7.5.2009 | 10:21
Halldór Rafnar kvaddur
Fimmtudaginn 7 maí, var Halldór Rafnar borinn til grafar, en hann lést ađ morgni 1 maí. Hér ađ neđan fara minnigarorđ og kveđja frá Blindrafélaginu sem Gísli Helgason ritađi, en hann ţekkti Halldór Rafnar vel. Halldór var formađur og framkvćmdastjóri Blindrafélagsins um árabil.
Hér má jafnframt hlusta á viđtal sem Gísli Helgason tók viđ Halldór Rafnar áriđ 1976 og nefnist.: Hvernig bregđast menn viđ sem missa sjón.
Kveđja frá Blindrafélaginu
Ţegar Halldór Rafnar kom fyrst á fund hjá Blindrafélaginu í febrúar 1975 var honum tekiđ međ eftirvćntingu. Hann missti sjónina rúmu ári áđur og var nú ađ takast á viđ lífiđ sem alblindur mađur. Eftir ţetta fór hann ađ láta til sín taka í félaginu. Hann dreif sig í 10 vikna endurhćfingu til Torquy í Bretlandi fyrstur blindra manna og kom ţađan gjörbreyttur mađur. Fullur af lífskrafti, stálvilja og jákvćđni. Fljótlega var hann kjörinn í stjórn Blindrafélagsins. Varđ formađur ţess áriđ 1978 til 1986. Međ komu Halldórs opnađist félagiđ mjög og almenningur vissi meir um ţennan ţjóđfélagshóp. Halldór var óţreytandi ađ kynna málefni blindra og sjónskertra. Hann vakti athygli á mörgum brýnum baráttumálum ţessa hóps og gerđi ţađ ţannig á svo jákvćđan hátt ađ eftir var tekiđ. Ţá talađi hann feimnislaust um ţađ hvernig ţađ vćri ađ vera blindur og ţćr miklu breytingar sem hann varđ ađ takast á viđ eftir ađ hann missti sjónina alveg. Á ţessum árum urđu gríđarlegar viđhorfsbreytingar til blindra og sjónskertra hér á landi. Halldór átti ţátt í ađ hrynda mörgum hugmyndum í framkvćmd ásamt fleirum eđa studdi ţćr međ ráđum og dáđ. Má nefna ađ Blindrafélagiđ stofnađi hljóđbókagerđ, hóf samstarf viđ Borgarbókasafn Reykjavíkur um framleiđslu hljóđbóka. Ţá átti Halldór sćti í nefnd sem vann ađ stofnun Blindrabókasafns Íslands og varđ stjórnarformađur ţess. Sjónstöđ Íslands tók til starfa á ţessum árum. Ţá varđ Blindrafélagiđ ásamt Blindravinafélagi Íslands ađili ađ elli og hjúkrunarheimilinu Eir og sambýli blindra og sjónskertra viđ Stigahlíđ í Reykjavík varđ til.
Ţá hóf Blindrafélagiđ útgáfu hljóđtímaritsins Valdra greina sem enn er gefiđ út. Halldór notfćrđi sér ţađ og var ötull viđ ađ rabba viđ félagsmenn ţar. Áriđ 1990 var tölvutćknin ć meira ađ ryđja sér til rúms. Halldór nýtti sér lítiđ ţá tćkni en ţađ kom ekki í veg fyrir ađ hann beitti sér fyrir ţví ásamt öđrum ađ Morgunblađiđ tók ađ huga ađ útgáfu blađsins á tölvutćku formi fyrir blinda og sjónskerta. Morgunblađiđ er enn leiđandi á ţví sviđi hér á landi. Ţar nýtti Halldór persónuleg sambönd sín til hins ýtrasta sem komu sér oft afar vel í baráttunni. Ţá hvatti Halldór fólk stöđugt til dáđa hvađ menntun og atvinnu varđar. Hann var óţreytandi ađ sannfćra almenning um getu blindra og sjónskertra og ađ ţeim vćru allar leiđir fćrar, vćru skapađađar réttar ađstćđur. Ţegar fyrsta stjórn Blindrabókasafnsins var skipuđ varđ Halldór stjórnarformađur. Fljótlega reyndi svo á hann ţar ađ fáir myndu hafa stađist ţá raun. Blindum manni var hafnađ í stjórnunarstöđu ţar ţrátt fyrir menntun og hćfni en Halldór stóđ einn eins og klettur á móti allri stjórn safnsins. Leikar fóru svo ađ ţáverandi forsćtisráđhera hjó á hnútinn. Ţá varđ Halldór fyrirvaralaust framkvćmdastjóri Blindrafélagsins sumariđ 1985 og gegndi ţví starfi til ársins 1994. Ţáverandi framkvćmdastjóri félagsins varđ uppvís ađ stórfelldum fjárdrćtti. Ţá hafđi blindum manni aldrei veriđ faliđ slíkt verk áđur. Halldór sýndi og sannađi ađ ţađ borgar sig margfalt ađ hafa ćđstu stjórnendur félagasamtaka úr röđum ţeirra sem viđkomandi félög ţjóna. Ţá tók Halldór mikinn ţátt í Norđurlandasamstarfi Blindrafélaganna og varđ tvisvar sinnum formađur samstarfsnefndar ţeirra. Hann var mjög virtur á ţeim vettvangi. Félagar hans á hinum Norđurlöndunum höfđu á orđi ađ hann segđi ekki margt á fundum en ţegar hann tók til máls var eftir ţví tekiđ. Hann var sagđur hlusta, fá hugmyndir, fćri svo til Íslands og framkvćmdi hlutina. Sem dćmi um vinnubrögđ Halldórs má nefna ađ fyrir mörgum árum ákvađ ţáverandi fjármálaráđherra ađ skattleggja happdrćtti líknarfélaga. Annar höfunda ţessarar greinar fór á fund ráđherra međ Halldóri. Ráđherrann sló úr og í og gaf lítil svör en var skemmtilegur. Eftir 20 mínútna samtal hringir síminn og ráđherrann sagđist verđa ađ taka símann. Halldór sat sem fastast og sagđi: Ég vil fá ađ vita. Ćtlarđu ađ skattleggja happdrćtti líknarfélaga. Ég vil fá svar já eđa nei. Ráđherrann dró viđ sig svariđ og svarađi svo ákveđiđ Nei. Ţá gat hann tekiđ símann í nćđi.
Međ Halldóri Rafnar er genginn einn öflugasti forystumađur blindra og sjónskertra á liđnum árum. Hans verđur minnst fyrst og fremst fyrir árćđi, ljúfmennsku og jákvćtt hugarfar. Hann sá eitthvađ gott í öllum. Blessuđ sé minning hans.
Gísli Helgason fyrrum formađur Blindrafélagsins
Kristinn Halldór Einarsson formađur Blindrafélagsins samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.5.2009 kl. 11:18 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.