Árni Páll eđa Guđbjartur?

Ég er jafnađarmađur og hef kosiđ ađ vera félagi í Samfylkingunni. Nú ţegar ađ formannskjör er fram undan í Samfylkingunni, einstakt međal íslenskra stjórnmálaflokka vegna ţess hversu margir eiga kosningarétt, ţá er ég sáttur viđ ţá valkosti sem í bođi eru. Mér finnst gott ađ geta valiđ á milli nokkuđ ţekktra stćrđa, frekar en ađ velja hiđ óţekkta, sem margir virđast ađhyllast í dag.
 
Ekki hugmyndafrćđilegur munur
Báđir frambjóđendurnir, Árni Páll og Guđbjartur, finnst mér búa sameiginlega og hvor í sínu lagi yfir eiginleikum sem ég met sem góđa kosti fyrir leiđtoga í stjórnmálaflokki ađ hafa. Ţetta eru eiginleikar eins og auđmýkt, ákafi, framtíđarsýn, hugrekki, mćlska, réttsýni, sanngirni, sáttavilji, stjórnunarreynsla, yfirsýn, yfirvegun, vinnusemi og ţekking. Hugmyndafrćđilega sé ég ekki mun á Árna Páli og Guđbjarti, báđir finnst mér ţeir standa traustum fótum sem klassískir jafnađarmenn. Vinstri og hćgri skilgreiningar finnst mér í besta falli vera mjög ónákvćmar til ađ greina á milli ţeirra. Fyrir mér er ţetta ţví spurning um ólíkan stíl, mat á ţví hvar meginstyrkleikar og -veikleikar ţeirra liggja og hvađa eiginleikar mér finnast skipta mestu máli í fari nćsta formanns Samfylkingarinnar.

Góđ samskipti 
Ég hef átt samskipti viđ bćđi Árna Pál og Guđbjart á undanförnum árum í starfi mínu sem formađur Blindrafélagsins og mćtt af hendi beggja velvilja, sanngirni og réttsýni. Árna Páli hef ég veriđ kunnugur lengi en leiđir okkar lágu fyrst saman í Ćskulýđsfylkingu Alţýđubandalagsins. Guđbjarti man ég fyrst eftir sem vinsćlum skátaforingja ofan af Skaga frá ţví ađ ég var í skátunum.
 
.. hef ég ákveđiđ..
Ţegar ég geri upp viđ mig hvorn frambjóđandann ég ćtla ađ styđja til formanns í Samfylkingunni ţá horfi ég til ţess hvor ţeirra mér finnst líklegri til ađ stćkka Samfylkinguna og ná ađ lađa fleiri til fylgis viđ jafnađarstefnuna. Mér finnst einnig mikilvćgt ađ horfa til klassískra leiđtogaeiginleika frekar en stjórnunareiginleika, hvoru tveggja eru ađ sjálfsögđu dýrmćtir eiginleikar. Eins finnst mér mikilvćgt ađ kynslóđaskipti eigi sér stađ í forystu Samfylkingarinnar. Af ţessum sökum hef ég ákveđiđ ađ styđja Árna Pál til formanns í Samfylkingunni.
 
Kjarkur til ađ bjóđa til umrćđu ţeim sem kunna ađ hafa ađrar og ólíkar skođanir .
 Reynsla mín af samskiptum viđ Árna Pál sem ráđherra vegur einnig ţungt. En á ţeim stutta tíma sem Árni Páll var félagsmálaráđherra ţá varđ ég vitni ađ vinnubrögđum ráđherra sem mér finnast vera til mikillar eftirbreytni. Hann kallađi saman breiđan hóp fólks til skrafs og ráđgerđa um mál sem hann sem ráđherra var međ til úrlausnar. Ţar hlustađi hann á skođanir og viđhorf annarra og mćldi viđ sín eigin viđhorf og skođanir. Ţetta er samráđ, ţar sem kallađ er eftir viđhorfum áđur en málin eru orđin fullmótuđ. Ég hef ekki orđiđ vitni ađ, eđa veriđ bođiđ til ţátttöku í, sambćrilegum vinnubrögđum frá öđrum ráđherrum. Mér finnst ţetta vera vinnubrögđ sem eru til fyrirmyndar og sýna á vissan hátt hversu traustum fótum Árni Páll stendur í klassískri jafnađarstefnu, og hefur sem slíkur nćgan kjark til ađ bjóđa til umrćđu ţeim sem kunna ađ hafa ađrar og ólíkar skođanir en hann sjálfur.
 
Út úr ömurlegri niđurrifsumrćđu- og stjórnmálahefđ
Fyrir mér er Árni Páll einnig einn af mjög fáum stjórnmálamönnum sem eru líklegir til ađ geta náđ okkur út úr ţeirri ömurlegu niđurrifsumrćđu- og stjórnmálahefđ sem lamar allt stjórnmálalíf á Íslandi í dag, til mikils skađa fyrir land og ţjóđ. Ţađ vegur einnig ţungt fyrir mig ţegar ég tek ţá afstöđu ađ styđja og kjósa Árni Pál Árnason til formennsku í Samfylkingunni.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Hvor ţeirra stendur nćr "GUĐI"?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1275900/

Jón Ţórhallsson, 11.1.2013 kl. 18:43

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Skiptir engu máli hvor ţeirra verđur kjörinn formađur af ţví ađ báđir hafa gert major afglöp í starfi sem ráđherrar.

Svo eru ţeir báđir eitilharđir ESB og evru menn í ţokkabót..

Augljóslega ţá er hvorugur ţeirra hćfur í ţessa formannsstöđur.

Kveđja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 12.1.2013 kl. 03:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband