12.12.2008 | 10:05
Stórmerk tíðindi - Frumvarpi til laga um Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
Á dagskrá þingfundar Alþingis í dag, 12 desember 2008, er 1. umræða að frumvarpi til laga um Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Málið er flutt af félags og tryggingarmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Hér er um mjög mikilvægt mál að ræða sem unnið hefur verið að á undanförnu eina og hálfu ári í mjög góðu samstarfi allra hagsmunaaðila. Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir öflugt og virkt samráð, enda er mjög breið samstaða um öll meginatriði frumvarpsins. Að samráðinu komu félags og tryggingarmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, menntamálaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samband Íslenskra Sveitarfélaga, Blindrafélagið, foreldradeild Blindrafélagsins, Daufblindrafélagið, starfsfólk Sjónstöðvar Íslands og kennsluráagjafar blindra og sjónskertra nemenda.
Á tímabili leit út fyrir að þetta mál myndi ekki ná inn á þing fyrir áramót og hefði það haft í för með sér mikið upplausnarástand í málaflokki sem hefur verið vanræktur til margra ára. Eftir að ég og framkvæmdastjóri Blindrafélagsins áttum stuttan fund með Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrir milligöngu okkar öfluga liðsmanns Helga Hjörvar, komst hreyfing á málið. Í kjölfarið sendi stjórn Blindrafélagsins bréf til allra þeirra þriggja ráðherra sem komið hafa að málinu og afrit til forsætisráðherra, þar sem grein var gerð fyrir hversu alvarlegar afleiðingar það gæti haft ef málið yrði ekki lagt fram og samþykkt fyrir áramót.
Nú er málið komið á dagskrá sem ríkisstjórnarfrumvarp og ber að fær ríkisstjórninni þakkir fyrir sinn þátt í málinu. Nú er hinsvegar komið að Alþingi og vil ég hvetja þingmenn til að afgreiða málið, enda er um það breiða samstaða allra megin hagsmunaaðila og allur undirbúningur og samráð við frágang málsins hefur verið til fyrirmyndar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2008 kl. 17:16 | Facebook
Athugasemdir
Til lukku með þetta Kristinn Halldór!
En eins og þú segir, þá er þetta þó stórt sé, aðeins fyrsta skrefið. Ég hef núlengi fylgst með pólitíkinni og veit að mörg málin og góð hafa verið lögð fram, en svo ekki afgreidd af þinginu, t.d. "svæfð í nefnd" eins og stundum er sagt, eða fallið milli skips og bryggju í hasarnum sem jafnan hefur myndast við frestun eða lok þingstarfa!
En aftur til lukku og vonum það besta!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.12.2008 kl. 10:37
Kærar þakkir fyrir kveðjuna meistari.
Vonanid dugar það nú til að ná þessu máli í gegnum þingið, að þetta er ríkiistjórnarfrumnvarp, sem samþykkt hefur verið í þingflokkum beggja stjórnarflokkanna.
Kristinn Halldór Einarsson, 12.12.2008 kl. 12:12
það var nú gott að þetta frestaðist ekki. Við krossum fingur, og biðjum í hljóði.
(IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.