Grimmar og ósanngjarnar tekjuskerðingar vegna fjármagnstekna sem ættu að vekja mikla athygli

Nú um mánaðarmótin munu þúsundir öryrkja og ellilífeyrisþega fá bréf frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) þar sem þeir verða krafðir um endurgreiðslu á bótum vegna fjármagnstekna. Frítekjumark vegna fjármagnstekna er einungis krónur 97.000 á ári. Margir hafa með ráðdeild og hagsýni náð að búa sér til varasjóð til að bregðast við óvæntum aðstæðum eins og auknum kostnaði vegna tannviðgerða eða til að sinna viðhaldi húsnæðis síns og bifreiða. Því munu endurgreiðslukröfur TR koma illa við marga og minnir Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) og Landssamband eldri borgara (LEB) á að öryrkjar og ellilífeyrisþegar hafa nú þegar orðið fyrir miklum skerðingum hjá TR og lífeyrissjóðum svo ekki sé talað um þær almennu hækkanir sem allir landsmenn hafa fundið fyrir undanfarna mánuði. ÖBÍ og LEB benda á að ekki séu samræmdar reglur vegna fjármagnstekna milli atvinnulausra, námsmanna og lífeyrisþega. Atvinnulausir mega hafa 59.000 í fjármagnstekjur á mánuði áður en bætur skerðast. Fjármagnstekjur hafa ekki áhrif á lánveitingu frá LÍN. 

ÖBÍ og LEB fara því fram á við félags- og tryggingamálaráðherra að skerðingar vegna fjármagnstekna verði endurskoðaðar með það að markmiði að draga úr þeim þannig að lífeyrisþegum sé ekki refsað jafn grimmilega og nú er gert fyrir að eiga varasjóði inni á bankabókum.

Sameiginleg ályktun frá Öryrkjabandalagi Íslans og Landssambandi eldri borgara send út 29 júlí 2009.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fjármagnstekjur eru hjá flestum ekki eiginlegar tekjur.

Meðan verðbólgan er hærri eða jafnhá vöxtunum þá er eingöngu um að ræða verðtryggingu sem á auðvitað ekki að koma til frádráttar.

Ágúst H Bjarnason, 30.7.2009 kl. 15:12

2 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Þetta er rétt athugað hjá þér Ágúst. En eins og skerðingar vegna "fjármagnstekna" koma út gagnvart  öryrkjum og eldri borgurum, þar sem tekjuhámarkið er 97 þús á ári, þá má ljóst vera að það þarf ekkí að eiga há upphæð inn á bankareikningi til að vera kominn upp í skerðingarmörk. Mér finnst hinsvegar athyglisvert að engar af fréttastofunum skuli gera þessu máli skil og leita skýringa á því misræmi sem er í gangi varðandi skerðingarmörkin t.d. milli atvinnulausra og öryrkja.

Kristinn Halldór Einarsson, 30.7.2009 kl. 16:02

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Þetta á eftir að skapa ólgu en ég bloggaði einmitt um þetta í gær: Glæpalýðurinn fundinn - gamla fólkið! Ríkisstjórnin hefði þurft og getur ennþá samþykkt lög sem hækka frítekjumarkið a.m.k. fyrir tekjuárið 2008 til að milda áfallið fyrir marga ellilífeyrisþega. Það væri góðverk.

Jón Baldur Lorange, 30.7.2009 kl. 17:56

4 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Auðvitað vær það hið eina rétta Jón Baldur að ríkisstjórn og Alþingi brygðust við þess hið fysta og settu sömu skerðingarmörkin fyrr eldri borgar og öryrkja og gilda fyrir atvinnulausa - nema ætlunin sé að auka tekjur ríkisins með sérinnheimtum frá þessum hópum.

Kristinn Halldór Einarsson, 30.7.2009 kl. 19:47

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

ÉG ER HJARTANLEGA SAMMÁLA, ÞAÐ ER MEÐ ÓLÍKINDUM HVERNIG ÞESSI STJÓRN HEFUR HAGAÐ SÉR GAGNVART FÓLKI SEM EKKI GETUR VARIÐ SIG, OG LÝSIR ÞASSI FRAMKOMA SVO MIKILLI HRÆSNI AÐ MAÐUR ER BARA ORÐLAUS!! HVAR ERU ÖLL LOFORÐIN.

Eyjólfur G Svavarsson, 30.7.2009 kl. 20:19

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ætli sé svo miðað við hvað fólk átti inni á reikningum um mánaðarlok og tekjuskerðing reiknuð út frá því? En margir hafa misst innistæður sínar í hrunini og þá er verið skerða tekjutryggingar þeirra vegan peninga sem þeir eiga ekki. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.7.2009 kl. 11:45

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í árslok átti að standa þarna!

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.7.2009 kl. 11:45

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Kristinn minn!

Það hefur verið viðbúið lengi, að eitthvað þessu líkt yrði gert, öll ráðuneytin urðu að skera duglega niður og því kom mér þetta ekki á óvart. Nú er auðvitað ljóst að þetta kann að koma sumum verr en öðrum, en það blasir bara við að þjóðarkakan hefur skroppið hratt saman og þegar menn vilja bregðast við því, þá verður nú oftar en ekki lítið um réttlæti í augum margra. Hins vegar held ég að á endanum muni allir þurfa að bera ábyrgð, taka byrði á sig og skiptir þá ekki máli hvort það eru aldraðir, öryrkjar eða aðrir.

Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 22:23

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En þetta er auðvitað rétt með lagamisræmið gallin bara sá, að það er svo víða annars staðar í lögum og svo finnst mönnum þetta kannski bara í lagi eða láta sig hafa það bara? margrætt og umdeilt er misræmið til dæmis eða mismununin á raforkukosnaði, milli landsvæða og jafnvel atvinnugreina og svo er auðvitað frægast dæmið líklega misvægið eftir því hvar þú býrð er kemur að kosningum til alþingis!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 22:32

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

býrð á landinu.. átti auðvitað að standa þarna.

Magnús Geir Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband