Tveir þriðju allra blindra og sjónskertra einstaklinga í heiminum eru stúlkur eða konur

Alþjóðlegi sjónverndardagurinn 2009, sem nú ber upp á fimmtudaginn 8. október, hefur yfirskriftina: „Kynin og augnheilsan - jafnan aðgang að meðferðum", ætlunin er að beina athygli að sjónskertum konum, sérstaklega í þróunarlöndunum.

Samkvæmt tölum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) eru tveir þriðju allra blindra einstaklinga konur eða stúlkur. Því til viðbótar er það jafnframt vitað að karlmenn hafa tvisvar sinnum meiri möguleika á aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðismeðferð en konur. Þetta setur konur og stúlkur í einstaklega viðkvæma stöðu og getur haft þær afleiðingar að þær njóta ekki þeirrar þjónustu sem gæti komið í veg fyrir sjónmissi. Þær stúlkur og konur sem verða fyrir því að tapa sjón hafa síðan mun verra aðgengi að menntun, endurhæfingu og atvinnumöguleikum og verða oft fórnarlömb einangrunar og misþyrmingar. 

Mikið verk er óunnið í því að breyta viðhorfum fólks til reglulegs augneftirlits. „Hvað varðar stúlkur og konur er hinsvegar þörf á að tvöfalda framlag okkar" að mati forseta WBU, alheimssamtaka blindra og sjónskertra, Maryanne Diamond.

Öllu máli skiptir, fyrir lífsgæði blindra og sjónskertra stúlkna og kvenna, að tryggja ásættanlegt aðgengi að heilsugæslu, þar með talið sjónmeðferð. Viðeigandi meðferðir geta komið í veg fyrir sjónmissi, geta minnkað áfallið sem af sjónmissi hlýst eða jafnvel virkað sem upphafið af meðferð, þjónustu og eða  stuðningi og þannig haft úrslitaáhrif á þann árangur sem næst.

Sem alþjóðasamtök blindra og sjónskertra, þá hvetur World Blind Union ríkisstjórnir og heilbrigðisyfirvöld á öllum stigum til að sjá til þess að stúlkum og konum séu kynnt þau meðferðarúrræði sem tiltæk eru gegn sjónmissi, sem og önnur heilsugæsluúrræði, og að allt verði gert til þess að tryggja jafnan aðgang þeirra að þessum mikilvægu úrræðum.

Alþjóðlega sjónverndardeginum, sem er annan fimmtudag í október, er ætlað að auka meðvitund og beina athyglinni að sjónmissi sem hægt er að koma í veg fyrir. Verkefnið „Vision 2020" er alþjóðlegt átak sem ætlað er að útrýma algerlega sjónmissi sem, með réttri meðhöndlun, má koma í veg fyrir . Verkefninu er stýrt af International Agency for the Prevention of Blindness (IAPB) sem World Blind Union á aðild að.

Þýdd fréttatilkynning frá World Blind Union sem Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi á aðild að.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband