Heimur í kreppu - hvað er framundan?

Væri réttur öryrkja og annara minnihlutahópa á Íslandi betur tryggður að lögum innan ESB en utan?  Á fundi sem ÖBÍ og Þroskahjálp stóðu fyrir miðvikudagskvöldið 18 mars undir yfirskriftinni sem er hér í fyrirsögn, var m.a. fjallað um þetta. Nálgun í ESB umnræðunni hefur ekki verið mikið á þessum nótum fram til þessa.


Frummælendur á fundinum áttu að vera:
  • Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ.
  • Hjörtur J. Guðmundsson, stjórnarmaður í Heimssýn.
  • Guðrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Hjörtur J Guðmundsson frá Heimssýn mætti ekki.  Það sem meðal annars var rætt var:
  • Er ávinningur af því fyrir öryrkja og hagsmunasamtök þeirra að Ísland gangi í Evrópusambandið?
  • Er áhætta fólgin í því fyrir öryrkja og hagsmunasamtök þeirra að Ísland gangi í Evrópusambandið
  • Fjölþjóðlegar tilskipanir sem gagnast öryrkjum.
  • Evrópskur félagsréttur.

Framsögur þeirra Magnúsar og Guðrúnar voru mjög fræðandi og faglega fram sett. Bæði sýndu þau fram á að að réttur öryrkja og annar minnihlutahópa væri mun betur tryggður að lögum í dag ef Ísland væri aðili að ESB. Jafnframt voru dregin fram dæmi sem sýndu að minnihlutahópar hefðu náð mun betri árangi í réttindabaráttu sinni inna alþjóðlegra samtaka og stofnana en innan þjóðríkisins. 

 Í pallborði eftir framsögu voru síðan:
Helgi Hjörvar frá Samfylkingunni
Kolbrún Stefánsdóttir frá Frjálslyndaflokknum
Ólafur Þór Gunnarsson frá VG
Sif Friðleifsdóttir frá Framsóknarflokknum
Árni Johnsen átti að vera fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann  mætti ekki.
 Það var dapurt að verða vitni að því hvað fulltrúar Frjálslyndaflokksins og VG mættu illa undirbúnir til þessa fundar. Málflutningur þeirra einkenndist af vanþekkingu á umfjöllunarefninu, klisjum og trúarboðskap. Það kann vel að vera aðþau og  flokkar þeirra sé andsnúnir aðild að ESB, en þeim var hinsvegar fyrirmunað að taka þátt í málefnalegri umræðu og viðurkenna þær upplýsingar (staðreyndir) sem  voru settar fram í máli frummælendanna, allavega voru upplýsingar ekki hraktar. Þau hefðu auðvitað geta sagt að þrátt fyrir að réttur öryrkja á Íslandi að lögum kynni að vera betur tryggður innan ESB en utan, þá væru það bara aðrir hagsmunir sem vigtuðu þyngra í þeirra hagsmunamati. En nei, þau gátu ekki verið svo málefnaleg. Því miður þá tókst þeim tveimur að draga annars ágætan fund niður á mjög lágt plan. Helgi og Sif frá hinsvegar prik fyrir að hafa þekkingu á málefninu sem var til umfjöllunar og vera málefnaleg í allri umræðu.  Fundarstjórn Þrastar Emilssonar var hinsvegar veik og hann hefði mátt vera mun markvissari í spurningum og gagnspurningum og ekki láta einstaklinga í pallborðinu komast upp með kjaftavaðal sem átti lítið erindi inn í þessa umræðu. Að fulltrúar Heimssýnar og Sjálfstæðisflokksins skuli ekki hafa mætt til þessa fundar er auðvitað ákveðin yfirlýsing út af fyrir sig. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Athyglisvert að lesa þennan pistil.  Svo má bæta við að réttur sjúkra mun bætast til muna við inngöngu í EB.  Nú þegar niðurskurður byrjar fyrir alvöru í heilbrigðisgeiranum er ekkert sem sjúklingar geta gripið í ef kerfið bregst þeim.  Ekkert annað rekstrarform og engin réttur til að leita lækninga í öðru landi ef biðlisti er of langur í heimalandi. 

Að Sjálfstæðisflokkurinn skuli skipa Árna Johnsen sem sinn fulltrúa til að ræða rétt minnihlutahópa sýnir skilningsleysi og tillitsleysi.  Tilkynnti Árni forföll fyrir fundinn?

Andri Geir Arinbjarnarson, 19.3.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Samkvæmt því sem kom fram hjá fundarstjóra þá tilkynnti Árni forföll eftir að fundurinn var hafinn.

Kristinn Halldór Einarsson, 19.3.2009 kl. 18:12

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það getur vel verið að í orði kveðnu og í skýrslunum sé réttur öryrkja betur tryggður í ESB apparatinu heldur en á Íslandi en ég leyfi mér samt að stórefast um það. Það er nefnilega ýmislegt í skýrslunum sem er svo ekki svona í raun í aðildarlöndum ESB. Sum kerfi líta bara vel útá pappírunum en eru svo liðónýt þegar að framkvæmdinni kemur.

Sjálfur bý ég nú í ESB landinu Spáni og ekki get ég séð að öryrkjar hafi hér betri þjónustu eða betra líf en öryrkjar hafa á Íslandi, nema síður væri.

En ESB glýjan og nýju fötin ESB- Keisarans blinda svo sannarlega margan manninn !

Gunnlaugur I., 19.3.2009 kl. 19:43

4 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Lykilatriðið í því sem kom fram í máli frummælendannna er að réttur minnhlutahópa sé betur tryggður að lögum inn ESB en á Ísladni. Raunveruleikinn getur vissulega verið annar en lög mæla fyrir um í einhverjum ríkjum ESB. Hinsvegar er það svo að þar sem réttur er tryggður að lögum þá hafa þeir sem réttur er brotinn á möguleika á að sækja leiðréttingu mála sinna fyrir dómstólum. Slíkt er ekki mögulegt ef rétturinn er ekki lögfestur. Samkvæmt lögum er réttur minnihlutahópa ríkar og framsæknari í ESB löggjöfinni en í íslenskri löggjöf. Þetta eru hinsvegar ekki lagabálkar sem tilheyra ESS svæðinu og því er réttur minnihlutahópa á íslandi lakani en er í ESB samkvæmt lögum.

Kristinn Halldór Einarsson, 19.3.2009 kl. 19:51

5 identicon

Tek undir með Gunnlaugi, það að hlutirnir líti vel út á pappír segir ekkert til um framkvæmdina. Vinkona mín ein varð að flytja heim úr ESB landi  eftir margra ára búsetu þar, einmitt vegna þess að ekki fékk hún viðundandi læknisþjónustu né heldur hvað varðaði greiðslur sem öryrki, það kom allt mun betur út hér heima fyrir hana, svo menn skildu taka öllu með varúð í þessum efnum. það er auðvitað endalaust hægt að lofa öllu fögru, það er svo annað með  þegar kemur að því að  standa við stóru orðin.

(IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 19:52

6 identicon

Var ekki fulltrúum frá nýju framboðunum gefin kostur á að koma???

(IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 19:53

7 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

 Ég veit ekkert um það hverjum var boðið Sigurlaug. Að öðru leiti varðandi athugasemdina þína  vísa ég í  það sem framsöumenirnir voru að leggja megináhersu á þ.e.  að hinn lagalegi réttur minnihlutahópa sé ríkari innan ESB en á Íslandi. Þetta var einfaldlega samanbiurður á löggjöf og ESB löggjöfin var betri ef litið er til hagsmuna minnihlutahópa.  Hvernig raunveruelg staða er síðan í eisntökum löndum er svo annað mál. Ef staðan er verri en löggjöfin mælir fyrir um þá eru viðkomandi stjórnvöld ekki að fara að lögum og fyrir það má draga þau til ábyrgðar. Það er þannig sem kerfinu er ætlað að virka.

Kristinn Halldór Einarsson, 19.3.2009 kl. 20:27

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Kristinn:
Það stóð vissulega til að ég mætti á þennan ágæta fund af hálfu Heimssýnar og það hugðist ég gera. Hins vegar neyddist ég til þess um miðjan dag á miðvikudag að tilkynna forföll vegna veikinda. Ég lét formann Þroskahjálpar vita með tölvupósti en þannig hafði ég verið í samskiptum við hann vegna fundarins. Útskýrði ég fyrir honum hvernig aðstæður mínar væru og baðst velvirðingar á þeim. Til öryggis sendi ég einnig skeyti sama efnis til formanns ÖBÍ sem ég hafði lítillega verið í samskiptum við um tölvupóst vegna fundarins. Ég á ekki von á öðru en að þetta hafi komizt greiðlega til skila.

Mér þykir ómaklegt að gefa sér það að einhver annarleg sjónarmið hafi legið að baki því að ég gat ekki mætt á fundinn eins og til stóð. Ég tala án nokkurs vafa fyrir hönd annarra sem tengjast Heimssýn þegar ég segi að mér þyki þessi fundur mjög gott og þarft framtak hjá ÖBÍ og mér persónulega þótti mjög leiðinlegt að geta ekki mætt á hann.

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.3.2009 kl. 22:54

9 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Takk fyrir athugasemdina Hjörtur. Vissulega gera menn forfallast á fund eins og þennan og ég geri ekki athugasemdir við það gagnvart einstaklingum og þar að baki þurfa alls ekki að liggja nein annarleg sjónarmið. Hinsvegar skildi ég upplegg fundarins þannig að Heimssýn hefði verið boðið að senda fulltrúa og því hefðu samtökin átt að finna annan í þinn stað, ef þau töldu fundinn og umsfjöllunarefnið þess virði að eiga þar sinn fulltrúa til að taka þátt í þeirri umræðu sem þar fór fram. Í því að senda engan fulltrúa á fundinn finnst mér felast ákveðin afstaða.

Kristinn Halldór Einarsson, 20.3.2009 kl. 08:59

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Kristinn:
Það var mikið reynt að finna einhvern í staðinn fyrir mig en enginn sem talað var við gat mætt vegna annarra skuldbinginga á þessum sama tíma. Fyrirvarinn var heldur ekki mikill. Það var þó aldeilis ekki vegna þess að fundurinn eða málefnið hafi ekki þótt þess virði að eiga fulltrúa á fundinum. Þvert á móti var rætt um það í okkar hópi að þetta væri mjög virðingarvert af ÖBÍ að halda þennan fund og til fyrirmyndar fyrir aðra hagsmunaaðila.

Það að senda ekki fulltrúa á fund getur vissulega falið í sér afstöðu, það er vissulega alveg rétt hjá þér. En það gerir það hins vegar ekki sjálfkrafa eins og þú virðist telja. Í þessu tilfelli, hvað Heimssýn varðar, var það svo sannarlega ekki raunin.

Þess utan má segja að fulltrúi Heimssýnar hafi óbeint verið á staðnum þegar allt kom til alls. Kolbrún Stefánsdóttir er í stjórn samtakanna og tók það fram á fundinum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.3.2009 kl. 18:30

11 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Kristinn. Ég vona að þú sért ekki enn dapur yfir frammistöðu minni á fundi ÖBI og Þroskahjálpar síðastliðinn miðvikudag. Ég kom ekki illa undirbúin til fundarins. Það var Ólafur frá VG sem sagði að hann væri óundirbúinn þar sem hann hafði stuttan fyrirvara til að mæta. Ég hefði nú haldið að þú myndir virða það við hann að koma þó svo væri miðað við innleggið í færslunni þinni um Hjört og Árna Johnsen og að þeir væru að vanvirða  málefnið.  Þú leggur til að ég sem er alfarið á móti aðild að ESB vegna þess að réttur minnihluta öryrkja er ekki tryggður innan ESB segi samt að svo sé. Ég gerði einmitt grein fyrir því að mismunandi skilningur væri á innihaldi þessara samninga sem um var rætt. Ég lagði til að samþykkt yrðu lög sem Norðmenn hafa samþykkt um bann við mismunun á grundvelli fötlunar. Hvað er það að vera málefnalegur? Samþykkja allt sem frummælendur segja ? Þessi færsla þín bentir til að þú sért frekar trúaður sjálfur. En hvað mig varðar þá mun ég skipta um skoðun á ESB ef einhver sýnir mér fram á að aðild auki hag öryrkja, þó það kosti eitthvað af annarra hagsmunum því það er forgangsverkefni hjá mér í pólitík. Kveðja Kolbrún

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.3.2009 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband