25.3.2009 | 20:49
Hundur á þingi
Helgi Hjörvar alþingismaður er nú að máta sig saman við leiðsöguhundinn Exit sem er sérþjálfaður til að vera leiðsöguhundur fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga. Ef allt gengur að óskum má gera ráð fyrir því að leiðsöguhundurinn Exit fari á þing með Helga og vonandi mun þeir eiga eftir að eiga gott og farsælt samstarf.
Exit var ásamt 3 öðrum leiðsöguhundum fluttur inn frá leiðsöguhundaskóla norsku blindrasamtakanna af Blindrafélaginu. Mikil og ströng þjálfun liggur að baki þjálfun leiðsöguhunds og síðan stíft samþjálfunarferli hunds og notenda. Hundur og notandi eru sérstaklega valdir saman með tilliti til skapgerðar og virkni.
Innflutningur á þessum fjórum hundum var tilraunaverkefni sem stofnað var til með samstarfi Blindrafélagsins og heilbrigðisráðuneytisins í ráðherratíð Sifjar Friðleifsdóttur, Guðlaugur Þór Þórðarson varð síðan heilbrigðisráðherra og dyggur stuðningsmaður verkefnisins. Verkefnið var jafnframt styrkt rausnarlega af Lions hreyfingunni á Íslandi. Hér má lesa um verkefnið.
Áður en Guðlaugur hvarf úr heilbrigðisráðuneytinu skipaði hann nefnd sem skildi gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag á því hvernig staðið skildi að leiðsöguhundamálum hér á landi. Nefndin hefur nú lokið störfum og sent hugmyndir sínar til ráðherra og er nú einungis beðið eftir því að núverandi heilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson, gefi færi á fundi til að kynna megi niðurstöður nefndarinnar, sem mikil og breið samstaða var um.
En hvað kostar að fá leiðsöguhund? Ef allur kostnaður er tekinn og reiknað með meðal starfstíma leiðsöguhunds, þá leggur kostnaðurinn sig á ca 2500 kr á dag reiknað til núvirðis. Það er svona eins og ein leigubílaferð, eða ein stór pizza í heimsendingu. Sjálfstæðið og lífsgæðin sem notendur leiðsöguhunda öðlast eru hinsvegar margfalt meira virði en andvirði einnar pizzu á dag. Því má færa fyrir því gild rök að þeim fjármunum sem veitt er í leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga sé vel varið.
Að lokum vill ég koma þeirri ósk á framfæri að hugtakið leiðsöguhundur verði frekar notað en blindrahundur.
Geir kveður og X heilsar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:23 | Facebook
Athugasemdir
Ég óska Helga til hamingju með leiðsöguhundinn. Að hafa einn slíkan "í vinnu" á jafn áberandi stað og Alþingi minnir vonandi á mikilvægi slíkra hunda fyrir þá sem á þurfa að halda.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.3.2009 kl. 23:43
FAlleg og hlý orð frá HH, enda falleg og hlý kona!
Magnús Geir Guðmundsson, 25.3.2009 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.