Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra 70 ára í dag, 19 ágúst.

Hátíðardagskrá í tilefni af 70 ára afmæli Blindrafélagsins verður haldinn á  Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2,  miðvikudaginn 19 ágúst.

Húsið verður opnað klukkan 15:00 og verða kaffiveitingar í boði frá klukkan 15:30.

Hátíðardagskrá hefst klukkan 16:00.

Allir félagsmenn og velunnarar félagsins eru boðnir velkomnir til afmælisfagnaðarins.

Meðal dagskráratriða eru ávörp frá félagsmálaráðherra og borgarstjóra.

Í fyrsta skiptið verður Samfélagslampi Blindrafélagsins  veittur. En hann er veittur fyrirtækjum eða stofnunum sem hafa stuðlaða að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra.

Reykjavíkurborg verður veittur lampinn fyrir akstursþjónustu blindra í Reykjavík og Bónus fyrir áralangt og trausts samstarf við Blindravinnustofuna.

Blindrafélagið var stofnað þann 19 ágúst 1939 af einstaklingum sem vildu stuðla að því að blindir einstaklingar tækju stjórn sinna mála í eigin hendur. Stofnfélagar sem allir voru blindir  voru: Benedikt K. Benónýsson, Einar Guðgeirsson, Elísabet Þórðardóttir, Guðmundur Eyjólfsson, Guðmundur Jóhannesson, Guðrún Sigurðardóttir, Höskuldur Guðmundsson, Jóhann S. Baldvinsson, Margrét Andrésdóttir og Rósa Guðmundsdóttir. Aukafélagar sem voru sjáandi voru: Björn Andrésson, Björn Jónsson og Trausti Kristinsson.

Fyrsti formaður félagsins var Benedikt Benónýsson. 

Uppbygging og rekstur Blindravinnustofunnar og fasteigna félagsins hefur sett svip mikinn svip á sögu félagsins. Í dag á félagið fasteign að Hamrahlíð 17, þar sem öll starfsemi félagsins og Blindravinnustofunnar er til húsa, ásamt annarri starfsemi.

Mörg af brýnustu hagsmunamál blindra hafa náðst fram af frumkvæði félagsins, má þar nefna Blindrabókasafn Íslands, Sjónstöð Íslands og núna nýlega Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrri blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Eitt af mikilvægustu hagsmunamálum blindra og sjónskertra í dag er að hinni nýju Þjónustu þekkingarmiðstöð fyrir blinda sjónskerta og daufblinda einstaklinga, sem tók til starfa 1 janúar s.l., fái tækifæri til að vaxa með eðlilegum hætti og byggja upp þjónustu sem er samboðin þeirri samfélagsgerð sem við viljum búa við.

Aðgengismál í sinni breiðustu mynd eru blindum og sjónskertum einnig mikilvæg, það er aðgengi að upplýsingum, aðgengi að atvinnutækifærum, aðgengi að menntun, aðgengi að ferðaþjónustuúrræðum og svo mætti áfram telja.

Saga blindra á Íslandi er til á bók sem var rituð af Þórhalli Guttormssyni og kom út 1991. Þar má m.a. lesa um stofnun félagsins og starfsemi þess fram til ársins 1990. Jafnframt er leitast við að gera grein fyrir málefnum sem tengjast hagsmunum blindra á breiðari grundvelli og lengra aftur í tímann.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn.

(IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband