Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Alexander Hrafnkelsson fékk leiðsöguhund frá Blindrafélaginu - Viðtal úr Skessuhorni

 Hundurinn mun leysa hestinn af
"Mér líst mjög vel á hundinn þótt ekki sé komin nein reynsla að ráði á hann sem leiðsöguhund hjá mér. Þetta er eins og að spyrja foreldri eftir klukkustund hvernig það sé að vera foreldri," segir Hólmarinn Alexander Hrafnkelsson í gamansömum tón þegar hann er inntur eftir því hvernig honum lítist á leiðsöguhundinn Exo sem hann fékk afhentan frá Blindrafélaginu fyrir skemmstu. Alexander, betur þekktur sem Alli, var þá einn af fjórum blindum og sjónskertum Íslendingum sem fengu sérþjálfaða norska labrador hunda, en þetta er í fyrsta skipti sem slíkir hundar eru afhentir hér á landi.

Hrörnunarsjúkdómur leiddi til blindu
Alli er bæði fæddur og uppalinn í Stykkishólmi en flutti til Reykjavíkur 22 ára gamall þegar í ljós kom að hann var með hrörnunarsjúkdóm sem leiðir til blindu. Hann bjó einnig í Borgarnesi um tveggja ára skeið en eiginkona hans, Ólöf Guðmundsdóttir, er þaðan. Undanfarin ár hafa þau hjón búið í Mosfellsbæ ásamt tveimur börnum sínum. Þar stundar Alli hestatamningar af miklum móð en hann er með um 35 hross á sínum snærum og hefur selt hesta bæði til innlendra og erlendra aðila. "Við fluttum í Mosfellsbæ eftir að hafa fest þar kaup á upplýstri reiðskemmu. Ég er enn með sjónleifar í dagsbirtu og get því tamið inni í skemmunni þótt dimmi úti," segir Alli sem lætur hindranir á vegi sínum greinilega ekki stöðva sig. "Það þýðir ekkert að setjast bara niður og fara að gráta."

Hundurinn mun leysa hestinn af_1

Hann segir að hundurinn Exo muni einmitt gagnast honum mest þegar dagsbirtu þrýtur. "Þá verð ég alveg blindur. Sjúkdómurinn byrjar þannig að ljósop augans hættir að virka. Svo missti ég hliðarsjón og er með það sem kallað er kíkissjón." Alli segir að þótt undarlegt megi virðast eigi hann auðveldara með að sitja hest en að ganga. "Þegar ég sit á hesti sér hann um að varast það sem fyrir framan er. Þess vegna má segja að hundurinn muni leysa hestinn af þegar ég er á gangi."

Hæfur til að eiga hund
Leiðsöguhundar sem Exo fara í gegnum stífa þjálfun í heilt ár. Einungis þeir hundar sem hafa verið metnir sérstaklega hæfir til leiðsagnar blindra og sjónskertra fara í slíka þjálfun. Eigendur þeirra þurftu hins vegar líka að fara í hæfismat. "Ég fór til Noregs í fyrrasumar ásamt öllum þeim sem sóttu um að fá hund. Þjálfararnir þurftu að kynna sér hvort fólk væri hæft til að fá hund, bæði félagslega og líkamlega."

Hver hundur er valinn sérstaklega fyrir væntanlegan notanda enda að mörgu að hyggja, til að mynda gönguhraða beggja. Þegar búið var að velja hundana hófst þjálfun þeirra og að henni lokinni voru þeir fluttir til Íslands. Eftir sóttkví hófst tveggja vikna stíf samþjálfun hunda og notenda í Nýjabæ í Flóa. Nú er tekin við jafnlöng þjálfun á heimaslóðum hvers notanda. Ef vel tekst til má ætla að hundurinn verði félagi og samstarfsaðili notanda síns í heilan áratug. "Nú erum við að læra gönguleiðir í kringum heimili mitt og vinnustað með þjálfaranum, til dæmis leiðina í hesthúsið," segir Alli.

Hundinum fylgir aukið sjálfstæði
Eitt það erfiðasta við sjónskerðinguna var missir sjálfstæðis að sögn Alla. "Ég þurfti að stilla líf mitt eftir sjónskerðingunni. Það er engin leið að gera sér grein fyrir því fyrirfram hvað missir sjálfstæðis er erfiður. Mér fannst til dæmis gríðarlega erfitt að þurfa að hætta að keyra. Að geta ekki skotist út í búð lengur eða gert annað sem öðrum þótti sjálfsagt. Hundurinn breytir miklu varðandi þetta, sérstaklega núna þegar daginn fer að stytta. Þá minnkar starfsgeta mín og ég get minna verið einn úti við."

En hvert er helsta hlutverk hundsins? "Hann leiðir mig á allri göngu, lærir þær leiðir sem ég er vanur að fara, þekkir gangbrautir og stöðvar við gangstéttarbrúnir og gatnamót. Svo getur hann til dæmis fundið hluti sem ég missi og finn ekki aftur; húfu, vettlinga, peningaveski, lykla eða farsíma. Á göngu leiðir hann mig framhjá hættum á borð við bíla, staura og fólk. Það eina sem ég þarf að gera er að gefa skipanir á borð við "hægri" og "vinstri"." Alli hlær þegar hann er inntur eftir því hvort tungumálaörðugleikar hafi gert vart við sig milli þeirra félaga. "Það er nú það. Þeir skilja ekki stikkorðin nema á norsku. Mörg orðin eru þó lík og maður var orðinn ágætur í þessu eftir nokkra daga. Svo breytum við félagarnir orðunum smátt og smátt yfir á íslensku."

sók


Einhverfur drengur skilinn eftir einn - Dæmi af þeirri ferðaþjónustu sem fatlaðir þurfa að búa við

Í gær birtist frétt í Fréttablaðinu af hremmingum fjögurra ára einhverfs drengs sem þarf að nýta sér Ferðaþjónustu fatlaðra. Fréttin fylgir hér á eftir

"Fjögurra ára drengur hefur í tvígang verið skilinn eftir í reiðileysi fjarri áfangastað sínum af Ferðaþjónustu fatlaðra. Faðir drengsins segir mildi að ekki hafi farið verr. Komið sé fram við son sinn eins og dauðan hlut en ekki lítið barn. 

Steingrímur Páll Viderö, fjögurra ára þroskahamlaður og einhverfur drengur úr Mosfellsbæ, hefur í tvígang verið skilinn eftir einn og yfirgefinn af starfsmönnum Ferðaþjónustu fatlaðra. Steingrímur getur ekkert tjáð sig. Martin Viderö, faðir Steingríms, segir mildi að ekki hafi farið illa.

Martin segir sárt að vita til þess að sonur sinn sé skilinn eftir á stöðum fjarri þeim áfangastað sem hann átti að vera sendur á fyrir það fyrsta og þess ekki gætt að hann komist í réttar hendur. Það sé ólíðandi meðferð, sérstaklega þegar börn eiga í hlut.

"Það gengur ekki að barnið okkar sé ítrekað skilið eftir einhvers staðar niðri í bæ, eitt og yfirgefið, því starfsmennirnir hafa ekki fyrir því að finna leikskólann hans," segir Martin. Í stað þess að leita betur fóru starfsmenn ferðaþjónustunnar tvívegis með drenginn í Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á Háaleitisbraut. Í annað skiptið var honum fylgt inn en bílstjórinn gat ekki sagt starfsfólki Styrktarfélagsins hvað drengurinn héti. Slík vinnubrögð segir Martin lýsa miklu fálæti í garð lítils barns.

Seinna skiptið hafi þó verið mun alvarlegra en þá skildi bílstjórinn Steingrím eftir í anddyri Styrktarfélagsins. "Hann getur ekkert tjáð sig en þykir spennandi að fara út og skoða. Hann hefði ekki þurft að hafa mikið fyrir því að ganga út um sjálfvirku dyrnar sem þarna eru. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvað hefði getað gerst," segir Martin. Sem betur fer veitti starfsfólk Styrktarfélagsins drengnum athygli og sá til þess að hann kæmist í réttar hendur.

Martin og Júlíana Steingrímsdóttir, móðir drengsins, furða sig einnig á að hann sé látinn sitja í framsæti bíla ferðaþjónustunnar. "Ég hélt að lög í landinu bönnuðu slíkt," segir Martin. Hann segir að starfsmenn hafi tjáð honum að stundum væri fullorðið fólk meðal farþega sem gæti reynst barninu hættulegt og því mætti hann ekki sitja aftur í. Ekki hafi komið til greina að sækja Steingrím á öðrum bíl.

Unnur Erla Þóroddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Mosfellsbæ, segir athugasemdir sem þessar litnar alvarlegum augum og reynt yrði að finna lausn á málinu. Hún benti á að Mosfellsbær væri með samning við Ferðaþjónustu fatlaðra og Gunnar Torfason svaraði fyrir það fyrirtæki. Hann vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband.
karen@frettabladid.is"

Því miður er það svo að Ferðaþjónusta fatlaðra virðist vera þjónusta sem skipulögð er út frá þörfum þeirra sem veita þjónustuna frekar en þeirra sem nýta sér hana. Dæmi er um að þeir sem þurfa að nota þessa þjónustu þurfi að sætta sig við að vera keyrðir á sinn áfangastað allt að 2 klst fyrr en þeim er ætlað að mæta, vegna þess að það hentar þeim rúnti sem bílinn fer þann daginn. Ef notendur þessara þjónustu þurfa að bregða sér eitthvað, er eins gott að þeir ákveði það deginum áður, því það er sá fyrirvari sem þarf að hafa á því að fá akstursþjónustu frá Ferðaþjónustu fatlaðra. Þetta er fyrirkomulag sem er ekki ásættanlegt því það tryggir fötluðum ekki það ferðafrelsi sem þeir eiga rétt á.

Ég mun síðar fjalla meira um ferðaþjónustumál fatlaðra og þá sérstaklega blindra og sjónskertra. 


Óvandaður fréttafluttningur sjónvarpsins af leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga

Neðangreint bréf sendi ég til fréttastjóra RUV, Óðins Jónssonar, og fyrrverandi fréttastjóra Ríkissjónvarpsins, Elínar Hirst,  vegna fréttaflutnings sjónvarpsins af leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta. Þessi fréttaflutningur er að mínu mati dæmi um óvönduð vinnubrögð.

Fréttina má sjá með því að smella hér.

"Sunnudaginn 14 september var flutt frétt í Ríkissjónvarpinu af leiðsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga. Í tilefni fréttaflutningsins vil ég koma eftirfarandi athugasemdum og leiðréttingum á framfæri.

1. Í fréttinni er talað um að hundurinn Erró, sem Friðgeir Jóhannesson var með þar til í vor, hafi drepist. Þó þetta orðalag sé oft notað í íslensku um dýr, þá hefur það frekar átt við um húsdýr og búfénað en dýr sem menn hafa haft sem félaga og vini í um heilan áratug. Orðalagið er að mínu mati ónærgætið og þá sérstaklega þegar haft er í huga að Erró var svæfður vegna alvarlegs sjúkdóms sem hann gekk með.

2. Í fréttinni talar fréttamaður, sem tekur viðtölin, um blindrahunda og eins er það hugtak notað í þýðingatexta. Blindrafélagið hefur í öllu sínu kynningarefni lagt áherslu á að hugtakið "leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta sé notað" og óskar eftir samstarfi við fjölmiðla og aðra um að það verði gert. Það hugtak var notað í lestri fréttaþular við kynningu á fréttinni.

3. Í lok fréttarinnar er sagt að þjálfuninni sé nú lokið og hundarnir komnir til eigenda sinna. Hið rétta er að þegar fréttin er sögð er eingöngu lokið 2 vikum af 4 í samþjálfun leiðsöguhunds og notenda. Eingöngu þeim þætti þjálfunarinnar sem fram fór að Nýjabæ var lokið á þessum tímapunkti. Tveggja vikna þjálfun í daglegu umhverfi notendanna stendur nú yfir.
Leiðsöguhundarnir eru eign Blindrafélagsins og lánaðir notendum sínum. Gengið frá sérstöku samkomulagi á milli aðila þar um.
Þessi atriði komu rækilega fram þegar hundarnir voru formlega afhentir notendum sínum við hátíðlega athöfn föstudaginn 12 september, en þar var Ríkissjónvarpið viðstatt, þó það hafi kosið að gera þeim viðburði ekki skil í fréttinni.

Virðingarfyllst, "


Fjórir leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta afhentir notendum sínum.

Í dag, föstudaginn 12. september voru 4 leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskera einstaklinga afhentir notendum sínum við hátíðlega athöfn í húsakynnum Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17.

Auk mín fluttu fluttu ávörp Guðlaugur Þórðarson Heilbrigðisráðherra, Daníel G. Björnsson fjölumdæmisstjóro Lions og Helena Björnsdóttir, íslenskur leiðsöguhundanotandi búsett í Noregi. Þessir aðilar afhentu einnig hundana til notenda sinna, Þeirra Alexanders Hrafnkelssonar sem fékk hundinn Exo, Friðgeirs Jóhanessonar sem fékk hundinn Exit, Guðlaugar Erlendsdóttur sem fékk hundinn Elan og Lilju Sveinsdóttur sem fékk hundinn Asitu. 

CIMG3333

Hundarnir hafa verið þjálfaðir í hundaskóla norsku blindrasamtakanna og hefur þjálfun þeirra tekið u.þ.b. eitt ár.

Þann 8. maí 2007 undirritaði þáverandi heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra, Siv Friðleifsdóttir, samkomulag við Blindrafélagið um styrk til að kaupa og þjálfa fimm leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta en upphæð styrksins átti að dekka kaupverð hundanna í Noregi og þjálfunarkostnað þeirra þar.

Strax var hafinn undirbúningur verkefnisins og í júní 2007 fór 6 manna hópur blindra og sjónskertra til Noregs og tók þátt í undirbúningsnámskeiði þar sem 4 þeirra voru valdir hæfir og tilbúnir til að taka við leiðsöguhundi, en hver hundur er valinn sérstaklega fyrir væntanlegan notanda þar sem taka þarf tillit til gönguhraða beggja auk ýmissa annarra þátta. Þegar búið var að velja hundanna fyrir væntanlega notendur hófst eiginleg þjálfun þeirra og síðan voru þeir fluttir til Íslands í lok júlí s.l. þar sem 4 vikna dvöl í sóttkví tók við. Í lok ágúst losnuðu hundarnir úr sóttkvínni og hófst þá tveggja vikna stíf samþjálfun hundanna og notenda þeirra. Samþjálfunin fór fram að Nýjabæ í Flóa og dvöldu notendurnir þar allan þjálfunartímann.  Samþjálfuninni  stjórnuðu tveir þjálfarar frá norska hundaskólanum og nutu þeir aðstoðar tveggja íslenskra þjálfara.

Í dag er mikil gleðistund í lífi leiðsöguhundanotendanna, þegar þeir taka formlega við hundum sínum, en ef vel tekst til, má ætla að hundurinn verði félagi og samstarfsaðili notanda síns næstu 10 árin.

Þjálfun á hverjum leiðsöguhundi fyrir blinda og sjónskerta kostar alls um 5 - 6 milljónir króna og því er verkefni sem þetta nánast ókleift án aðkomu hins opinbera. Markmiðið hlýtur að vera að leiðsöguhundar verði flokkaðir sem hjálpartæki og lítur Blindrafélagið á samkomulagið við Heilbrigðisráðuneytið sem fyrsta skrefið á þeirri braut. Auk Heilbrigðisráðuneytisins hefur Lionshreyfingin á Íslandi lagt þessu verkefni öflugt lið en tekjur af sölu Rauðu fjaðrarinnar í vor, alls 12,5 milljónir króna, runnu til þessa verkefnis. Þess vegna hefur verið ákveðið að fá til landsins tvo hunda til viðbótar sem munu koma á næsta ári, en fjórir einstaklingar hafa lýst áhuga sínum að fá þá hunda.

Blindrafélagið vill hvetja fólk til að sýna leiðsöguhundunum og notendum þeirra skilning og tillitssemi á ferðum þeirra og minnir á að leiðsöguhundar eru ekki gæludýr heldur nauðsynlegt hjálpartæki.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyþór nær frábærum árangri

Eyþór Þrastarson varð í dag 8. í 400 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í Peking. Hann stórbætti árangur sinn í undanrásum og komst óvænt í úrslitasundið.

Frétt fengin af: http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item225579/

Ástæða er til að óska Eyþóri Þrastarsyni til hamingju með þennan glæsilega árangur. Með þessu hefur Eyþór stimplað sig inn með þeim bestu í heiminum, í sínum flokki í 400 metra skriðsundi. Eyþór hefur stórbætt sinn best árangur frá því fyrir leikanna, og fram á meira er ekki hægt að fara. Vonandi verður þessi árangur til að hvetja hann enn frekar til dáða.


Eyþór í úrsli í Peking

Eyþór Þrastarson stórbætti árangur sinn og komst í úrslit í 400 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í Peking í nótt. Eyþór sem keppir í flokki blindra synti á 5 mínútum og 11,54 sekúndum. Hann varð í 5.sæti í sínum riðli og í 8.sæti alls og komst í úrslitasundið sem fer fram rétt fyrir klukkan 11 í dag. Eyþór bætti persónulegt met sitt um rúmar 13 sekúndur.

Þetta er stórglæsiegur árangur og spennandi verður að fylgjast með hvernig Eyþóri mun ganga í úrslitasundinu.

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item225579/


Byltingakenndar tilraunir á sjúklingum á sviði augnvísinda fá grænt ljós

Bandaríska fyrirtækið Neurotech hefur fengið leyfi bandarískra yfirvalda (FDA) fyrir byltingakenndum tilraunir á sjúklingum til meðferðar á RP og ellihrörnun í augnbotnum (Dry AMD). Ellihrörnun í augnbotnum er algengasta örsök blindu á Íslandi og í hinum vestræna heimi. Meðferðarúrræði gagnvart RP hafa ekki verið til staðar og mjög takmörkuð gagnvart AMD. Vonast er eftir því að fyrstu niðurstöður þessara tilraun líti dagsins ljós næsta vor.

Í grein sem ég skrifaði á bloggsíðuna mína í júlí s.l. gerði ég í stuttu máli grein fyrir þessum tilraunum. Sjá hér

Hér fer fréttatilkynning frá Neurotech

Neurotech Granted Fast Track Designations from the FDA for NT-501 in Two Indications?Retinitis Pigmentosa and Dry Age-Related Macular Degeneration

Lincoln, RI (September 3, 2008) - Neurotech Pharmaceuticals, Inc., a privately-held biotechnology company focused on the development of sight-saving therapeutics for chronic retinal diseases, announced today that the U.S. Food and Drug Administration (FDA) has granted Fast Track designations for NT-501 for the treatment of visual loss in two indications? retinitis pigmentosa (RP) and the dry form of age-related macular degeneration (dry AMD). NT-501 is an intraocular, cell containing polymer implant designed to provide continuous, long-term release of the therapeutic protein Ciliary Neurotrophic Factor (CNTF) directly into the back of the eye by means of the Company's proprietary Encapsulated Cell Technology. CNTF, a well established neurotrophic factor, rescues dying retinal photoreceptors and protects them from degeneration.

"We remain on track to announce top line results from our two Phase 2/3 studies in RP and our Phase 2 study in dry AMD by early 2009," said Ted Danse, President and CEO of Neurotech. "The receipt of Fast Track designations for NT-501 in these indications is an important component in our ongoing product development strategy, allowing us to potentially accelerate our two clinical development programs as we seek to provide much needed treatment options for patients facing these devastating diseases."

The Fast Track program, established under the FDA Modernization Act of 1997, provides for expedited regulatory review of a drug that demonstrates the potential to address an unmet medical need for the treatment of serious or life-threatening conditions. Under the program, the FDA will take such actions as are appropriate to expedite the development and review of the application for approval of such product, including potentially accepting, on a rolling basis, portions of the marketing application for review prior to the completion of the final registration package.

About Neurotech's Clinical Programs

Phase 2/3 Studies in Retinitis Pigmentosa (RP)
Neurotech is conducting two Phase 2/3 trials of NT-501 for the treatment of visual loss associated with RP-one consisting of patients with earlier stage disease (60 patients) and the second consisting of patients with later stage disease (60 patients). Both trials are randomized, multi-centered, double-masked, sham-controlled dose ranging studies. Each patient receives either a high or low dose NT-501 implant in one eye an  a sham treatment in the fellow eye. The primary efficacy endpoint is visual field sensitivity for the early-stage RP study and best corrected visual acuity for the late-stage RP study.

Phase 2 Study - Dry Age-related Macular Degeneration (Dry AMD)
This randomized, multi-centered, double-masked, sham-controlled study is evaluating NT-501 in 48 subjects with an advanced stage of dry AMD called geographic atrophy. Each subject receives either a high or low dose NT-501 implant or a sham treatment in one eye only. Best corrected visual acuity is the primary efficacy endpoint of this study.

About the Diseases
Retinitis Pigmentosa (RP) is an inherited disease that causes the retina's rod and cone photoreceptors to gradually degenerate leading to loss of vision and blindness. The symptoms of RP predominately appear in young adults and affect approximately 100,000 people in the United States and over 1 million people worldwide. At this time there is no known cure or effective treatment for RP.

Age-related macular degeneration (AMD) is a chronic progressive disease of the macula that results in the loss of central vision. It is the leading cause of blindness in elderly people in the developed world. There are two forms of AMD?dry and wet. Dry AMD is the most common form of AMD representing approximately 90% of all AMD cases. In its later stages dry AMD can lead to the degeneration of photoreceptors and retinal pigment epithelial cells, a chronic condition called geographic atrophy (GA). GA affects approximately 1 million people in the United States for which there currently are no effective treatments.

About Encapsulated Cell Technology
Neurotech's core technology platform is Encapsulated Cell Technology (ECT), a unique technology that allows for the long term, sustained delivery of therapeutic factors to the back of the eye. ECT implants consist of cells that have been genetically modified to produce a specific therapeutic protein and are encapsulated in a semi-permeable hollow fiber membrane. The diffusive characteristics of the hollow fiber membrane are designed to promote long-term cell survival by allowing the influx of oxygen and nutrients while simultaneously preventing direct contact of the encapsulated cells with the cellular and molecular elements of the immune system. The cells continuously produce the therapeutic protein which diffuses out of the implant at the target site. ECT therefore enables the controlled, continuous delivery of therapeutic factors directly to the retina, bypassing the blood-retina barrier.

About Neurotech Pharmaceuticals, Inc.
Neurotech is developing sight-saving therapeutics for the treatment of chronic retinal diseases. The Company's lead product candidate, NT-501, is currently in late-stage clinical development for retinitis pigmentosa (RP) and dry age-related macular degeneration (dry AMD). RP is the leading inherited cause of blindness for which there is no current treatment. The Company's portfolio of product candidates also includes treatments for wet AMD and diabetic macular edema. All of Neurotech's development programs are based on the Company's proprietary Encapsulated Cell Technology (ECT). ECT uniquely enables the controlled, continuous delivery of biologics directly to the back of the eye, overcoming a major obstacle in the treatment of retinal disease.

MEDIA CONTACT:
Rich Small
Vice President, CFO
Neurotech Pharmacuticals, Inc.
r.small@neurotechusa.com
http://neurotechusa.com/

 


Gleðiganga fatlaðra í Madrid

Þann 13 september næst komandi verður í annað skiptið efnt til Gleðigöngu fatlaðar (II Marcha por la visibilidad de la diversidad funcional) í Madrid. Fyrst var efnt til þessara göngu á síðast ári og i þá göngu mættu um 1000 einstaklingar, sem komu víða að. Hér má sjá myndband frá þeirri göngu. Myndbandshlekkur.

Fyrirmyndi er að sjálfsögðu fengin frá gleðigöngu samkynhneigðra, sem eins og allir vita hefur heppnast einstaklega vel hér á landi.

Markmiðið með göngunni er að auka á sýnileika fatlaðra og vekja athygli á mannréttindabaráttu þeirra.

Heimasíða göngunnar á spænsku er: http://www.marchadiversidadfuncional.org/

Aðilar eða samtök sem vilja senda stuðningsyfirlýsingu geta sent á: jromanac@diversocracia.org.   


Einar Stefánsson fær verðlaun á sviði augnrannsókna

Það er ástæða til að óska Einari Stefánssyni og samstarfsmönnum hans til hamingju með Jules Gonin verðlaunin sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur á sviði augnrannsókna. Þetta er enn eitt dæmið um þá framþróun sem á sér stað í  augnvísindum. Mér er ljúft að geta þess hér að Blindrafélagið hýsir hluta af þeim rannsóknum sem hér eiga í hlut í húsnæði sínu að Hamrahlíð 17. 
mbl.is Einar Stefánsson fær verðlaun á sviði augnlækninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónskert börn í fjórða bekk fá gefins fartölvur

Mánudaginn 1.september, afhenti sjóðurinn Blind börn á Íslandi, níu sjónskertum grunnskólabörnum fartölvur til notkunar við námið. Athöfnin fór fram í húsnæði Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17.    

Það voru konur í Thorvaldsenfélaginu sem seldu jólamerki félagsins um síðustu jól til styrktar blindum og sjónskertum börnum. Félagið afhenti sjóðnum eina milljón króna til kaupa á fartölvum fyrir blind og sjónskert grunnskólabörn og ákvað stjórn sjóðsins að styrkja sérstaklega verkefni á vegum kennsluráðgjafarinnar, sem mun verða hluti af nýrri þjónustu og þekkingarmiðstöð blindra og sjónskertra. Verkefnið er fólgið í því að tölvurnar verða allar útbúnar með stækkunarbúnaði sem auðveldar sjónskertum nemendum að halda í við jafnaldra sína og munu kennsluráðgjafar fylgjast með þessum hópi nemenda sérstaklega og kenna þeim á búnaðinn.

Sjóðurinn Blind Börn á Íslandi var stofnaður fyrir mörgum árum síðan af útvarpsmönnunum Gulla Helga og Jóni Axel. Þeir hófu sölu á efni tengdum útvarpsþætti sem þeir voru með og nutu til þess stuðnings fleiri aðila. Sjóðurinn hefur staðið fyrir úthlutunum og skemmtunum fyrir blind og sjónskert börn á undanförnum árum. 

Mikil ánægja ríkti meðal krakkanna, foreldra þeirra, Thorvaldsenkvenna og annarra sem stóðu að verkefninu. Ljóst má vera að þetta er verkefni sem vonandi mun hafa mikil og jákvæð áhrif á nám og leik þessara krakka.

Þessum viðburði voru gerð góð skil í fréttum Stöðvar2 og mér finnst ástæða til þess að hrósa dagskrágerðarfólki Stöðvar2 fyrir þann áhuga sem þeir hafa að undanförnu sýnt málefnum blindra og sjónskertra.

Thorvaldsenfélaginu og forsvarsmönnum sjóðsins Blind börn á Íslandi, eru eru færðar kærar þakkir fyrir framlagið.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband