér vera vel skipađur starfshópur.

Ţađ er ástćđa til ađ fćra heilbrigđisráđherra ţakkir fyrir ađ setja ţetta brýna mál í ţennan farveg, sem vonandi verđur til ađ koma farsćlli skipan á málefni leiđsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga.

Síđast liđiđ haust fengu 4 félagar í Blindrafélaginu afhenta leiđsöguhunda, sem komu frá norska leiđsöguhundaskólanum, en ţađ var samstarfsverkefni Blindrafélagsins og Heilbrigđisráđuneytisins, dyggilega stutt af Lions hreifingunni á Íslandi.


Stórmerk tíđindi - Frumvarpi til laga um Ţjónustu og ţekkingarmiđstöđ fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga

Á dagskrá ţingfundar Alţingis í dag, 12 desember 2008, er 1. umrćđa ađ frumvarpi til laga um Ţjónustu og ţekkingarmiđstöđ fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Máliđ er flutt af félags og tryggingarmálaráđherra, Jóhönnu Sigurđardóttur. Hér er um mjög mikilvćgt mál ađ rćđa sem unniđ hefur veriđ ađ á undanförnu eina og hálfu ári í mjög góđu samstarfi allra hagsmunaađila. Stjórnvöld eiga hrós skiliđ fyrir öflugt og virkt samráđ, enda er mjög breiđ samstađa um öll meginatriđi frumvarpsins. Ađ samráđinu komu félags og tryggingarmálaráđuneytiđ, heilbrigđisráđuneytiđ, menntamálaráđuneytiđ, Reykjavíkurborg, Samband Íslenskra Sveitarfélaga, Blindrafélagiđ, foreldradeild Blindrafélagsins, Daufblindrafélagiđ, starfsfólk Sjónstöđvar Íslands og kennsluráagjafar blindra og sjónskertra nemenda.

Á tímabili leit út fyrir ađ ţetta mál myndi ekki ná inn á ţing fyrir áramót og hefđi ţađ haft í för međ sér mikiđ upplausnarástand í málaflokki sem hefur veriđ vanrćktur til margra ára. Eftir ađ ég og framkvćmdastjóri Blindrafélagsins áttum stuttan fund međ Jóhönnu Sigurđardóttur, fyrir milligöngu okkar öfluga liđsmanns Helga Hjörvar, komst hreyfing á máliđ. Í kjölfariđ sendi stjórn Blindrafélagsins bréf til allra ţeirra ţriggja ráđherra sem komiđ hafa ađ málinu og afrit til forsćtisráđherra, ţar sem grein var gerđ fyrir hversu alvarlegar afleiđingar ţađ gćti haft ef máliđ yrđi ekki lagt fram og samţykkt fyrir áramót.

Nú er máliđ komiđ á dagskrá sem ríkisstjórnarfrumvarp og ber ađ fćr ríkisstjórninni ţakkir fyrir sinn ţátt í málinu. Nú er hinsvegar komiđ ađ Alţingi og vil ég hvetja ţingmenn til ađ afgreiđa máliđ, enda er um ţađ breiđa samstađa allra megin hagsmunaađila og allur undirbúningur og samráđ viđ frágang málsins hefur veriđ til fyrirmyndar.   


Eyţór útnefndur íţróttamađur ársins

Ţađ er vel viđ hćfi ađ óska Eyţóri Ţrastarsyni, félagsmanni í Blindrafélaginu, til hamingju međ ađ hafa veriđ valinn íţróttamađur ársins hjá Íţróttasambandi fatlađra. Eyţór náđi frábćrum árangri í sundi á Ólympíumóti fatlađra s.l. sumar í Peking. Full ástćđa er til ađ ćtla ađ Eyţór eigi eftir ađ geta bćtt árangur sinn enn frekar, enda er hann ungur ađ árum. Spennandi verđur ađ fylgjast međ Eyţóri í framtíđinni, en ég hef heyrt ađ hann hafi hafiđ ćfingar međ sundfélaginu Ćgi í ţeim tilgangi ađ bćta sig enn frekar.
Sonju Sigurđardóttur sundkonu úr IFR er einnig fćrđar hamingjuóskir međ nafnbótina íţróttakona ársins hjá Íţróttasambandi fatlađra.
 
mbl.is Eyţór og Sonja íţróttafólk ársins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Í minningu Sir John Wall frá Englandi

Sunnudaginn 30 nóvember s.l. lést Sir John Wall, 78 ára ađ aldri, lífstíđar heiđursfélagi ađ World Blind Union (WBU). Ég átti ţess kost ađ hitta og spjalla viđ Sir John á ţingi WBU í Sviss í ágúst síđastliđnum. Sir John var líflegur mađur og viđ ţetta tćkifćri rifjađi hann upp fyrir mér heimsókn sína til Íslands fyrir nokkrum árum, en í ţeirri heimsókn veiktist hann. Sir John fullyrti ađ ef ekki hefđi komiđ til inngrip frá Björk Vilhelmsdóttur, ţáverandi félagsráđgjafa Blindrafélagsins, og manni hennar, Sveini Rúnari Haukssyni lćkni, ţá hefđi hann yfirgefiđ Ísland í líkkistu. Kvađst Sir John standa í mikilli ţakkarskuld viđ ţetta góđa fólk, Blindrafélagiđ og Íslendinga.

Sir John var ađalritari (Secretary General) European Blind Union (EBU) frá  1994 -1996 og forseti frá 1996-2003.  Sem slíkur ţá var hann jafnfram einn af forustumönnum WBU ţann tíma. Eftir ađ hann lét af forustustörfum hjá EBU ţá hélt hann áfram ađ vera virkur á vettvangi WBU, og ţá sérstaklega í málum sem snéru ađ samskiptum viđ Alţjóđlegu póstsamtökin (Universal Postal Union), ásamt ţví ađ sinna ýmsum öđrum málefnum.

Sir John var jafnframt formađur RNIB (Royal National Institute of Blind People) frá 1990 til 2000. Áriđ 1990 var Sir John skipađur Deputy Master í hćstarétti Englands og Wales, nokkuđ sem er mikil virđingarstađa og til vitnis um framúrskarandi hćfni hans sem lögmanns. Sir John hafđi mikil áhrif á málefni sem tengjast blindu og sjónskerđingu og stöđu blindra og sjónskertra einstaklinga í samfélaginu.  

Eitt af seinustu verkum hans fyrir WBU var umsjón sem 25 ára afmćlisbók WBU: "Ađ breyta ţví hvađ ţađ ţýđir ađ vera blindur - Litiđ til baka á fyrstu 25 ár WBU" (Changing What it Means to Be Blind - Reflections on the First 25 Years of the World Blind Union). Ţessu verki lauk hann s.l. sumar og var bókin kynnt og afhent á 7unda ţingi WBU í Sviss síđast liđiđ sumar. Bókin er tilhlýđilegur minnisvarđi um hiđ mikilvćga starf sem Sir John vann fyrir WBU yfir margra ára tímabil. Blindir og sjónskertra um allan heim horfa nú á eftir einum af sínum öflugustu baráttumönnum fyrir jöfnum tćkifćrum og réttindum í samfélaginu.

Sir Johns verđur sárt saknađ af fjölmörgum vinum og félögum sem hann eignađist um allan heim og ţar af voru ţó nokkrir hér á landi.

Hér má sjá minngarorđ um Sir John á síđu RNIB
http://www.rnib.org.uk/xpedio/groups/public/documents/publicwebsite/public_sirjohnwall.hcsp

Hér má lesa frásögn Sir John um lögfrćđiferil sinn
http://juniorlawyers.lawsociety.org.uk/node/137

Grein eftir Sir John Wall "The rights og blind people"
http://www.pubmedcentral.nih.gov/articlerender.fcgi?artid=1705870


Tveir sjónskertir stúdentar fá styrk úr Ţórsteinssjóđi

Í gćr, 3 desember, hlutu tveir sjónskertir nemendur viđ Háskóla Íslands styrk úr Ţórsteinssjóđi en styrkurinn er ćtlađur blindum og sjónskertum nemendum viđ Háskólann.
Hvor styrkhafi hlaut 500 ţúsund krónur. Styrkurinn var afhentur á Háskólatorgi á alţjóđadegi fatlađra en ţetta er í annađ sinn sem  úthlutađ er úr sjóđnum.

Jón Torfi Jónasson, forseti Menntavísindasviđs, afhenti styrkina viđ hátíđlega athöfn en ţau Páll Ţór Sigurjónsson og Sigríđur Björnsdóttir hlutu styrkinn í ár. Páll Ţór stundar BA-nám í kínverskum frćđum og Sigríđur BA-nám í norsku.  Bćđi leggja ţau stund á nám viđ deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda sem tilheyrir Hugvísindasviđi Háskóla Íslands.

Ţórsteinssjóđur var stofnađur af Blindravinafélagi Íslands 6. desember 2006 og er til minningar um Ţórstein Bjarnason, stofnanda Blindravinafélags Íslands.
Megintilgangur sjóđsins er ađ styrkja blinda og sjónskerta til náms viđ Háskóla Íslands. Hlutverk og tilgangur Ţórsteinssjóđs helgast af ćviverki Ţórsteins, sem fćddist 3. desember áriđ 1900. Hann stofnađi Blindravinafélag Íslands ţann 24. janúar 1932 og var ţađ fyrsti vísir ađ félagi til stuđnings fötluđu fólki á Ísland. Ţórsteinn helgađi líf sitt blindum og sjónskertum á Íslandi á tuttugustu öld án ţess ađ taka nokkru sinni laun fyrir og lagđi hann félaginu til fé úr eigin vasa.

Tekiđ af heimasíđu Háskóla Íslands.

Fréttina ásamt mynd má sjá hér


Neikvćđ gildishleđsla "blindu" eykst

Ţađ hefur vakiđ eftirtekt mína í umrćđum ađ undanförnu, hvers margir hafa notađ hugtakiđ blindur, til ađ varpa ljósi á vanhćfni ráđamann í ţví efnahagslega gerningarveđri sem hér ríkir. Nú seinast sá Steingrímu J. Sigfússon ástćđu til ađ biđjast afsökunar á ţví ađ hafa í viđtali viđ Visir.is líkt stjórnvöldum viđ ađ vera blind og heyrarlaus ţegar hann gagnrýndi ţau fyrir ađ ađ hlusta ekki á kröfuna um kosningar.

Hugtakiđ blinda virđist í augum margra vera hlađiđ mjög neikvćđum gildum, og ef eitthvađ er ţá eykst sú hleđsla ţessa dagana, vegna ţess orđfćris sem margir nota í umrćđunni.

Hvađa áhrif er líklegt ađ ţađ hafi á mat samfélagsins, á fćrni og hćfni blindra einstaklinga, ađ hugtakiđ blinda er ţessa dagana yfirleitt sett í samhengi viđ mjög neikvćđa hegđun eđa eiginleika?

Ţađ er rétt ađ hafa ţađ í huga ađ ţađ eru oft litlar ţúfur sem velta ţungum hlössum.


Second Sight útvíkkar alţjóđlega klíniskar prófanir á rafeindasjónarbúnađinum Argus II

Fyrsta ígrćđsla  rafeindasjónar í ţeim tilgagni ađ endurheimta áđur glatađa sjón ađ hluta.

Second Sight® Medical Products, Inc., sem er leiđandi fyrirtćki í ţróun  á rafeindasjón fyrir blinda, hefur tilkynnt ađ ţađ ćtli ađ auka viđ fjölda ţeirra einstaklinga sem taka ţátt í prófunum á ArgusTM II, rafeindasjónbúnađinum, í tilraunarstöđvum fyrirtćkisins í Evrópu.

Ţriggja ára árćđanleika prófun á búnađinum er nú komin vel á veg í bćđi Bandaríkjunum, Evrópu og Mexíkó. Í ţeim prófunum er fólk sem hefur orđiđ alveg blint vegna  RP, sem er erfđa sjúkdómur sem veldur blindu.

„Viđ eru virkilega ánćgđ međ ţá útkomu sem viđ höfum séđ hjá ţeim 17 einstaklingum sem hafa tekiđ ţátt í prófununum til ţessa," er haft eftir Robert Greenberg, MD, PhD, forseta og CEO hjá Second Sight. „ Nú munum viđ útvíkka prófanirnar í ţeim tilgangi ađ bćta og auka viđ upplýsingagrunninn, styrkja enn frekar árćđanleika ađferđarfrćđinnar og hefja ţađ ferli ađ fá leyfi til markađssetningar.

Rafeindasjón (Retinal Prostheses) er á ţessu stigi eina ađferđarfrćđin sem er í ţróun sem miđar ađ ţví ađ fćra aftur einhverja sjón til ţeirra sem hafa misst alla sjón af sökum hrörnunar í ytri sjónhimnu, eins og t.d. af völdum langt gengins RP (Retinis Pigmentosa). Ţađ var snemma árs 2002 sem Second Sight stóđ fyrir fyrstu klínísku prófununum til ađ stađfesta ađ ađferđarfrćđin sem Argus byggir á gengi upp. Ţćr prófanir fóru fram á  Doheny Eye Institute viđ Háskólann í Suđur Kaliforníu (USC) í Los Angeles. Í ţeim prófunum fólst ađ sex sjálfbođaliđar sem voru blindir af völdum RP fengu Argus I ígrćđslu, nokkrir ţeirra notuđu búnađinn aukalegaí nokkrar klukkustundir á dag heima viđ.

Argus II sem er nýrri útgáfa og er nú í klínískri prófun, er önnur kynslóđ rafeindasjónar og inniheldur 60 rafeindaörflögu grind, sem er međ skurđađgerđ komiđ fyrir á sjónhimnunni. Rafeindaörflögurnar fá upplýsingar frá video myndavél, sem er komiđ fyrir á gleraugum, sem síđan berast til sjóntaugarinnar og ţađan til heilans. Rafeindaörflögugrindin er hönnuđ međ ţađ í huga ađ hún geti enst alla ćvi en jafnframt er auđvelt ađ fjarlćgja hana ef ţess gerist ţörf..

Frumniđurstöđur úr árćđanleikaprófun á Argus II búnađinum var kynnt í október 2008 viđ American Society of Retinal Specialists (ASRS) í Hawaii. Ađ sögn Mark Humayun, MD, PhD, Professor í Augnlćkningum viđ Doheny Eye Institute at USC, ţá komu ekki upp neinar bilanir í búnađi og fá alvarleg höfnunar tilvik komu fram hjá ţeim 17 ţátttakendum sem höfđu veriđ ţátttakendur í tilrauninni, ađ međaltali í 14 mánuđi. Í alvarlegustu tilvikunum ţurfti ađ fjarlćgja Argus II búnađinn, og var ţađ gert án vandrćđa eđa skađa fyrir viđkomandi einstakling. Til viđbótar ţá kom fram hjá Dr. Greenberg ađ fyrstu 11 sjálfbođaliđarnir í prófuninni hefđu sýnt aukna ferlifćrni og eins aukna fćrni viđ ađ stađsetja sig í rýmum. Notkun Argus II búnađarins gerđi ţeim kleyft ađ finna dyr í 20 feta (6 - 7 m) fjarlćgđ og labba ađ enda á 20 feta línu sem teiknuđ var í gólfiđ. 

Ţađ eru ţrjár evrópskar stofnanir sem taka ţátt í áreiđanleika prófununum, ţađ eru:  Service d'Ophtalmologie, Hôpital Cantonal Universitaire de Genčve in Geneva, Le Centre Hospitalier National d'Ophtalmologie des Quinze-Vingts in Paris, og Moorfields Eye Hospital in London. Second Sight mun halda áfram ađ vinna međ einstaklinga hjá ţessum stofnunum og í athugun er ađ bćta fleiri samstarfsađilum viđ í Evrópu. Ađ auki ţá hafa frekari endurbćtur veriđ gerđar á Argus II búnađinum sem ćtlađ er ađ auka virkni hans.

„Ţessar fyrstu niđurstöđur fćra međ sér ný og áđur óţekkt fyrriheit fyrir blinda einstaklinga sem og lćkna og vísindamenn sem hafa  tćkifćri til ađ taka ţátt í ţeirri frumkvöđla tilraun sem hér er á ferđinni", sagđi Jose-Alain Sahel, MD, (Principal Investigator and Chairman, Department of Ophthalmology, Centre Hospitalier National d'Ophtalmologie des Quinze-Vingts, Paris).  „Viđ höfum fengiđ öfluga hvatningu til ađ halda áfram og útvíkka ađgerđir okkar til ađ prófa enn frekar ţessa nýju tćkni"

Fjórar leiđandi augnlćknamiđstöđvar í Bandaríkjunum hafa tekiđ ţátt í verkefninu fram til dagsins í dag ţađ eru: Doheny Eye Institute viđ Háskólann í Suđur Kaliforníu (USC) í  Los Angeles, CA, Wilmer Eye Institute viđ Johns Hopkins Háskólann í Baltimore, MD, Háskóli Kaloforníu í San Francisco og Retina Foundation of the Southwest in Dallas, Texas.

Second Sight er núna í ţví ferli ađ afla leyfa frá Bandaríska lyfjaeftirlitinu (US Food and Drug Administration) til ađ útvíkka prófanirnar enn frekar. Verkefniđ er jafnframt í gangi hjá Centro de Retina Medica y Quirurgica, SC, Centro Medico Puerta de Hierro, CUCS and Universidad de Guadalajara in Guadalajara, Mexico.

Retina International, ásamt ađildarfélögum í yfir 40 löndum, eru virkilega spennt yfir ţví ađ ţessar framsćknu tilraunir séu komnar á svona spennandi stig, ţćr fćra međ sér von til ţúsunda einstaklinga  sem eru međ sjónhimnu sjúkdóma sem eru langt gengnir" segir Christina Fasser, forseti Retina International og CEO Retina Switzerland. Svipađar yfirlýsingar hafa borist frá Bresku Retinitis Pigmentosa Samtökunum, Retina France, Fédération des Aveugles de France og Fondation Ophtalmologique Rothschild.

Ţú hefur veriđ ađ lesa lauslega endursögn á fréttatilkynningu frá bandaríska fyrirtćkinu Second Sight® Medical Products, Inc. Frekari upplýsingar og fyrirvarar sem settir eru, ásamt kynningu á Second Sight fyrirtćkinu er ađ finna í enskri útgáfu fréttatilkynningarinnar sem nálgast má í međfylgjandi PDF skrá.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband