Stuðningur til Sjálfstæðis - Vorhappdrætti Blindrafélagsins

Í tilefni af 70 ára afmæli Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, gefur félagið öllum þeim sem kaupa miða í happdrætti félagsins sjóntryggingu að verðmæti 100 þúsund bandaríkjadala. Sjóntryggingin gildir gegn sjónmissi af völdum slysa frá útdráttardegi og til ársloka 2009.

Happdrættið er Blindrafélaginu mikilvægt

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi,  fjármagna starfsemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Þar gegnir happdrætti félagsins, með sínum glæsilegu vinningum, veigamiklu hlutverki.

Með því að kaupa happdrættismiða tekur þú virkan þátt í að styðja til sjálfstæðis blinda og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri og stuðlar þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.

Meðal ávinninga og verkefna Blindrafélagsins með ykkar stuðningi

Aksturþjónusta, Blindrabókasafnið, Blindravinnustofan, Daisy mp3 hljóðbókaspilarar, félagslíf 2-3 í viku fyrir blinda og sjónskerta eldri borgara, íbúðir, leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta, námsstyrkir til menntunar fagfólks, sambýli fyrir fjölfatlaða einstaklinga, Sjónstöð Íslands núna Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Rafrænir happdrættismiðar - Seðilnúmer er happdrættismiðanúmer

Rafrænir happdrættismiðar koma inn í heimabanka landsmanna miðvikudaginn 29. apríl sem valkrafa. Vinsamlegast athugið að seðilnúmerið á valkröfunni er einnig miðanúmer happdrættismiðans. Jafnframt voru sendir hefðbundnir miðar á alla einstaklinga 65 ára og eldri. Mánudaginn 27. apríl var send á öll heimili landsins ýtarleg kynning á happdrættinu og starfsemi Blindrafélagsins. Happdrættismiðinn kostar 1.939 krónur og er það tilvísun í stofnár félagsins, en Blindrafélagið var stofnað 1939 og er því 70 ára í ár.

Við viljum benda fólki á að prenta út upplýsingar um miðakaupin þegar krafan hefur verið greidd.

Ef þessi aðferð við miðakaup hentar þér ekki, getur þú hringt til okkar í síma 525 0000 og keypt miða með greiðslukorti.

Sjóntryggingin

Sjóntryggingin gildir fyrir alla sem greiða miða frá 12. Júní til næstu áramóta. Tryggingin gildir gegn varanlegri blindu(90% sjónmissir eða meira) af völdum slysa.
Ef kaupandi er þegar sjóntryggður (þ.e. styrktarfélagi eða góðvinur) þá getur sjóntryggingin gild fyrir annan einstakling (Í slíkum tilfellum þarf að fá uppgefna kennitölu greiðandans og þess sem á að fá trygginguna).

Meðal frábærra vinninga í ár

Mitsubishi Lancer Sedan að verðmæti kr. 3.640 þús.
Mitsubishi Colt, 5 dyra að verðmæti kr. 2.390 þús.
30 ferðavinningar að verðmæti kr. 500 þús.með
Heimsferðum
100 ferðavinningar, hver að verðmæti kr. 250 þús. með Heimsferðum.
75 gistingar hjá Fosshótel, hver að verðmæti kr. 60 þús.

Samtals eru 207 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 50,5 milljónir króna.

Útdráttur

Vinningar verða dregnir út föstudaginn 12 júní. Upplýsingasími er 525 0000              . Vinningaskrá verður birt á heimasíðu Blindrafélagsins og á síðu 290 í textavarpi sjónvarpsins. Einnig getur fólk hring til Blindrafélagsins og gefið upp kennitöluna sína og fengið upplýsingar um hvort það hafi unnið.
Útgefnir miðar eru samtals 156000. Vininga ber að  vitja innan árs frá útdrætti.  

Áherslur í starfi Blindrafélagsins - Börn og ungmenni

Á Íslandi eru á annað hundrað börn og ungmenni sem eru sjónskert (minna en 30% sjón) eða blind. Blindrafélagið berst fyrir því að þeim gefist kostur á sömu menntunarmöguleikum og jafnöldrum þeirra stendur til boða. Er það m.a. gert með því að styrkja fjárhagslega fagfólk til náms til að kenna og leiðbeina um kennslu blindra og sjónskertra einstaklinga.

Áherslur í starfi Blindrafélagsins - Að vera virkur í samfélaginu

Einstaklingum sem eru á virkum atvinnualdri og eru blindir eða sjónskertir er jafn mikilvægt og öðrum að taka virkan þátt í samfélaginu með atvinnuþátttöku og geta lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi.Blindrafélagið leggur sitt af mörkum til að svo megi vera t.d. með fræðslu, ráðgjöf, akstursþjónustu, leiðsöguhundum, námsstyrkjum og öðrum stuðningi sem leitað er eftir.

Áherslur í starfi Blindrafélagsins - Eldri borgarar

Stærsti hópur blindra og sjónskertra á Íslandi eru eldri borgarar. Blindrafélagið leggur á það mikla áherslu að sjónskerðingin verði ekki til þess að þeir einangrist. Meðal annars heldur Blindrafélagið úti ferðaþjónustu, ráðgjöf, trúnaðarmannkerfi, hljóðmiðlaútgáfu og félagslífi sem sérstaklega er sniðið að þörfum blindra og sjónskertra eldri borgara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband