2.9.2008 | 12:49
Sjónskert börn í fjórđa bekk fá gefins fartölvur
Ţađ voru konur í Thorvaldsenfélaginu sem seldu jólamerki félagsins um síđustu jól til styrktar blindum og sjónskertum börnum. Félagiđ afhenti sjóđnum eina milljón króna til kaupa á fartölvum fyrir blind og sjónskert grunnskólabörn og ákvađ stjórn sjóđsins ađ styrkja sérstaklega verkefni á vegum kennsluráđgjafarinnar, sem mun verđa hluti af nýrri ţjónustu og ţekkingarmiđstöđ blindra og sjónskertra. Verkefniđ er fólgiđ í ţví ađ tölvurnar verđa allar útbúnar međ stćkkunarbúnađi sem auđveldar sjónskertum nemendum ađ halda í viđ jafnaldra sína og munu kennsluráđgjafar fylgjast međ ţessum hópi nemenda sérstaklega og kenna ţeim á búnađinn.
Sjóđurinn Blind Börn á Íslandi var stofnađur fyrir mörgum árum síđan af útvarpsmönnunum Gulla Helga og Jóni Axel. Ţeir hófu sölu á efni tengdum útvarpsţćtti sem ţeir voru međ og nutu til ţess stuđnings fleiri ađila. Sjóđurinn hefur stađiđ fyrir úthlutunum og skemmtunum fyrir blind og sjónskert börn á undanförnum árum.
Mikil ánćgja ríkti međal krakkanna, foreldra ţeirra, Thorvaldsenkvenna og annarra sem stóđu ađ verkefninu. Ljóst má vera ađ ţetta er verkefni sem vonandi mun hafa mikil og jákvćđ áhrif á nám og leik ţessara krakka.
Ţessum viđburđi voru gerđ góđ skil í fréttum Stöđvar2 og mér finnst ástćđa til ţess ađ hrósa dagskrágerđarfólki Stöđvar2 fyrir ţann áhuga sem ţeir hafa ađ undanförnu sýnt málefnum blindra og sjónskertra.
Thorvaldsenfélaginu og forsvarsmönnum sjóđsins Blind börn á Íslandi, eru eru fćrđar kćrar ţakkir fyrir framlagiđ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.