2.12.2008 | 14:08
Neikvæð gildishleðsla "blindu" eykst
Það hefur vakið eftirtekt mína í umræðum að undanförnu, hvers margir hafa notað hugtakið blindur, til að varpa ljósi á vanhæfni ráðamann í því efnahagslega gerningarveðri sem hér ríkir. Nú seinast sá Steingrímu J. Sigfússon ástæðu til að biðjast afsökunar á því að hafa í viðtali við Visir.is líkt stjórnvöldum við að vera blind og heyrarlaus þegar hann gagnrýndi þau fyrir að að hlusta ekki á kröfuna um kosningar.
Hugtakið blinda virðist í augum margra vera hlaðið mjög neikvæðum gildum, og ef eitthvað er þá eykst sú hleðsla þessa dagana, vegna þess orðfæris sem margir nota í umræðunni.
Hvaða áhrif er líklegt að það hafi á mat samfélagsins, á færni og hæfni blindra einstaklinga, að hugtakið blinda er þessa dagana yfirleitt sett í samhengi við mjög neikvæða hegðun eða eiginleika?
Það er rétt að hafa það í huga að það eru oft litlar þúfur sem velta þungum hlössum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)