Nýr aðgengisvottaður vefur Blindrafélagsins

Nýr vefur Blindrafélagsins hefur hlotið vottun frá fyrirtækinu Sjá ehf. og Öryrkjabandalaginu um að  vefurinn www.blind.is standist kröfur um aðgengi fyrir fatlaða. Vefurinn hefur fengið vottun fyrir forgang 1 og 2. 

Forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er um aðgengi á vef. Forgangur 2 gerir meiri kröfur um aðgengi á vefnum. Síðan er einnig til forgangur 3, sem gerir miklar kröfur um aðgengi vefs.  Vottunin nær ekki til vefsíðna sem eru á erlendum tungumálum.

Það sem gert hefur verið til að bæta aðgengið á vefnum er meðal annars:

  • Hægt er að skoða allt efni vefsins í skjálesurum en þá nota blindir og sjónskertir.
  • Hægt er að stækka og minnka letrið á skjánum.
  • Hægt er að breiðletra allan texta (bold).
  • Hægt er að breyta um bakgrunnslit fyrir sjónskerta og/eða lesblinda.
  • Textahamur í boði fyrir lesblinda notendur.
  • Hreyfihamlaðir notendur geta vafrað um vefinn án þess að nota músina.
  • Öll tenglaheiti eru skýr.
  • Allar skammstafanir hafa annaðhvort verið teknar út eða eru með útskýringu.
  • Allar myndir hafa útskýringatexta (ALT texta).
  • Öll viðhengi eru útskýrð. Til dæmis kemur fram tegund og stærð skjals og hvort að það sé aðgengilegt í skjálesara.
  • Allar umsóknir hafa verið útbúnar fyrir skjálesara, ekki er notast við PDF umsóknir. 
  • Vefurinn virkar án javascripta.
  • Leiðbeiningar og útskýringar eru til staðar  fyrir ofan alla virkni og kynningartexti er á öllum síðum.

Vottun vefráðgjafarfyrirtækisins Sjá byggist á gátlistanum WAI (Web Accessibility Initiative) hefur verið uppfærður miðað við nýjustu útgáfu sem er alþjóðlegur staðall fyrir aðgengi á Netinu. Sjá hefur í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands sniðið listann að íslenskum aðstæðum og hefur hann verið prófaður af notendum með margs konar fötlun.

Forsenda þess að Blindrafélagið sé trúverðugt, þegar það setur fram ábendingar, kröfur eða gagnrýni sem snýr að aðgengi blindra og sjónskerta einstaklinga að vefsvæðum, er að vefsvæði félagsins uppfylli þær kröfur sem félagið telur eðlilegat að gera með tilliti til aðgegnis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband