Nýr forstjóri Þjónustu og þekkingarmiðstöðvar blindra og sjónskertra einstaklinga

Ályktun samþykkt á stjórnarfundi Blindrafélagsins 26. febrúar 2009 í tilefni ráðningar forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga:  
"Félagsmálaráðherra hefur ráðið Huld Magnúsdóttur í stöðu forstjóra Þjónustu og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, en stofnunin hóf starfsemi þann 1 janúar 2009. Blindrafélagið leggur mikið upp úr því að eiga sem best samstarf við alla þá aðila sem koma að þeim hagsmunamálum sem félagið sinnir og býður því hinn nýja forstjóra velkominn til starfa. Að mati forystu Blindrafélagsins voru í hópi umsækjenda mjög hæfir einstaklingar sem Blindrafélagið þekkir vel til og jafnframt eru vel kunnugir málefnum blindra og sjónskertra. Enginn þeirra varð fyrir valinu í stöðu forstjóra miðstöðvarinnar.  Að því gefnu að félags- og tryggingarmálaráðuneytið hafi staðið faglega að ráðningunni, má ljóst vera að Blindrafélagið getur haft miklar væntingar til starfa og þekkingar hins nýráðna forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.“
  Stjórn Blindrafélagsins,Samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hverjir sóttu um og hvern taldi blindrafélagið "jafnhæfa" eða hæfari til starfans??? Og hver voru rök ráðuneytist fyrir þessari ráðningu umfram aðra??

Mér sýnist ljóst að hún hefur ekki nokkra þekkingu á málefninu þó mjög vel menntuð sé.

(IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 13:01

2 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Sæl Sigurlaug

Hér er listinn yfir umsækjendur:

• Arnar Pálsson
• Arnþór Helgason
• Atli Steinn Guðmundsson
• Bergur Þ. Steingrímsson
• Björn Vernharðsson
• Erna Guðmundsdóttir
• Gunnar Karl Nielsson
• Gylfi Skarphéðinsson
• Haukur Arnþórsson
• Hrefna K. Óskarsdóttir
• Hrönn Pétursdóttir
• Huld Magnúsdóttir
• Játvarður Jökull Ingvarsson
• Jenný Þ. Magnúsdóttir
• Jóhannes Guðni Jónsson
• Jón Sævar Jónsson
• Júlíana H. Aspelund
• Olga Möller
• Ómar Þór Eyjólfsson
• Ronald Guðnason
• Sara Magnúsdóttir
• Sólrún Halldórsdóttir
• Sólrún Hjaltested
• Svavar Guðmundsson
• Tamara Lísa Roesel

Blindrafélagið var ekki beðið um álit á því hvern bæri að ráða. Margir einstaklingar innan forustu Blindrafélagsins þekkja hins vegar ágætlega til starfa einstaklinga sem sóttu um stöðuna. Í ljósi þess Blindrafélaginu hafa ekki borist neinar röstuddar ábendingar eða  upplýsingar um að ófaglega hafi verið staðið að ráðningunni,  þá getur Blindrafélagið ekki ályktað annað en að hæfasti umsækjandinn umsækjandi hljóti a' hafi verið ráðinn þegar tillit er tekið til allra þátta, jafnvel þó félagið þekki ekki til viðkomandi umsækjanda. Þar af leiðandi megi  hafa upp miklar væntingar til þess hvernig stofnun muni starfa undir  stjórn nýs forstjóra. 

Ég læt hérna fylgja með texta auglýsingarinar þegar starfið var auglýst:

Embætti forstjóra
nýrrar þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar
fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga

Laust er til umsóknar embætti forstjóra nýrrar stofnunar sem heyrir undir félags- og tryggingamálaráðuneytið skv. 2. gr. laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga nr. 160/2008. Forstjórinn starfar samkvæmt fyrirmælum laga, reglugerða og erindisbréfs sem ráðherra setur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Þekking og reynsla sem nýtist á starfssviði stofnunarinnar og við stjórnun hennar.
• Leiðtogahæfileikar.
• Færni í mannlegum samskiptum.
• Gott vald á íslensku og færni í að tjá sig í ræðu og riti.
• Góð tungumálakunnátta í ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Lára Björnsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs í síma 545 8100. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um stöðuna. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um launakjör fer samkvæmt ákvörðun Kjararáðs.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast félags- og tryggingamálaráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík, eða á netfangið: postur@fel.stjr.is eigi síðar en 19. janúar 2009. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin.


Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 2. janúar 2009.

Kristinn Halldór Einarsson, 28.2.2009 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband