Í minningu Sir John Wall frá Englandi

Sunnudaginn 30 nóvember s.l. lést Sir John Wall, 78 ára ađ aldri, lífstíđar heiđursfélagi ađ World Blind Union (WBU). Ég átti ţess kost ađ hitta og spjalla viđ Sir John á ţingi WBU í Sviss í ágúst síđastliđnum. Sir John var líflegur mađur og viđ ţetta tćkifćri rifjađi hann upp fyrir mér heimsókn sína til Íslands fyrir nokkrum árum, en í ţeirri heimsókn veiktist hann. Sir John fullyrti ađ ef ekki hefđi komiđ til inngrip frá Björk Vilhelmsdóttur, ţáverandi félagsráđgjafa Blindrafélagsins, og manni hennar, Sveini Rúnari Haukssyni lćkni, ţá hefđi hann yfirgefiđ Ísland í líkkistu. Kvađst Sir John standa í mikilli ţakkarskuld viđ ţetta góđa fólk, Blindrafélagiđ og Íslendinga.

Sir John var ađalritari (Secretary General) European Blind Union (EBU) frá  1994 -1996 og forseti frá 1996-2003.  Sem slíkur ţá var hann jafnfram einn af forustumönnum WBU ţann tíma. Eftir ađ hann lét af forustustörfum hjá EBU ţá hélt hann áfram ađ vera virkur á vettvangi WBU, og ţá sérstaklega í málum sem snéru ađ samskiptum viđ Alţjóđlegu póstsamtökin (Universal Postal Union), ásamt ţví ađ sinna ýmsum öđrum málefnum.

Sir John var jafnframt formađur RNIB (Royal National Institute of Blind People) frá 1990 til 2000. Áriđ 1990 var Sir John skipađur Deputy Master í hćstarétti Englands og Wales, nokkuđ sem er mikil virđingarstađa og til vitnis um framúrskarandi hćfni hans sem lögmanns. Sir John hafđi mikil áhrif á málefni sem tengjast blindu og sjónskerđingu og stöđu blindra og sjónskertra einstaklinga í samfélaginu.  

Eitt af seinustu verkum hans fyrir WBU var umsjón sem 25 ára afmćlisbók WBU: "Ađ breyta ţví hvađ ţađ ţýđir ađ vera blindur - Litiđ til baka á fyrstu 25 ár WBU" (Changing What it Means to Be Blind - Reflections on the First 25 Years of the World Blind Union). Ţessu verki lauk hann s.l. sumar og var bókin kynnt og afhent á 7unda ţingi WBU í Sviss síđast liđiđ sumar. Bókin er tilhlýđilegur minnisvarđi um hiđ mikilvćga starf sem Sir John vann fyrir WBU yfir margra ára tímabil. Blindir og sjónskertra um allan heim horfa nú á eftir einum af sínum öflugustu baráttumönnum fyrir jöfnum tćkifćrum og réttindum í samfélaginu.

Sir Johns verđur sárt saknađ af fjölmörgum vinum og félögum sem hann eignađist um allan heim og ţar af voru ţó nokkrir hér á landi.

Hér má sjá minngarorđ um Sir John á síđu RNIB
http://www.rnib.org.uk/xpedio/groups/public/documents/publicwebsite/public_sirjohnwall.hcsp

Hér má lesa frásögn Sir John um lögfrćđiferil sinn
http://juniorlawyers.lawsociety.org.uk/node/137

Grein eftir Sir John Wall "The rights og blind people"
http://www.pubmedcentral.nih.gov/articlerender.fcgi?artid=1705870


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband