17.2.2009 | 16:57
Er ţađ lúxus ađ lesa?
Blindraletriđ nýtist svo fáum ţannig ađ ekki er rétt ađ setja peninga í kaup á Blindraletursprentara. Ţetta eru rök sem ađ nefnd voru viđ mig í fullri alvöru af ađila sem hafđi sýnt ţví áhuga ađ koma ađ söfnun á nýjum blindraletursprentara.
Mér var brugđiđ og fór ađ velta ţessu fyrir mér.
Í byrjun janúar skrifađi ég pistla ţar sem ég fjallađi um blindraletur og ţá stađreynd ađ ţann 4 janúar voru 200 ár liđin frá fćđingu Louis Braille, en hann fann upp blindraletriđ. Af ţessu tilefni fjallađi fréttastofa RUV sjónvarps um gamlan og lasburđa blindraletursprentara á Ţjónustu og ţekkingarmiđstöđinni fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. En ţađ er einu prentarinn á landinu sem nýtist í ađ prenta bćkur, svo sem eins og námsbćkur. Ţessi gripur er viđ ţađ ađ gefast upp.
Á Íslandi er líklega mesta ólćsi í allri Evrópu međal blindra og sjónskertra á blindraletur. Ţví miđur var í góđćrinu heykst á ţví ađ kaupa nýjan blindraletursprentara. Og nú er komin kreppa.
Íslendingar eru fáir og tala tungumál sem engnir ađrir en ţeir skilja. Viđ gerum kröfu til ţess ađ íslenskan sé viđurkennd í alţjóđasamfélaginu og ađ t.d. tölvubúnađur sé ađlagađur ađ íslenskunni. Ţađ eru ekki rök fyrir okkur ađ svo fáir tali íslensku, og ađ ađlögun fyrir svo fáa kosti of mikla fjármuni til ađ vera réttlćtanleg.
Ţađ sama á viđ um blindraletriđ. Alveg eins og ţađ eru mannréttindi okkar íslendinga ađ tillit sé tekiđ til tungumálsins okkar ţá eru ţađ mannréttindi ţeirra sem reiđa sig á lestur međ blindraletri ađ útgáfa á efni á blindraletri sé ekki frá ţeim tekin. Vegna ţess ađ ţeir eru svo fáir. Mannréttindi eru réttindi einstaklinga ekki fjöldans eđa hópa.
Ég velti ţví fyrir mér hvort ríkiđ sé líklegra til ađ kaupa blindraletursprentara á krepputímum en ţađ var á međan góđćriđ stóđ yfir. Einhverjum kann ađ kannski ađ finnst ađ sumir verđi bara ađ neyta sér um ţann lúxus ađ lćra ađ lesa í kreppunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.2.2009 kl. 10:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)