Ungt, blint og sjónskert fólk Samfélag, sjálf og skóli

Blindrafélagið, í samstarfi við Háskólaútgáfuna og með stuðningi Blindravinafélagsins, hefur gefið út á bók meistararitgerð Helgu Einarsdóttur í fötlunarfræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin ber nafnið: Ungt, blint og sjónskert fólk. Samfélag, sjálf og skóli. Í kynningu á bókarkápu segir
„Hvernig tekst ungt blint og sjónskert fólk á við daglegt líf  í samfélagi sem gerir ráð fyrir að allir hafi fulla sjón? Í þessari bók er kynnt fyrsta íslenska rannsóknin sem leitar svara við þeirri spurningu. Bókin byggist á rannsókn Helgu Einarsdóttur með blindu og sjónskertu fólki á aldrinum 16 – 26 ára á því að vera „öðruvísi“ í íslensku samfélagi. Bókin veitir einstaka innsýn í veröld þeirra. Í umfjöllun sinni samþættir Helga persónulega, faglega og fræðilega þekkingu, innblásin af baráttuanda fyrir jafnrétti, mannréttindum og samfélagsþátttöku blinds og sjónskerts fólks.“
Bókin er fáanleg í bókabúðum og einnig er hún til sölu á skrifstofu Blindrafélagsins. Hljóðbók fylgir hverju seldu eintaki. Bókin er einnig fáanleg á blindraletri sem og á stækkuðu letri.  

Eftir að hafa lesið bókina, er ég þeirrar skoðunar að allir þeir sem starfa að málefnum sem snerta blinda eða sjónskerta einstaklinga, verði að lesa þessa bók. Að mínu viti er hér um tímamótarit að ræða sem er málefnum blindra og sjónskertra einstaklinga virkilega dýrmætt. 

Helga Einarsdóttir varð bráðkvödd síðast liðið sumar rétt fyrri 43 ára afmælisdag sinn og hafði þá nánast lokið við að skrifa ritgerðina. Hér má sjá minningargrein sem ég skrifaði um Helgu.

 

Halldór Rafnar kvaddur

Fimmtudaginn 7 maí, var Halldór Rafnar borinn til grafar, en hann lést að morgni 1 maí. Hér að neðan fara minnigarorð og kveðja frá Blindrafélaginu sem Gísli Helgason ritaði, en hann þekkti Halldór Rafnar vel. Halldór var formaður og framkvæmdastjóri Blindrafélagsins um árabil. 

 

Hér má jafnframt hlusta á viðtal sem Gísli Helgason tók við Halldór Rafnar árið 1976 og nefnist.: Hvernig bregðast menn við sem missa sjón.

 

Kveðja frá Blindrafélaginu 

 

Þegar Halldór Rafnar kom fyrst á fund hjá Blindrafélaginu í febrúar 1975 var honum tekið með eftirvæntingu. Hann missti sjónina rúmu ári áður og var nú að takast á við lífið sem alblindur maður. Eftir þetta fór hann að láta til sín taka í félaginu. Hann dreif sig í 10 vikna endurhæfingu til Torquy í Bretlandi fyrstur blindra manna og kom þaðan gjörbreyttur maður. Fullur af lífskrafti, stálvilja og jákvæðni. Fljótlega var hann kjörinn í stjórn Blindrafélagsins. Varð formaður þess árið 1978 til 1986. Með komu Halldórs opnaðist félagið mjög og almenningur vissi meir um þennan þjóðfélagshóp. Halldór var óþreytandi að kynna málefni blindra og sjónskertra. Hann vakti athygli á mörgum brýnum baráttumálum þessa hóps og gerði það þannig á svo jákvæðan hátt að eftir var tekið. Þá talaði hann feimnislaust um það hvernig það væri að vera blindur og þær miklu breytingar sem hann varð að takast á við eftir að hann missti sjónina alveg. Á þessum árum urðu gríðarlegar viðhorfsbreytingar til blindra og sjónskertra hér á landi. Halldór átti þátt í að hrynda mörgum hugmyndum í framkvæmd ásamt fleirum eða studdi þær með ráðum og dáð. Má nefna að Blindrafélagið stofnaði hljóðbókagerð, hóf samstarf við Borgarbókasafn Reykjavíkur um framleiðslu hljóðbóka. Þá átti Halldór sæti í nefnd sem vann að stofnun Blindrabókasafns Íslands og varð stjórnarformaður þess. Sjónstöð Íslands tók til starfa á þessum árum. Þá varð Blindrafélagið ásamt Blindravinafélagi Íslands aðili að elli og hjúkrunarheimilinu Eir og sambýli blindra og sjónskertra við Stigahlíð í Reykjavík varð til.

Þá hóf Blindrafélagið útgáfu hljóðtímaritsins Valdra greina sem enn er gefið út. Halldór notfærði sér það og var ötull við að rabba við félagsmenn þar. Árið 1990 var tölvutæknin æ meira að ryðja sér til rúms. Halldór nýtti sér lítið þá tækni en það kom ekki í veg fyrir að hann beitti sér fyrir því ásamt öðrum að Morgunblaðið tók að huga að útgáfu blaðsins á tölvutæku formi fyrir blinda og sjónskerta. Morgunblaðið er enn leiðandi á því sviði hér á landi. Þar nýtti Halldór persónuleg sambönd sín til hins ýtrasta sem komu sér oft afar vel í baráttunni. Þá hvatti Halldór fólk stöðugt til dáða hvað menntun og atvinnu varðar. Hann var óþreytandi að sannfæra almenning um getu blindra og sjónskertra og að þeim væru allar leiðir færar, væru skapaðaðar réttar aðstæður. Þegar fyrsta stjórn Blindrabókasafnsins var skipuð varð Halldór stjórnarformaður. Fljótlega reyndi svo á hann þar að fáir myndu hafa staðist þá raun. Blindum manni var hafnað í stjórnunarstöðu þar þrátt fyrir menntun og hæfni en Halldór stóð einn eins og klettur á móti allri stjórn safnsins. Leikar fóru svo að þáverandi forsætisráðhera hjó á hnútinn. Þá varð Halldór fyrirvaralaust framkvæmdastjóri Blindrafélagsins sumarið 1985 og gegndi því starfi til ársins 1994. Þáverandi framkvæmdastjóri félagsins varð uppvís að stórfelldum fjárdrætti. Þá hafði blindum manni aldrei verið falið slíkt verk áður. Halldór sýndi og sannaði að það borgar sig margfalt að hafa æðstu stjórnendur félagasamtaka úr röðum þeirra sem viðkomandi félög þjóna. Þá tók Halldór mikinn þátt í Norðurlandasamstarfi Blindrafélaganna og varð tvisvar sinnum formaður samstarfsnefndar þeirra. Hann var mjög virtur á þeim vettvangi. Félagar hans á hinum Norðurlöndunum höfðu á orði að hann segði ekki margt á fundum en þegar hann tók til máls var eftir því tekið. Hann var sagður hlusta, fá hugmyndir, færi svo til Íslands og framkvæmdi hlutina. Sem dæmi um vinnubrögð Halldórs má nefna að fyrir mörgum árum ákvað þáverandi fjármálaráðherra að skattleggja happdrætti líknarfélaga. Annar höfunda þessarar greinar fór á fund ráðherra með Halldóri. Ráðherrann sló úr og í og gaf lítil svör en var skemmtilegur. Eftir 20 mínútna samtal hringir síminn og ráðherrann sagðist verða að taka símann. Halldór sat sem fastast og sagði: “Ég vil fá að vita. Ætlarðu að skattleggja happdrætti líknarfélaga. Ég vil fá svar já eða nei”. Ráðherrann dró við sig svarið og svaraði svo ákveðið “Nei”. Þá gat hann tekið símann í næði.

Með Halldóri Rafnar er genginn einn öflugasti forystumaður blindra og sjónskertra á liðnum árum. Hans verður minnst fyrst og fremst fyrir áræði, ljúfmennsku og jákvætt hugarfar. Hann sá eitthvað gott í öllum. Blessuð sé minning hans.

 

Gísli Helgason fyrrum formaður Blindrafélagsins

Kristinn Halldór Einarsson formaður Blindrafélagsins samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi.


Stuðningur til Sjálfstæðis - Vorhappdrætti Blindrafélagsins

Í tilefni af 70 ára afmæli Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, gefur félagið öllum þeim sem kaupa miða í happdrætti félagsins sjóntryggingu að verðmæti 100 þúsund bandaríkjadala. Sjóntryggingin gildir gegn sjónmissi af völdum slysa frá útdráttardegi og til ársloka 2009.

Happdrættið er Blindrafélaginu mikilvægt

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi,  fjármagna starfsemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Þar gegnir happdrætti félagsins, með sínum glæsilegu vinningum, veigamiklu hlutverki.

Með því að kaupa happdrættismiða tekur þú virkan þátt í að styðja til sjálfstæðis blinda og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri og stuðlar þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.

Meðal ávinninga og verkefna Blindrafélagsins með ykkar stuðningi

Aksturþjónusta, Blindrabókasafnið, Blindravinnustofan, Daisy mp3 hljóðbókaspilarar, félagslíf 2-3 í viku fyrir blinda og sjónskerta eldri borgara, íbúðir, leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta, námsstyrkir til menntunar fagfólks, sambýli fyrir fjölfatlaða einstaklinga, Sjónstöð Íslands núna Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Rafrænir happdrættismiðar - Seðilnúmer er happdrættismiðanúmer

Rafrænir happdrættismiðar koma inn í heimabanka landsmanna miðvikudaginn 29. apríl sem valkrafa. Vinsamlegast athugið að seðilnúmerið á valkröfunni er einnig miðanúmer happdrættismiðans. Jafnframt voru sendir hefðbundnir miðar á alla einstaklinga 65 ára og eldri. Mánudaginn 27. apríl var send á öll heimili landsins ýtarleg kynning á happdrættinu og starfsemi Blindrafélagsins. Happdrættismiðinn kostar 1.939 krónur og er það tilvísun í stofnár félagsins, en Blindrafélagið var stofnað 1939 og er því 70 ára í ár.

Við viljum benda fólki á að prenta út upplýsingar um miðakaupin þegar krafan hefur verið greidd.

Ef þessi aðferð við miðakaup hentar þér ekki, getur þú hringt til okkar í síma 525 0000 og keypt miða með greiðslukorti.

Sjóntryggingin

Sjóntryggingin gildir fyrir alla sem greiða miða frá 12. Júní til næstu áramóta. Tryggingin gildir gegn varanlegri blindu(90% sjónmissir eða meira) af völdum slysa.
Ef kaupandi er þegar sjóntryggður (þ.e. styrktarfélagi eða góðvinur) þá getur sjóntryggingin gild fyrir annan einstakling (Í slíkum tilfellum þarf að fá uppgefna kennitölu greiðandans og þess sem á að fá trygginguna).

Meðal frábærra vinninga í ár

Mitsubishi Lancer Sedan að verðmæti kr. 3.640 þús.
Mitsubishi Colt, 5 dyra að verðmæti kr. 2.390 þús.
30 ferðavinningar að verðmæti kr. 500 þús.með
Heimsferðum
100 ferðavinningar, hver að verðmæti kr. 250 þús. með Heimsferðum.
75 gistingar hjá Fosshótel, hver að verðmæti kr. 60 þús.

Samtals eru 207 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 50,5 milljónir króna.

Útdráttur

Vinningar verða dregnir út föstudaginn 12 júní. Upplýsingasími er 525 0000              . Vinningaskrá verður birt á heimasíðu Blindrafélagsins og á síðu 290 í textavarpi sjónvarpsins. Einnig getur fólk hring til Blindrafélagsins og gefið upp kennitöluna sína og fengið upplýsingar um hvort það hafi unnið.
Útgefnir miðar eru samtals 156000. Vininga ber að  vitja innan árs frá útdrætti.  

Áherslur í starfi Blindrafélagsins - Börn og ungmenni

Á Íslandi eru á annað hundrað börn og ungmenni sem eru sjónskert (minna en 30% sjón) eða blind. Blindrafélagið berst fyrir því að þeim gefist kostur á sömu menntunarmöguleikum og jafnöldrum þeirra stendur til boða. Er það m.a. gert með því að styrkja fjárhagslega fagfólk til náms til að kenna og leiðbeina um kennslu blindra og sjónskertra einstaklinga.

Áherslur í starfi Blindrafélagsins - Að vera virkur í samfélaginu

Einstaklingum sem eru á virkum atvinnualdri og eru blindir eða sjónskertir er jafn mikilvægt og öðrum að taka virkan þátt í samfélaginu með atvinnuþátttöku og geta lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi.Blindrafélagið leggur sitt af mörkum til að svo megi vera t.d. með fræðslu, ráðgjöf, akstursþjónustu, leiðsöguhundum, námsstyrkjum og öðrum stuðningi sem leitað er eftir.

Áherslur í starfi Blindrafélagsins - Eldri borgarar

Stærsti hópur blindra og sjónskertra á Íslandi eru eldri borgarar. Blindrafélagið leggur á það mikla áherslu að sjónskerðingin verði ekki til þess að þeir einangrist. Meðal annars heldur Blindrafélagið úti ferðaþjónustu, ráðgjöf, trúnaðarmannkerfi, hljóðmiðlaútgáfu og félagslífi sem sérstaklega er sniðið að þörfum blindra og sjónskertra eldri borgara.


Ráðningar og starfslýsingar - Ályktun stjórnar Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi

"Félagsfundur í Blindrafélaginu haldinn 26. mars að Hamrahlíð 17 lýsir furðu sinni og undrun á ráðningu starfsmanns sem á að sjá um gerð blindraletursefnis við Þekkingarmiðstöð blindra, sjónskertra og daufblindra einstaklinga. Þar var umsækjanda sem gjör þekkir blindraletrið og hefur unnið um áratugaskeið að þróun þess hafnað.
Fundurinn felur stjórn félagsins að fylgja þessari ályktun eftir og fer fram á rökstuðning fyrir því af hverju viðkomandi einstaklingi var hafnað. Félagsfundurinn álítur að þar hafi nýr sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun verið þver brotinn. Félagsfundurinn minnir á kjörorð Öryrkjabandalagsins Ekkert um okkur án okkar".

Stjórn félagsins hefur kynnt sér athugasemdir sem gerðar hafa verið við ráðninguna og rökstuðning settan fram af Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Í rökstuðningi miðstöðvarinnar kemur m.a. fram að á stjórnvöldum hvíli sú skylda að velja þann umsækjanda sem telst hæfastur til að gegna viðkomandi starfi og felst í rökstuðningi miðstöðvarinnar að það hafi verið gert.

Úr lögum um málefni fatlaðra

Í 31 grein laga um málefni fatlaðra númer 59 frá 1992 segir:

"Fatlaðir skulu eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þeirra til starfsins er meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sækja. Sé að mati svæðisráðs gengið á rétt fatlaðs manns við veitingu starfs getur það krafið veitingarvaldhafa um skriflega greinargerð fyrir ákvörðun sinni í sambandi við stöðuveitinguna."

Hæfi og starfslýsingar

Þegar verið er að ráða í störf sem að snúa að vinnu og þjónustu við fatlaða einstaklinga þá hlýtur sú spurning að vakna að hve miklu leyti stjórnvöld meta til hæfni reynslu af því að vera fatlaður og þekkingu á málefnum þeirra hópa sem verið er að þjónusta. Það má vera ljóst að í mörgum tilvikum getur þar verið um að ræða mikilvæga eiginleika sem geta nýst í starfi betur en formlega menntun. Jafnframt er ljóst að stjórnvaldi er í lófa lagið að setja upp þannig hæfiskilyrði að fatlaðir einstaklingar eigi ekki möguleika á ráðningu og að rökstuðningi stjórnvaldsins verði ekki hnekkt út frá þeim hæfiskilyrðum sem sett voru.

 Í auglýsingu um umrætt starf virðist vera sem þeir verkþættir sem tilheyra umræddu starfi séu margir þess eðlis að blindur eða sjónskertur einstaklingur ætti að geta sinnt þeim. Einnig eru þar verkþættir sem blindum einstaklingi er nánast ófært að sinna. Það verður ekki séð af verklýsingu umrædds starfs að hið opinbera hafi gert hina minnstu tilraun til að móta þarna starf sem blindir eða sjónskertir einstaklingar hefðu geta notið jafnræðis við að sækja um.

Samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Hér á landi er nú unnið að innleiðingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, en Ísland hefur skrifað undir sáttmálann. Í 27 grein sáttmálans, sem fjallar um vinnu og starf,  eru taldar upp skyldur aðildarríkjanna, en þær eru :

  • a)    að leggja bann við mismunun sakir fötlunar að því er varðar öll mál sem tengjast störfum af hvaða tagi sem er, m.a. nýskráningar-, ráðningar- og starfsskilyrði, starfsöryggi, starfsframa og öryggi og hollustuhætti á vinnustað,
  • b)    að vernda rétt fatlaðra, til jafns við rétt annarra, til sanngjarnra og hagstæðra skilyrða í starfi, m.a. jafnra tækifæra og launajafnréttis, öryggis og hollustu á vinnustað, þ.m.t. vernd gegn stöðugri áreitni, og til þess að fá úrlausn kvörtunarmála,
  • c)     að tryggja að fötluðum sé gert kleift að nýta sér atvinnuréttindi sín og réttindi sem meðlimir stéttarfélaga til jafns við aðra,
  • d)    að gera fötluðum kleift að hafa með virkum hætti aðgang að tækni- og starfsráðgjöf, atvinnumiðlun og starfsþjálfun og símenntun sem almenningi stendur til boða,
  • e)    að skapa atvinnutækifæri fyrir fatlaða og stuðla að starfsframa þeirra á vinnumarkaði, ásamt því að auka aðstoð við að finna starf, fá það, halda því og fara aftur inn á vinnumarkað,
  • f)      að stuðla að tækifærum til að starfa sjálfstætt, fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur, þróa samvinnufélög og hefja eigin starfsemi,
  • g)    að ráða fatlaða til starfa innan opinbera geirans,
  • h)    að stuðla að því að fatlaðir verði ráðnir til starfa innan einkageirans með því að marka stefnu við hæfi og gera viðeigandi ráðstafanir sem kunna að felast í uppbyggilegum aðgerðaáætlunum, hvatningu og öðrum aðgerðum,
  • i)       að tryggja að viðeigandi hagræðing fari fram í þágu fatlaðra á vinnustað,
  • j)      að stuðla að því að fatlaðir geti aflað sér starfsreynslu á almennum vinnumarkaði,
  • k)     að stuðla að starfstengdri og faglegri endurhæfingu fatlaðra, að því að þeir haldi störfum sínum og að framgangi áætlana um að þeir geti snúið aftur til starfa.

Stefnumörkun Blindrafélagsins

Stjórn Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, skorar á allar stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem starfa að málefnum fatlaðra að setja sér það markmið að starfsþáttum sé þannig raðað saman til geti orðið störf sem henta fötluðum starfsmönnum. Í þessu felst að leytast skuli eftir því að fremsta megni að hagræða í þágu fatlaðra þannig að  ekki séu í starfslýsingum starfsþættir sem fela í sér hindranir sem valda því að fatlaður einstaklingur eigi ekki möguleika á að vera metinn hæfur.


Samþykkt á fundi stjórnar Blindrafélagsins þann 2 apríl 2006.


Styrkir í kreppunni

Stjórnir Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi og Blindravinafélags Íslands auglýstu til úthlutunar styrki fyrir fagfólki sem vinnur að málefnum blindra og sjónskertra. Styrkjunum er ætlað að gefa umsækjendum kost á að taka þátt í ráðstefnum, námsstefnum, námsskeiðum, sýningum og e.t.v. öðrum faglegum viðburðum erlendis sem eru til þess fallnir að auka fagþekkingu viðkomandi og þar af leiðandi færni í starfi.

Flest fagfólk sem vinnur að málefnum blindra og sjónskertra starfar hjá opinberum stofnunum, en eins og flestir vita hafa þessar opinberu stofnanir þurft að skera að mestu niður námsferðir starfsmanna sinna til útlanda. Með því að auglýsa þessa styrki nú, vilja Blindrafélagið og Blindravinafélag Íslands leggja sitt af mörkum til þess að fagfólk geti haldið áfram að sækja mikilvæga viðburði. Hver styrkur er að hámarki kr. 150.000 og eingöngu verða veittir styrkir vegna viðburða á tímabilinu apríl – desember 2009. Umsóknarfrestur var til 31. mars.

Alls bárust 8 umsóknir upp á samtals  1.140 þúsund krónur. Umsóknirnar voru allar metnar gildar og samþykktu stjórnir Blindrafélagsins og Blindravinafélagsins allar styrkumsóknirnar.

Um er að ræða tvo styrki til starfsmanna Blindrabókasafnsins til að sækja ráðstefnu IFLA (International federation of library Association) í Belgíu og Hollandi. Tvo styrki til kennara í Hofstaðaskóla sem vinna við kennslu blinds nemenda í skólanum, til að sækja námskeið í Noregi þar sem m.a. er kennt blindraletur, stærðfræði ADL ofl. Tvo styrki til starfsmanna Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar til að sækja norræna ráðstefnu fyrir ráðgjafa sem vinna með blindu og sjónskertu fólki, ráðstefnan er haldin annað til þriðja hvert ár. Einn styrk til starfsmanns Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar til sækja íþróttasumarbúðir fyrir blind og sjónskert börn í Bandaríkjunum undir leiðsögn Dr. Lauren Liberman sem er mjög framarlega í rannsóknum á þátttöku blindra og sjónskertra barna í íþróttum og hreyfingu. Einn styrk til starfsmanns Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar og fulltrúa Íslands í NOVIR nefndinni, til að sækja fund hjá nefndinni í Noregi, nefndin er samnorrænn vettvangur starfsmanna þjónustu og þekkingarmiðstöðva á norðurlöndunum.

Það er von stjórna Blindrafélagsins og Blindravinafélagsins að þátttaka fagfólks í þessum viðburðum eigi eftir að styrkja þjónustu og fræðslu gagnvart blindum og sjónskertum einstaklingum á Íslandi og skapa og efla tengslanet sem vonandi eiga eftir að vera gagnleg til framtíðar litið.


Landlæknisembættið og aðgengishindranir

Alveg hreint merkilegt að Landlæknisembættið láti svona vef frá sér þar sem 0% hefur verið tekið tillit til t.d. sjónskertra, blindra eða hreyfihamlaðra!!!!! 

http://www.heilsuvefsja.is/ 

 

Það er ekki ásættanlegt að Landlæknisembættið taki ekkert tillit til stefnumörkunar stjórnvalda varðandi jafnt aðgengi að upplýsingasamfélaginu. 

 

Blindrafélagið hefur þegar gert formlega athugasemd við Landlæknisembættið með bréfi sem sjá má hér fyrir neðan.

 

 

"Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskertra á Íslandi hefur borist ábending varðandi aðgengishindranir að vefsíðunni:  http://www.heilsuvefsja.is/  Það liggur fyrir opinber stefnumörkun frá ríkisstjórn Íslands um aðgengismál á vefnum, sem m.a. birtist í tillögum sem settar voru fram árið 2006: http://www.ut.is/adgengi/Itarefni/  „Tryggt verði að rafræn þjónusta opinberra aðila taki mið af þörfum ólíkra hópa, s.s. blindra, sjónskertra og fatlaðra. Fyrirtæki verði hvött til að gera hið sama“.  Varðandi aðgengismál á vefnum þá gilda um þau ákveðnir staðlar sem notaðir eru til skilgreiningar. Þessir staðlar og skilgreiningar eru verkfæri sem vefforritarar eiga þekkja. Það er hinsvegar stefnumörkun ráðamanna vefsvæða sem ræður því hvort litið er til þess að almennar kröfur um aðgengi eru virtar að vettugi eða ekki.  ÖBÍ og SJÁ gefa sameiginlega út aðgengisvottun á vefsvæði.  Þeir alþjóðlegu staðla/gátlistar sem í þeirri vinnu eru notaðir, eru þeir sömu og stjórnarráðið (http://www.ut.is/adgengi) leggur til grundvallar varðandi  aðgengi á vefjum. Þá m.a. finna hér: http://www.w3.org/WAI/intro/wcag.php http://www.w3.org/WAI/WCAG20/quickref/ http://www.w3.org/WAI/gettingstarted/Overview.html  Þessir staðlar og gátlistar eru öllum opnir og án endurgjalds.  Þegar vefir eru vottaðir af SJÁ og ÖBÍ er farið ítarlega yfir vefina og þá eru hafðir til hliðsjónar þessir gátlistar. Þá er einnig farið yfir vefina með þeim búnaði sem fatlaðir notendur þurfa til að notfæra sér vefina. Það þarf þó alls ekki að votta vefi til að þeir séu aðgengilegir og má komast ansi langt með því að fylgja þeim stöðlum sem eru í gangi.  Hér má finna allar nánari upplýsingar varðandi kóða á vefjum o.fl. Þetta eru allt upplýsingar sem forritarar þekkja yfirleitt: http://www.w3.org/  Einnig má nefna að í mörgum tilfellum er hægt að gera vefi aðgengilega í samvinnu við þau vefumsjónarkerfi sem vefurinn heyrir undir og oft eru þessi atriði smíðuð í vefina frá upphafi.  Ef ekki hefur verið hugað að þessu frá byrjun, er oft hægt að hafa samband við þá aðila sem hafa með vefumsjónarkerfið að gera og fá ráðgjöf þeirra, þeir eiga að vera með þetta á hreinu.  Það sem helst hindrar aðgengi fatlaðra notenda að vefsvæðum er:
  • ALT texta vantar á myndir.
  • Mikilvægt efni er notað sem Flash myndir eða PDF.
  • Skerpa leturs og bakgrunns er ekki nægileg.
  • Ekki er hægt að stækka letur á vefnum.
  • Ekki er hægt að nota TAB lykil eingöngu.
  • Fyrirsagnir ekki rétt skilgreindar.
  • Tenglaheiti ekki nægilega skýr.
  • Flýtileiðir ekki í boði.
  • Málfar er óþarflega þungt og flókið.
Kröfur um aðgengi allra að upplýsingasamfélaginu fara vaxandi. Bætt aðgengi nýtist öllu samfélaginu, ekki eingöngu þeim sem eru fatlaðir. Hér er því um mikilvægt hagsmunamál að ræða sem snýr að mannréttindum og um leið að þeirri ímynd sem eigendur vefsvæða vilja gefa af starfsemi sinn og þeim gildum sem hún byggir á. Virðingarfyllst,  f.h. Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, Kristinn Halldór Einarsson,  formaður

 


Breaking news - Er meðferð við ellihrörnun í augnbotnum (Dry AMD) í sjónmáli?

Fréttir berast nú af góðum árangri í byltingarkenndri tilraun bandaríska fyrirtækisins Neurotechsem ég hef áður fjallað um, í að þróa meðferð gegn ellihrörnun í augnbotnum (Dry AMD). Þessi sjúkdómur er algengasta orsök blindu í hinum þróaðri hluta heimsins. Niðurstaða tilraunarinnar virðist gefa tilefni til bjartsýni um að þróa megi meðgerð við sjúkdómi sem ekki hefur verið til meðferð við fram til þessa. Ellihrörnun í augnbotnum (Dry AMD) leiðir oft til blindu eða mjög alvarlegrar sjónskerðingar hjá eldra fólki. Sjá frekar hér fyrir neðan: 

BREAKING NEWS — Emerging Treatment Stabilizes Vision in People with Dry AMD

Owings Mills, MD - March 26, 2009— An innovative technology, employing a tiny capsule implanted in the eye, is stabilizing vision in people suffering from dry age-related macular degeneration (AMD). Encapsulated Cell Technology (ECT), developed by Rhode Island-based Neurotech, preserved vision in a majority of the 51 people who participated in a Phase II clinical trial.

There are currently no treatments for dry AMD, which is a leading cause of blindness for people 55 and older in developed countries.

"These are very encouraging results for this treatment approach," said Stephen Rose, Ph.D., chief research officer, Foundation Fighting Blindness. "Neurotech's Encapsulated Cell Technology has the potential to preserve the vision of millions of people with dry AMD.  Finding treatment options for people with dry AMD is a key goal for FFB."

"The Foundation has been a pivotal funding source for the development of ECT, and we are very pleased with the success of this dry AMD clinical study," said William T. Schmidt, chief executive officer, Foundation Fighting Blindness. "This is great news for our members and the millions around the world affected with dry AMD."

Neurotech reported that 96.3 percent of participants receiving the high dose treatment had stable vision over a 12-month period.  People with better visual acuity at the start of the treatment — 20/63 or better — appeared to benefit most.

The company also noted that people with stabilized vision had increased thickening of their retinas — an indication that the treatment was increasing the health and population of photoreceptors, which are essential for vision.

The Foundation Fighting Blindness funded preclinical studies of ECT, and is currently funding two Phase II/III clinical studies of the treatment for retinitis pigmentosa, Usher syndrome, and choroideremia. Results of these two trials will be announced at the annual meeting of the Association for Research in Vision and Ophthalmology taking place May 3-7.

The ECT implant is a tiny device — the size of a grain of rice — that contains cells which provide sustained delivery of a vision-preserving protein known as ciliary neurotrophic factor.

For more information on these clinical trial results, see Neurotech’s March 26, 2009 press release.

 


Hundur á þingi

Helgi Hjörvar alþingismaður er nú að máta sig saman við leiðsöguhundinn Exit sem er sérþjálfaður til að vera leiðsöguhundur fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga. Ef allt gengur að óskum má gera ráð fyrir því að leiðsöguhundurinn Exit fari á þing með Helga og vonandi mun þeir eiga eftir að eiga gott og farsælt samstarf.

Exit var ásamt 3 öðrum leiðsöguhundum fluttur inn frá leiðsöguhundaskóla norsku blindrasamtakanna af Blindrafélaginu. Mikil og ströng þjálfun liggur að baki þjálfun leiðsöguhunds og síðan stíft samþjálfunarferli hunds og notenda. Hundur og notandi eru sérstaklega valdir saman með tilliti til skapgerðar og virkni.

Innflutningur á þessum fjórum hundum var tilraunaverkefni sem stofnað var til með samstarfi Blindrafélagsins og heilbrigðisráðuneytisins í ráðherratíð Sifjar Friðleifsdóttur, Guðlaugur Þór Þórðarson varð síðan heilbrigðisráðherra og dyggur stuðningsmaður verkefnisins. Verkefnið var jafnframt styrkt rausnarlega af Lions hreyfingunni á Íslandi. Hér má lesa um verkefnið.

Áður en Guðlaugur hvarf úr heilbrigðisráðuneytinu skipaði hann nefnd sem skildi gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag á því hvernig staðið skildi að leiðsöguhundamálum hér á landi. Nefndin hefur nú lokið störfum og sent hugmyndir sínar til ráðherra og er nú einungis beðið eftir því að núverandi heilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson, gefi færi á fundi til að kynna megi niðurstöður nefndarinnar, sem mikil og breið samstaða var um.

En hvað kostar að fá leiðsöguhund? Ef allur kostnaður er tekinn og reiknað með meðal starfstíma leiðsöguhunds, þá leggur kostnaðurinn sig á ca 2500 kr á dag reiknað til núvirðis. Það er svona eins og ein leigubílaferð, eða ein stór pizza í heimsendingu. Sjálfstæðið og lífsgæðin sem notendur leiðsöguhunda öðlast eru hinsvegar margfalt meira virði en andvirði einnar pizzu á dag. Því má færa fyrir því gild rök að þeim fjármunum sem veitt er í leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga sé vel varið.

Að lokum vill ég koma þeirri ósk á framfæri að hugtakið leiðsöguhundur verði frekar notað en blindrahundur. 


mbl.is Geir kveður og X heilsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimur í kreppu - hvað er framundan?

Væri réttur öryrkja og annara minnihlutahópa á Íslandi betur tryggður að lögum innan ESB en utan?  Á fundi sem ÖBÍ og Þroskahjálp stóðu fyrir miðvikudagskvöldið 18 mars undir yfirskriftinni sem er hér í fyrirsögn, var m.a. fjallað um þetta. Nálgun í ESB umnræðunni hefur ekki verið mikið á þessum nótum fram til þessa.


Frummælendur á fundinum áttu að vera:
  • Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ.
  • Hjörtur J. Guðmundsson, stjórnarmaður í Heimssýn.
  • Guðrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Hjörtur J Guðmundsson frá Heimssýn mætti ekki.  Það sem meðal annars var rætt var:
  • Er ávinningur af því fyrir öryrkja og hagsmunasamtök þeirra að Ísland gangi í Evrópusambandið?
  • Er áhætta fólgin í því fyrir öryrkja og hagsmunasamtök þeirra að Ísland gangi í Evrópusambandið
  • Fjölþjóðlegar tilskipanir sem gagnast öryrkjum.
  • Evrópskur félagsréttur.

Framsögur þeirra Magnúsar og Guðrúnar voru mjög fræðandi og faglega fram sett. Bæði sýndu þau fram á að að réttur öryrkja og annar minnihlutahópa væri mun betur tryggður að lögum í dag ef Ísland væri aðili að ESB. Jafnframt voru dregin fram dæmi sem sýndu að minnihlutahópar hefðu náð mun betri árangi í réttindabaráttu sinni inna alþjóðlegra samtaka og stofnana en innan þjóðríkisins. 

 Í pallborði eftir framsögu voru síðan:
Helgi Hjörvar frá Samfylkingunni
Kolbrún Stefánsdóttir frá Frjálslyndaflokknum
Ólafur Þór Gunnarsson frá VG
Sif Friðleifsdóttir frá Framsóknarflokknum
Árni Johnsen átti að vera fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann  mætti ekki.
 Það var dapurt að verða vitni að því hvað fulltrúar Frjálslyndaflokksins og VG mættu illa undirbúnir til þessa fundar. Málflutningur þeirra einkenndist af vanþekkingu á umfjöllunarefninu, klisjum og trúarboðskap. Það kann vel að vera aðþau og  flokkar þeirra sé andsnúnir aðild að ESB, en þeim var hinsvegar fyrirmunað að taka þátt í málefnalegri umræðu og viðurkenna þær upplýsingar (staðreyndir) sem  voru settar fram í máli frummælendanna, allavega voru upplýsingar ekki hraktar. Þau hefðu auðvitað geta sagt að þrátt fyrir að réttur öryrkja á Íslandi að lögum kynni að vera betur tryggður innan ESB en utan, þá væru það bara aðrir hagsmunir sem vigtuðu þyngra í þeirra hagsmunamati. En nei, þau gátu ekki verið svo málefnaleg. Því miður þá tókst þeim tveimur að draga annars ágætan fund niður á mjög lágt plan. Helgi og Sif frá hinsvegar prik fyrir að hafa þekkingu á málefninu sem var til umfjöllunar og vera málefnaleg í allri umræðu.  Fundarstjórn Þrastar Emilssonar var hinsvegar veik og hann hefði mátt vera mun markvissari í spurningum og gagnspurningum og ekki láta einstaklinga í pallborðinu komast upp með kjaftavaðal sem átti lítið erindi inn í þessa umræðu. Að fulltrúar Heimssýnar og Sjálfstæðisflokksins skuli ekki hafa mætt til þessa fundar er auðvitað ákveðin yfirlýsing út af fyrir sig. 

Nýr aðgengisvottaður vefur Blindrafélagsins

Nýr vefur Blindrafélagsins hefur hlotið vottun frá fyrirtækinu Sjá ehf. og Öryrkjabandalaginu um að  vefurinn www.blind.is standist kröfur um aðgengi fyrir fatlaða. Vefurinn hefur fengið vottun fyrir forgang 1 og 2. 

Forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er um aðgengi á vef. Forgangur 2 gerir meiri kröfur um aðgengi á vefnum. Síðan er einnig til forgangur 3, sem gerir miklar kröfur um aðgengi vefs.  Vottunin nær ekki til vefsíðna sem eru á erlendum tungumálum.

Það sem gert hefur verið til að bæta aðgengið á vefnum er meðal annars:

  • Hægt er að skoða allt efni vefsins í skjálesurum en þá nota blindir og sjónskertir.
  • Hægt er að stækka og minnka letrið á skjánum.
  • Hægt er að breiðletra allan texta (bold).
  • Hægt er að breyta um bakgrunnslit fyrir sjónskerta og/eða lesblinda.
  • Textahamur í boði fyrir lesblinda notendur.
  • Hreyfihamlaðir notendur geta vafrað um vefinn án þess að nota músina.
  • Öll tenglaheiti eru skýr.
  • Allar skammstafanir hafa annaðhvort verið teknar út eða eru með útskýringu.
  • Allar myndir hafa útskýringatexta (ALT texta).
  • Öll viðhengi eru útskýrð. Til dæmis kemur fram tegund og stærð skjals og hvort að það sé aðgengilegt í skjálesara.
  • Allar umsóknir hafa verið útbúnar fyrir skjálesara, ekki er notast við PDF umsóknir. 
  • Vefurinn virkar án javascripta.
  • Leiðbeiningar og útskýringar eru til staðar  fyrir ofan alla virkni og kynningartexti er á öllum síðum.

Vottun vefráðgjafarfyrirtækisins Sjá byggist á gátlistanum WAI (Web Accessibility Initiative) hefur verið uppfærður miðað við nýjustu útgáfu sem er alþjóðlegur staðall fyrir aðgengi á Netinu. Sjá hefur í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands sniðið listann að íslenskum aðstæðum og hefur hann verið prófaður af notendum með margs konar fötlun.

Forsenda þess að Blindrafélagið sé trúverðugt, þegar það setur fram ábendingar, kröfur eða gagnrýni sem snýr að aðgengi blindra og sjónskerta einstaklinga að vefsvæðum, er að vefsvæði félagsins uppfylli þær kröfur sem félagið telur eðlilegat að gera með tilliti til aðgegnis.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband