Íslenskur augnlæknir þátttakandi í merkilegri tilraun

Margir af þeim sem eru með RP augnsjúkdóminn, sem er arfgengur sjónhimnu hrörnunarsjúkdómur, hafa í nokkurn tíma vitað um störf Ragnheiðar Bragadóttur í Noregi. Ragnheiður er án vafa fremst meðal íslenskra vísindamanna þegar kemur að rannsóknum á RP. Mikill fengur væri af því að fá hana til landsins til að halda fyrirlestur um þær rannsóknir sem hún er þátttakandi í. Það er rétt að hafa í huga að sú aðferðarfræði sem þessar rannsóknir byggja á, þ.e. að nota veirur til að smita stökkbreyttar frumur með heilbrigðu geni, er eitthvað sem mun geta nýst á mun fleiri sviðum en í augnlækningum. Rannsóknin, sem er undir stjórn Robin Ali á Morfield sjúkrahúsinu þykir það merkileg að margar greinar hafa birtar um hana í virtustu læknatímaritum í heiminum. Með því að smella hér má lesa ein af þessum greinum.

Í júlí síðastiðnum gerði ég grein fyrir niðurstöðum frá ráðstefnu Retina International í Helsinki, en þar var umrædd rannsókn sérstaklega kynnt og er hún ein af ástæðum þess að meiri bjartsýni er nú ríkjandi meðal bæði vísinda og leikamanna að meðferðir og lækningar á áður ólæknandi augnsjúkdómum séu í sjónmáli,  á kanski næstu 10 - 15 árum. Umfjöllunina má sjá hér, en í henn er jafnframt gerð grein fyrir öðrum rannsóknum or tilraunum sem eru í gangi.


mbl.is Fá hluta sjónar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir   fyrir góð orð um Ragnheiði

Hólmdís Hjartardóttir, 19.10.2008 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband