Blindraletur í sjónvarpsfréttum RUV

Í sjónvarpsfréttum hjá RUV þriðjudaginn 6 janúar var sagt frá því að 200 ár eru um þessar myndir liðnar frá fæðingu Loius Braille, höfundar Blindraletursins. Í fréttinni var einnig fjallað um stöðu blindraletursins hér á landi. Fréttina má sjá hér.

Sá hluti fréttarinnar að eini blindraletursprentarinn í hinni nýju Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda, sé bilaður, hefur vakið nokkra athygli. Við mig hafa haft samband aðilar sem hafa lýst áhuga á að standa fyrri eða koma að söfnun fyrir nýjum prentara. Slíkt er þakkarvert og spennandi verður að sjá hvort eitthvað kemur út úr því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það mætti hefja söfnun af minna tilefni en þessu. Best væri að fá ve´lina viðgerða líka, þ.a. fleiri en einn prentari sé til :-)

Haraldur Baldursson, 7.1.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Sæll Haraldur
Draumurinn er einmitt sá að fá nýjan blindraletursprentar og gera við þann sem nú er bilaður þannig að hann geti verið til taks á álagstímum og til vara..
Takk fyrir athugasemdina

Kristinn Halldór Einarsson, 7.1.2009 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband