23.12.2008 | 16:09
Þakklætisvottur til starfsfólks Sjónstöðvar Íslands og Guðmundar Viggóssonar
Mánudaginn 22 desember var haldið jóla kaffisamsæti að Hamrahlíð 17 fyrir starfsfólk og íbúa hússins. Við það tækifæri var að sjálfsögðu fagnað samþykkt laganna um Þjónustu og þekkingamiðstöðina. Í tilefni þess að Sjónstöðin er að hætta starfsemi, þá færði Blindrafélagið Guðmundi Viggóssyni, blómvönd og gjafabréf á veitingastað, fyrir hann og frúnna, sem smávægilegan þakklætisvott fyrir það ötula starf sem hann hefur innt af hendi sem yfirmaður Sjónstöðvar Ísland, allt frá því að stofnunin hóf starfsemi sína árið 1987.
Öllu starfsfólki Sjónstöðvar Íslands verður boðið starf á hinni nýju þjónustu og þekkingarmiðstöð og vonandi munu sem flestir sjá sér hag í að þiggja það.
Myndin sýnir Guðmund veita viðurkenningunni viðtöku. Á myndinni eru frá vinstri: Ólafur Haraldsson, Kristinn Halldór Einarsson og Guðmundur Viggósson.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.