27.6.2008 | 11:54
Menningin blómstrar ađ Hamrahlíđ 17 - Útítónleikar, málverkasýning og blint kaffihús
Ađ Hamrahlíđ 17, húsnćđi Blindrafélagsins, er mikil gróska í menningarstarfi ţess sólríku sumardaga. Í gćr, fimmtudaginn 26 júní, hélt Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari útitónleikar fyrir starfsmenn, íbúa og gesti. Og eins og ég hef greint frá áđur er Halldór Dungal listmálari međ málverkasýningu í húsnćđi Blindravinnustofunnar, blint kaffihús er í fullum gangi á vegum Ungblindar, (sjá hér frásögn gests)
Hér fer stutt kynning frá Hafdísi:
Hafdís Vigfúsdóttir stundar um ţessar mundir nám í flautuleik í París. Líkt og farfuglarnir flýgur hún heim í sumarbyrjun međ flautuna á bakinu, tilbúin ađ blása til sumars! Í júní og júlí mun hún starfa á vegum Hins hússins viđ ađ flytja Reykvíkingum og nćrsveitungum samsuđu tónlistar frá ýmsum heimshornum s.s. Frakklandi, Argentínu og Japan. Auk opinberra tónleika í kirkjum, á listasöfnum og kaffihúsum heldur Hafdís tónleika á nokkrum af hinum fjölbreyttu vinnustöđum borgarinnar...
Eru Hafdísi fćrđar kćrar ţakkir fyrir ánćgjulega tónleika sem fóru fram á svölum Costa del Hamró, eins og Ungblindar fólkiđ kallar nú húsnćđi Blindrafélagsins ađ Hamrahlíđ 17.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.