Mikilvægt framfaraskref stigið í þjónustu við blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga

Nú undir kvöld, þann 18 desember, samþykkti Alþingi Íslendinga, lög um þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Mikil samstað var um málið á Alþingi og mæltist m.a. stjórnarandstæðingum svo fyrir að málið væri ljós i myrkrinu og besta mál þessa þings.

Tengill inn á málið hjá Alþingi hér.

Allir sem að þessu máli hafa komið er mikil sómi af sinni aðkomu. Þar má nefna marga aðila svo sem eins og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra sem að ýtti málinu úr vör af hálfu hins opinbera, Guðlaug Þórðarson, heilbrigðisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, fyrir að koma málinu inn á þing við núverandi aðstæður. E
innig er rétt að nefna til sögunar Helga Hjörvar, sem er ötull talsmaður og gegndi lykilhlutverki á úrslitastundu í því að málið komst á dagskrá.

Margir aðrir eiga þakkir skyldar fyrir sitt framlag, eins og t.d. allir þeir einstaklingar sem sátu í framkvæmdanefndinni, en henni var stýrt af Þór Þórarinssyni frá félagsmálaráðuneytinu og Hrönn Pétursdóttur rekstrarhagfræðingi.

Eina manneskju vil ég einnig nefna til sögunnar, sem á stóran hlut í þessum merka áfang, þó ekki sé hún lengur meðal okkar, en það er Helga heitin Einarsdóttir, sem lést langt fyrir aldur fram nú í sumar. Engin ein manneskja bar meiri ábyrgð á því frumkvæðið að fá hingað til lands erlenda fagmenn, sem unnu þær skýrslur um ástand skólamála blindra og sjónskertra, sem varð til að opna augu ráðamenna fyrir alvarleika stöðunnar.

Öll vinnsla á málinu og undirbúningur var í samráði við alla megin hagsmunaaðila og er það til mikillar fyrirmyndar. Þau vinnubrögð skýra fremur en nokkuð annað þá breiðu samstöðu sem var um málið á öllum afgreiðslustigum.

Í raun má segja að alþjóðlegt kjörorð fatlaðra og öryrkja " Ekkert um okkur án okkar" hafi hér verið virt. Árangurinn ætti að vera hvatning til áframhaldandi vinnubragða af sama toga.

Hér hefur mikilvægt framfaraskref verið stigið í þjónustu við blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Allir þeir sem að málinu hafa komið er mikill sómi af.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

(IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband