25.7.2008 | 16:56
Vinna andoxunarefni gegn arfgengri hrörnun í sjónhimnu?
Vísindamenn eru farnir að hvetja þá sem eru með RP að taka inn ákveðna samsetningu andoxunarefna, því líkur séu á því að það komi að gagni við að hægja á þróun hrörnunarferlisins án þess að hafa í för með sér alvarlegar aukaverkanir.
Á ráðstefnu Retina International í Helsinki hitti ég konu frá S-Afríku sem sagði frá því að í hennar tilviki hefði hrörnunarferlið stöðvast frá þeim tíma þegar hún hóf inntöku þessara andoxunarefna. Mælingar augnlæknis hefðu staðfest þetta.
Þessi andoxunarefni eru nú fáanleg og heita RetinaComplex.
Á fundi vísindanefndar Retina International (SMAB) sem var haldinn í apríl síðast liðnum var samþykkt yfirlýsing varðandi notkun andoxunarefna gegn RP.
Hér fer lauslegri þýðingu á yfirlýsingunni, fyrir neðan er enska útgáfan:
"Óháðar niðurstöður frá vel virtum rannsóknaraðilum eru samdóma um að ákveðin blanda af andoxunarefnum séu árangursrík til að hægja á þróun hrörnunar í sjónhimnu í tilraunadýrum. Jákvæða viðbrögð í öllum þessum tilraunadýrum gefa til kynna að notkun andoxunarefna geti gefið góða raun sem meðferð við RP og öðrum tengdum sjúkdómum
Öryggisatriði meðferðarinnar í dýratilraununum hafa sýnt sig vera í lagi, auk þess sem efnin sem eru notuð eru þekkt fyrir að vera örugg fyrir menn og eru ekki efni sem eru flokkuð sem lyf.
Retina International hlakkar til að sjá niðurstöður klínískrar rannsóknar á mönnum, um notkun andoxunarefna til að hægja á hrörnunarferli í sjónhimnu, sem nú eru í gangi í Mediterranean Ophthalmology Foundation, Valencia, Spain (Prof. F.J. Romero)".
At the Annual Retina International Scientific and Medical Advisory Board [SMAB] meeting held at the ARVO congress in April the board issued the following statement on the use of anti oxidants for RP:
"Independent evidence from well respected laboratories agrees that combinations of antioxidant supplements are successful in slowing retinal degeneration in RD animal models. Positive effects in all these animal models may indicate that such treatment could be effective in most or all forms of RP and allied diseases irrespective of molecular diagnosis.
Safety seems assured from the animal testing done to date and from the fact that the supplements used are known to be well tolerated in humans and are not controlled substances.
Retina International looks forward to the results of human clinical studies for this promising treatment to slow the progression of Retinal Degeneration. These studies are ongoing at the Mediterranean Ophthalmology Foundation, Valencia, Spain (Prof. F.J. Romero)".
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.7.2008 kl. 13:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.