Aukin gróska í hljóðbókagerð

Nýlega þá seldi Blindrafélagið hljóðbókútgáfu sina. Kaupandi var  Hljóðbók.is - Hljóðvinnslan ehf. Hljóðbækur munu þó áfram verða til sölu á skrifstofu Blindrafélagsins. Blindrafélagið vonast til að aukin gróska muni verða í útgáfu á hljóðbókum og að á næstunni muni útgefnum titlum fjölga. Eins og kemur fram í viðtali Mbl.is við bæði Gísla og Þóru Sigríði forstöðumann Blindrabókasafnsins þá er hindranir sem standa þessari starfsemi fyrir þrifum. Væntanlega er áhrifaríkasta leiðin til að ryðja þessum hindrunum úr vegi að stækka markaðinn og notendahópinn fyrir hljóðbækur.

Um leið og hljóðbækur eru mikilvægar blindu og sjónskertu fólki, sem og lesblindu, þá geta þær jafnframt verið mikilvægar fullsjáandi og fulllæsum einstaklingum, þó ekki væri til annars en sem afþreying. Raunar er það svo að blindir og sjónskertir eru í miklum minnihluta sem kaupendur hljóðbóka.

Það er t.d. tilvalið að vera með vel lesnar og skemmtilegar sögur í bílnum til að hlusta á í ferðalaginu, eða í bæjarumferðinni. Að setja hljóðbók í tækið og hlusta á sögu undir heimilisverkunum gerir heimilisverkin að skemmtilegri iðju en áður.

Með því að googla orðið hljóðbók má finna vefi sem eru að bjóða hljóðbækur, bæði fríar og til sölu.

 


mbl.is Hljóðbókamarkaðurinn stækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband