Verjum velferðina!

Í dag, mánudaginn 24 nóvember kl 16:30 hafa BSRB, Félag eldri borgara, Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands, með 30 aðildarfélög innan sinna vébanda, boðað til útifundar á Ingólfstorgi undir yfirskriftinni Verjum velferðina.  

Fjölmennum á fundinn og sýnum að við látum ekki brjóta velferðarþjónustuna niður. Við höfnum því að ráðist verði að undirstöðum samfélagsins með stórfelldum niðurskurði á velferðarkerfinu.

Þegar þrengir að er mikilvægt að ekki sé vegið að almenningi.

Við höfnum sérhverri aðför og krefjumst þess að stofnanir samfélagsins verði styrktar á erfiðum tímum.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Tónlistaratriði: Tómas R. Einarsson og Ragnheiður Gröndal

Ávörp flytja: 

Gerður A. Árnadóttir formaður Þroskahjálpar

Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB

Halldór Sævar Guðbergsson formaður Öryrkjabandalags

Margrét Margeirsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík

Fundarstjóri verður Björg Eva Erlendsdóttir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband