19.3.2009 | 17:35
Heimur í kreppu - hvað er framundan?
Væri réttur öryrkja og annara minnihlutahópa á Íslandi betur tryggður að lögum innan ESB en utan? Á fundi sem ÖBÍ og Þroskahjálp stóðu fyrir miðvikudagskvöldið 18 mars undir yfirskriftinni sem er hér í fyrirsögn, var m.a. fjallað um þetta. Nálgun í ESB umnræðunni hefur ekki verið mikið á þessum nótum fram til þessa.
Frummælendur á fundinum áttu að vera:
- Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ.
- Hjörtur J. Guðmundsson, stjórnarmaður í Heimssýn.
- Guðrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.
- Er ávinningur af því fyrir öryrkja og hagsmunasamtök þeirra að Ísland gangi í Evrópusambandið?
- Er áhætta fólgin í því fyrir öryrkja og hagsmunasamtök þeirra að Ísland gangi í Evrópusambandið
- Fjölþjóðlegar tilskipanir sem gagnast öryrkjum.
- Evrópskur félagsréttur.
Framsögur þeirra Magnúsar og Guðrúnar voru mjög fræðandi og faglega fram sett. Bæði sýndu þau fram á að að réttur öryrkja og annar minnihlutahópa væri mun betur tryggður að lögum í dag ef Ísland væri aðili að ESB. Jafnframt voru dregin fram dæmi sem sýndu að minnihlutahópar hefðu náð mun betri árangi í réttindabaráttu sinni inna alþjóðlegra samtaka og stofnana en innan þjóðríkisins.
Í pallborði eftir framsögu voru síðan:Helgi Hjörvar frá Samfylkingunni
Kolbrún Stefánsdóttir frá Frjálslyndaflokknum
Ólafur Þór Gunnarsson frá VG
Sif Friðleifsdóttir frá Framsóknarflokknum
Árni Johnsen átti að vera fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en hann mætti ekki. Það var dapurt að verða vitni að því hvað fulltrúar Frjálslyndaflokksins og VG mættu illa undirbúnir til þessa fundar. Málflutningur þeirra einkenndist af vanþekkingu á umfjöllunarefninu, klisjum og trúarboðskap. Það kann vel að vera aðþau og flokkar þeirra sé andsnúnir aðild að ESB, en þeim var hinsvegar fyrirmunað að taka þátt í málefnalegri umræðu og viðurkenna þær upplýsingar (staðreyndir) sem voru settar fram í máli frummælendanna, allavega voru upplýsingar ekki hraktar. Þau hefðu auðvitað geta sagt að þrátt fyrir að réttur öryrkja á Íslandi að lögum kynni að vera betur tryggður innan ESB en utan, þá væru það bara aðrir hagsmunir sem vigtuðu þyngra í þeirra hagsmunamati. En nei, þau gátu ekki verið svo málefnaleg. Því miður þá tókst þeim tveimur að draga annars ágætan fund niður á mjög lágt plan. Helgi og Sif frá hinsvegar prik fyrir að hafa þekkingu á málefninu sem var til umfjöllunar og vera málefnaleg í allri umræðu. Fundarstjórn Þrastar Emilssonar var hinsvegar veik og hann hefði mátt vera mun markvissari í spurningum og gagnspurningum og ekki láta einstaklinga í pallborðinu komast upp með kjaftavaðal sem átti lítið erindi inn í þessa umræðu. Að fulltrúar Heimssýnar og Sjálfstæðisflokksins skuli ekki hafa mætt til þessa fundar er auðvitað ákveðin yfirlýsing út af fyrir sig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.3.2009 kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)