Í fréttum er þetta helst - Hvað kemst í fréttir?

Undanfarna daga hefur hart verið deilt á fréttamat og frásagnir fjölmiðla af útifundinum á laugardaginn. Margir eru þeirra skoðunar að fréttaflutningurinn hafi ekki verið sanngjarn og of mikið verið gert úr uppákomum eftir fundinn, á kostnað þeirra málefna sem fundurinn snérist um og hversu margir voru mættir á fundinn. Hvað er eiginlega nýtt?, getur maður spurt

Samtökin almannheill voru með fund í síðustu viku, þar sem fjallað var um hlutverk almannaheillasamtaka á erfiðleikatímum. Fundurinn var vel sóttur og fróðleg erindi voru haldinn, auk þess sem tveir ráðherrar, félagsmála- og heilbrigðisráðherra, mættu á fundinn og hvöttu samtökin til dáða um leið og þeir viðurkenndu mikilvægi þeirra. Sjá hér ályktun frá fundinum. Allt fékk þetta sáralitla athygli fjölmiðla.

Meðal þeirra sem starfa innan almannaheillasamtaka, er það vaxandi áhyggjuefni, að samtökin eru að lenda í auknum erfiðleikum við að koma á framfæri við fjölmiðla, fréttum af starfi, málflutningi og hagsmunum samtakanna. Efnið þykir ekki áhugavert nema um sé að ræða  hneyksli, átök, eymd, persónulega harmleiki eða aðra neikvæða atburði, nema ef vera skyldi stuðningur fyrrum auðmanna.

Blöð sem áður voru jákvæð gagnvart því að birta innsendar greinar og greina frá starfi þessara samtaka, eru nú orðin tregari til og margt af því sem gert er fær aldrei pláss í fjölmiðlum. Þessi þögn leiðir síðan til þess að samtökunum gengur verr og verr að endurnýja og fjármagna starfsemi sína.

Að komast inn í ljósvakamiðlana getur oft verið mjög torsótt. Þó ber að halda til haga að á Rás 1 er ætlað meira pláss undir umfjöllun sem gagnast almannheillasamtökum, en á öðrum ljósvakafjölmiðlum.

Nú fara í hönd tímar þar sem mikilvægt er að niðurskurðarhnífnum verði ekki beitt gegn almannaheillasamtökum, sem mörg hver eru með öflugt sjálfboðaliðastarfi, vinna samfélaginu mikið gagn og stand fyrir mikilvægum verkefnum. Mikilvægt er að fjölmiðlar taki ekki þátt í að umvefja starfsemi þessara samtaka þögn, heldur skýri frá því uppbyggilega starfi sem þessi samtök inna af hendi. Það mun verða jákvætt innlegg í uppbyggingu hins Nýja Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband