12.1.2011 | 12:04
Málsvörn bæjarstjóra Kópavogs: Brjótum lög á öllum fötluðum, annað væri mismunun og ætllum að gera vel til lengri tíma litið
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eiga Blindrafélagið og Kópavogsbær í deilu um ferðaþjónustuúrræði sem lögblindum Kópavogsbúum stendur til boða. Deilan snýst í stuttu máli um hvort að sú ferðaþjónusta: að þurfa að panta bíl með 24 klst fyrirvara, og hafa enga tryggingu fyrir að mæta á áfangastað á réttum tíma, uppfylli markmið 35 greinar úr Lögum um málefni fatlaðra, svohljóðandi:
"Sveitarfélög skulu gefa fötluðum kost á ferðaþjónustu. Markmið ferðaþjónustu fatlaðra er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda."
eða 20 greinar úr Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, svohljóðandi:
"Aðildarríkin skulu gera árangursríkar ráðstafanir til þess að tryggja að einstaklingum sé gert kleift að fara allra sinna ferða og tryggja sjálfstæði fatlaðra í þeim efnum, eftir því sem frekast er unnt, m.a. með því: a) að greiða fyrir því að fatlaðir geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem, og þegar, þeim hentar og gegn viðráðanlegu gjaldi"
Blindrafélagið er þeirrar skoðunar að ferðaþjónusta fatlaðra í Kópavogi uppfylli ekki þau ákvæði sem rakin eru hér að framan. Fyrst og fremst vegna þess að þjónsutan tekur ekki mið af einstaklingsbundunum þörfum þeirra fötluðu einstaklinga sem í hlut eiga. Kópavogsbær er með þessu ekki einungis að brjóta á réttindum blindra Kópavogsbúa, heldur allra fatlaðra Kópavogsbúa. Blindrafélaginu ber hinsvegar skilda til að gæta réttinda sinna félagsmanna.
Málsvörn bæjarstjóra Kópavogs birtist í Fréttablaðinu í dag og er svohljóðandi:
"Við erum að taka yfir þennan málaflokk frá ríkinu og ætlum okkur að skara fram úr í þjónustu við fatlaða til lengri tíma," segir Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafnar Kópavogsbær því að niðurgreiða leigubílaakstur fyrir Odd Stefánsson, blindan pilt í bænum. Oddi stendur til boða eins og öðrum fötluðum í Kópavogi að aka með ferðaþjónustu sem verktaki sinnir fyrir bæinn. Blindir íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fá langflestir niðurgreiddan leigubílaakstur í samstarfi við Blindrafélagið. Oddur hefur kært synjun Kópavogsbæjar til sérstakrar úrskurðarnefndar.
"Við erum að uppfylla lögbundna þjónustu," segir Guðrún sem kveður það ekki rétt sem Kristinn Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, hafi haldið fram að bæði fyrrverandi og núverandi meirihluti í Kópavogi hafi algerlega hunsað óskir um úrbætur og félagið ekki fengið fundi með ráðamönnum.
"Ég fundaði með Kristni og öðrum aðila frá Blindrafélaginu. Það hafa komið erindi frá þeim um að við tækjum upp sama fyrirkomulag og Hafnarfjörður og Reykjavík hafa með leigubílana. Því var hafnað, bæði í vor og í haust á grundvelli þess að við vildum ekki mismuna fötluðum eftir því hvort þeir væru blindir eða fatlaðir á annan hátt," segir bæjarstjórinn."
Til gamans og upplýsinga má geta þess að umræddur fundur sem bæjarstjóri Kópavogs talar um, var viðtalstími sem einn félagi Blindrafélagsins, búsettur í Kópavogi fékk með bæjarstjóranum sínum og bauð mér að koma með á.
Loforð allra þeirra sem buðu fram til bæjarstjórnar Kópavogs í kosningunum í maí 2010 má lesa hér:
Af vef Kópavogsbæjar um Ferðaþjónusta fatlaðra:
Mikilvægar upplýsingar fyrir farþega
Um leið og við bjóðum þig velkomin(n) í Ferðaþjónustu fatlaðra viljum við benda á okkur atriði til upplýsingar fyrir farþega.
Þjónustusvæðið er höfuðborgarsvæðið. ksturstími Ferðaþjónustunnar er frá kl. 07:00 til kl. 24:00 alla daga. stórhátíðisdögum miðast akstur við Strætó b.s. Ein ferð telst frá A til B.
Pöntunarsími Ferðaþjónustunnar er 550-4700 og er hann opinn frá kl 08:00 til 16:00 lla virka daga. Hægt er að panta ferðir með tölvupósti og er netfangið erd@simnet.is. Vaktsími eftir lokun er 860-0741.
Pantanir þurfa að berast deginum ður en geta borist samdægurs fyrir kl. 16:00 vegna kvöldferða. Sama gildir um fboðanir ferða annars teljast þær með í uppgjöri.
Akstur miðast að og frá anddyri. Geti farþegi ekki komist hjálparlaust þarf að tryggja ð aðstoð sé til staðar við anddyri. Rétt er að ítreka að ferðaþjónustan ber ekki ábyrgð farþega eftir að á áfangastað er komið. Bílstjórar geta takmarkað komið til aðstoðar ar sem snjór, hálka eða aðrar hindranir eru í vegi sem geta valdið slysahættu.
Aðstoð þarf að vera við allar tröppur sem liggja að anddyri. arþegar þurfa að vera tilbúnir til brottfarar í anddyri á umsömdum tíma. kki er gert ráð fyrir að bílstjórar fari í sendiferðir fyrir farþega né bíði eftir farþega
þegar hann sinnir erindum sínum.
Geti farþegi ekki ferðast einn vegna einhverra orsaka þarf hann að hafa fylgdarmann eð sér og greiðir hann sama gjald og gildir í almenningsvögnum.
Gera má ráð fyrir að ferðir geti fallið niður eða tafist vegna ófyrirséðra orsaka t.d veðurs, bilana, þungrar umferðar og annarra þátta.
Farþegi þarf að gefa sér eðlilegan tíma til að komast milli staða með tilliti til umferðar g vegalengdar. Lögð er áhersla á að hafa viðveru í bílunum sem stysta og má gera áð fyrir að ferðatími sé svipaður og hjá almenningsvögnum.
Ef óskir eru um aðra og meiri þjónustu en eru í ramma þessum er sjálfsagt að ræða að hverju sinni, en það er án aðkomu Félagsþjónustunnar hvað kostnað varðar.
Ferðaþjónusta fatlaðra er sérhæfð þjónusta fyrir þá sem ekki geta nýtt sér
almenningsvagna vegna fötlunar. Bílakostur Ferðaþjónustunnar er útbúinn samkvæmt eglugerð um gerð og búnað ökutækja. Allur búnaður í þeim er frá þýsku fyrirtæki em sérhæfir sig á breytingum og framleiðslu festinga fyrir hjólastólanotendur. Öll eirra framleiðsla er öryggisprófuð og samþykkt af þýsku skoðunarstofunni TUV Allt þjónustueftirlit með ökutækjum Ferðaþjónustunnar er í höndum innflytjanda amkvæmt samningi og er það eftir ýtrustu kröfum framleiðanda og erðaþjónustunnar með tilliti til öryggis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.