Gordon Brown er staurblindur

Þú skilur Gordon ekki nema þú getir sett þig í spor manns sem lifir í ótta við að verða staurblindur á hverri stundu," sagði vinur ráðherrans blaðamanni Telegraph. Þessi tilvitnun er úr frétt af visir.is
Þegar fréttin er lesin kemur í ljós að það er ekki allskostar rétt að segja að Brown sé staurblindur, eins og segir í fyrirsögninni, en hann er klárlega sjónskertur. Þessi frétt varpar ljósi á að blindir og sjónskertir einstaklingar sinna hinum fjölbreyttustu störfum og þá getur verið víða að finna. Fréttin er því jafnframt til marks um hversu fjölbreyttu getustigi blindir eða sjónskertir einstaklingar geta búið yfir, þó íslendingum finnist sjálfsagt ekki mikið til um hæfileika Gordon Brown á þessari stundu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessaður Kristinn!

Sá þetta og hnaut um, en svona eru oft fyrirsagnir til að fólk staldri við og viðkomandi blaðamaður sem þetta skrifaði eða þýddi hefur látið tíðarandan ráða í fyrirsögninni, haft á henni neikvæðan blæ.

Annars engin frétt að karlin sé svo ílla sjónskertur, langt um liðið frá því ég las eða heyrði um það fyrst.

Magnús Geir Guðmundsson, 13.10.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Sæll Magnús
Það er stundum stutt í að menn leyti langt yfir skammt í að skýra ýmsa hluti. Í gær heyrði ég í fréttamanni RUV í London á Rás 2. Honum sagðist svo frá að kanski væri nú komin skýring á framkomu Gordon Brown, ef marka mætti frétt í Daily Telegraph, sem er umrædd frétt um sjónskerðingu Brown.  Sú nálgun fréttamannsins getur verið uppspretta allavega vangaveltna um hvað áhrif það hefur nú á fólk að tapa einhverju af sjóninni.

Kristinn Halldór Einarsson, 14.10.2008 kl. 11:51

3 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Sæl Helena
Slík viðorf eru auðvitað til marks um vanþekkingu þeirra sem láta slíkt frá sér fara.  Vanþekkingin leiðir síðan af sér frodóma um hvaða áhrif sjónskerðing hefur. Flest allir sem eru fullsjándi eru skelfingu lostnir gagnvart þeim möguleka að missa sjónin. Afstaða þeirra mótast held ég, mikið af þessari skelfingu. Það er hlutverk okkar sem erum blind eða sónskert að leiða almenningi það fyrir sjónir að það er svo margt sem hægt er að gera og fátt sem ekki er hægt aðð gera,  þrátt fyrir sjónskerðingu. Með því að draga þessa umræðu fram í dagsljósið og gera hana almenna trúi ég því að auka megi almenna þekkingu og skilning sem síðan leiðir til minni fordóma.

Kristinn Halldór Einarsson, 18.10.2008 kl. 14:46

4 identicon

Sammála Kristinn, en svo get ég ekki annað en brosað þegar synir mínir (sem allir teljast lögvlindir) segja við okkur foreldrana, þegar við finnum ekki eitthvað, ... hva eru þið alveg blind.

Sá yngsti var að rökræða við félaga sinn í sumar sem er alsjándi og sagði við hann, nei ,þú sko sérð þetta ekki eins vel og ég því þú ert ekki litblindur eins og ég  

(IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 15:05

5 identicon

þett átti auðvitað að vera lögblindir, afsakið smá innsláttarvilla.

(IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband