Nýr forstjóri Ţjónustu og ţekkingarmiđstöđvar blindra og sjónskertra einstaklinga

Ályktun samţykkt á stjórnarfundi Blindrafélagsins 26. febrúar 2009 í tilefni ráđningar forstjóra Ţjónustu- og ţekkingarmiđstöđvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga:  
"Félagsmálaráđherra hefur ráđiđ Huld Magnúsdóttur í stöđu forstjóra Ţjónustu og ţekkingarmiđstöđvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, en stofnunin hóf starfsemi ţann 1 janúar 2009. Blindrafélagiđ leggur mikiđ upp úr ţví ađ eiga sem best samstarf viđ alla ţá ađila sem koma ađ ţeim hagsmunamálum sem félagiđ sinnir og býđur ţví hinn nýja forstjóra velkominn til starfa. Ađ mati forystu Blindrafélagsins voru í hópi umsćkjenda mjög hćfir einstaklingar sem Blindrafélagiđ ţekkir vel til og jafnframt eru vel kunnugir málefnum blindra og sjónskertra. Enginn ţeirra varđ fyrir valinu í stöđu forstjóra miđstöđvarinnar.  Ađ ţví gefnu ađ félags- og tryggingarmálaráđuneytiđ hafi stađiđ faglega ađ ráđningunni, má ljóst vera ađ Blindrafélagiđ getur haft miklar vćntingar til starfa og ţekkingar hins nýráđna forstjóra Ţjónustu- og ţekkingarmiđstöđvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.“
  Stjórn Blindrafélagsins,Samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi   

Bloggfćrslur 27. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband