Er siðferðisboðskapur afgangsstærð sem skiptir ekki máli?

Þessa daganna finnst ýmsum eins og siðferði hafi á undanförnum árum orðið að einhverskonar afgangsstærð sem vart væri fyrirhafnarinnar virði að burðast með í farangrinum. Í sumum af þeim athugasemdum sem finna má á bloggsíðum, um mótmæli blindra og sjónskertra í Bandaríkjunum gegn siðferðisboðskap myndarinna "Blindness", má sjá skýr merki sumra þeirra fordóma sem blindir og sjónskertir þurfa að berjast gegn.

Athyglisvert er að velta því fyrir sér í hvernig ljósi þessir fordómar birtast ef við skiptum blindum út fyrir örvhenta, sem væri ástand sem gæti smitast milli manna og skiptum svo sjóninni út fyrir góðmennskuna eða réttlætið, þannig að allir örvhentir væru undantekningarlaust grimmir og óréttlátir. Eða skipta blindum út fyrir samkynhneygða og sjóninni út fyrir hæfileikann til að elska. 

Það er siðferðisboðskapur myndarinnar sem mótmælt hefur verið af blindum og sjónskertum í Bandaríkjunum og á það jafnframt bent að það hefði aldrei liðist ef mynd með þessum boðskap hefði verið gerð, þar sem allt siðelysið og grimmdin hefði tilheyrt tilteknum kynþætti. Boðskapur sem beinst blygðunarlaust gegn því að sýna ákveðna þjóðfélagshópa í fjandsamlegu ljósi og ala þar með á fordómum hefur verið fordæmdur í mörgum tilvikum. Og það er þeirra sem ekki líta á siðferði sem ónauðsynlegan aukafarangur að ljá þeirri baráttu liðsinni sitt. Hér má sjá ítarlegan rökstuðning bandarísku samtakanna. 

Hér læt ég svo fylgja nokkrar af þeim athugasemdum sem ég safnaði saman frá íslenskum bloggverjum í umræðum um þá gagnrýni sem bandarísku samtökin hafa sett fram: 

Ég skil ekki alveg fyrirsögnina á þessari frétt. Hvernig ætlar blindur maður að fara að því að gagnrýna eitthvað sem hann ekki sér. Hvað næst, ætla heyrnalausir að fara að gagnrýna tónlist?"

„Það verður forvitnilegt að sjá þessa mynd, fyrst hún vekur svona hörð viðbrögð hjá fólki sem getur ekki einu sinni horft á hana"

„Haha segðu. Ég er að spá í að horfa á hana með lokuð augun, kannski hefur hún djúpstæðari áhrif á mig þannig."

„Því ættu blindir ekki að gagnrýna mynd eins og aðrir eða heyrnarlausir tónlist? Beethoven var heyrnarlaus og það eru ótal listamenn og konur sem að ekki sjá. Helen Keller var blind og heyrnarlaus og ekki stoppaði það hana í að vera margverðlaunaður rithöfundur. Því telur þú að þetta fólk geti ekki gagnrýnt list ef það býr til list?"

„Þetta fólk er auðvitað ekki að gagnrýna myndina fyrir hversu slæm eða góð hún sé heldur bara af því að það er viðkvæmt fyrir umfjöllunarefninu."

„fólk lætur allt fara illa í sig, eins og þegar fólk vildi sniðganga the two towers lord of the rings myndina vegna þess að hún væri móðgun við þá sem dóu 11/9/2001 :P kanar eru alltaf tilbúnir að taka hlutum á sem verstann hátt :) „

„Að sjálfsögðu geta blindir gagnrýnt myndina. Helduru að blindir "horfi" aldrei á sjónvarp eða video eða fari í bíó. Heyrnalausir horfa líka á myndir og "hlusta" jafnvel á tónlist. Það er kannski best að kynna sér málin aðeins áður en maður kemur upp um sína eigin fáfræði."

„Ég held að kanar séu ekkert alltaf verstir þegar kemur að svona málum-það heyrist bara hæst í þeim. En mér finnst flott að fá svona myndir inn því það er allt of lítið af þeim sem hristir upp í fólki-margt er orðið svo formúlukennt að maður fær æluna upp í kok."

„ Vissulega var Beethoven heyrnalaus, en hann hafði jú ansi næmt tóneyra frá því áður en hann varð það. Vissulega geta blindir og heyrnalausir framreitt einhvurslags list, um það er ég ekki að deila. En að þeir séu fullfærir gagnrýnendur er auðvitað útí hött. Ef þeir eiga að vera það verðuru að svara mér þessari einföldu spurningu. Hvernig fara blindir að því að sjá kvikmynd? Þeir gera það einfaldlega ekki, þó svo að þeir skynji hana á einhvern annan hátt."

„ Blindir horfa ekki á neitt, þeir eru blindir.Gæsalappir gefa þeim ekki sjón."

„Það er kannski best að kynna sér aðeins bloggin og íhuga hversu mikil alvara liggur að baki þeim áður en maður missir sig í að móðgast fyrir hönd annarra."

„Ég hef margoft farið með blindri manneskju í kvikmyndahús og ég veit vel að sú manneskja er ekki sú eina sjónlausa á þessu landi sem fer í bíó."

„Þannig séð er þetta ekkert furðulegt, blindir fara líka í bíó og auðvelt fyrir þá að hafa áhrif á fólk til að sniðganga myndir."

„Þeir láta mest af Ólafi konungi sem hvorki hafa heyrt hann né séð."

„Það að ætla að hafa einhvers konar díalóg á jafnréttisgrundvelli þegar viðmælandinn getur ekki kynnt sér viðfangsefnið er hreint út sagt fáránleg hugmynd."

„Ég held að þetta sé nú bara fámennur flokkur af fíflum sem er að grenja yfir þessari mynd. Þetta er skáldskapur og ekki á neinn hátt móðgandi fyrir blinda. Ég er Búinn að sjá trailerinn og mér lýst bara vel á þessa ræmu."

„Margir blindir og sjónskertir  fara á kvikmyndahús og fylgjast með sjónvarpi.Ég er ein af þeim. Ég hef ekki farið á þessa kvikmynd og ætla því, að svo stöddu, ekki að tjá mig um hana en - en svo framarlega sem kvikmyndin er ekki þöglumynd þá get ég ekki ímyndað mér annað en að ég fengi með mér innihald myndarinnar þó ég sæi hana ekki."

„Eru þeir búnir að sjá myndina? Ja, spyr sá sem ekki veit!"

„ Góður :)"

„Já, hún var þukluð á þá á fingramáli. Nýjasta tækni lætur ekki hlæja að sér. Annars er Gróa alltaf á næsta leiti og tilbúinn að segja blindum sem sjáandi frá öllu sem gerist."

„Nú spyr ég af fávisku minni  ... og eflaust svolitlum fordómum. En eru blindir stór markaðshópur þegar það kemur að bíómyndum?"

„Ég var líka að velta þessu fyrir mér.Og hvernig geta þeir gagnrýnt þetta ef þeir geta ekki séð myndina"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband