Dæmdur til einangrunnar

Afstaða Mosfellsbæjar í þessu máli, og Kópavogsbæjar í sambærilegu máli, hefur þær afleiðingar að einstaklingar sem hafa fullt starfsþrek og vilja og getur til að verða virkir samfélagsþegnar er meinað um það. Afleiðingarnar verða óhjákvæmilega þær að viðkomandi einangrast félagslega og þurfa að vera á bótum í stað þess að vera samfélagslega virkir og afla sér sinna eigin tekna.

Þetta er í andstöðu við lög um málefni fatlaðra, Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og stjórnarskrá ´slenska lýpveldisins að mati lögmanns Blindrafélagsins, Páls Rúnars M. Kristjánssonar.

Það er athyglisvert að Reykjavíkurborg hefur birt tölur yfir þau ferðaþjónustuúrræði sem  borgin skaffar fötluðum íbúum sínum. Þær tölur sina að ferðaþjónista blindra, þar sem notast er við leigubíla, er hagkvæmasta ferðaþjónustuúrræði Reykjavíkurborgar fyrir fatlað fólk. Ferðir í ferðaþjónustu blindra eru fjórðungi ódýrari en ferðir í ferðaþjónustu fatlaðra, sem er samskonar ferðaþjónusta og Kópavogsbær og Mosfellsbær bjóða uppá.

Það er því með öllu óskiljanlegt af hverju þessi tvö sveitarfélög hafa alfarið hafnað því að skoða þann valkost sem er ódýrari, býður upp á hærra þjónustustig, er sveigjanlegri og auðvelt er að sníða að persónulegum þörfum hvers. Og það sem er kannski mikilvægast, uppfyllir skilyrði laga og mennre´ttindasáttmála.


mbl.is Stefnir Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er séríslenskt fyrirbrigði að ríkið og sveitarfélög níðist á fötluðum, öldruðum, öryrkjum og öðrum sem eiga undir högg að sækja í þjóðfélaginu. Það segir allt sem segja þarf um hálaunahyskið í stjórnunarstöðunum.

corvus corax, 10.8.2011 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband