Blindir og sjónskertir ökumenn

Í dag laugardaginn 18 október bauðst félögum í Blindrafélaginu að prufa að aka bílum á svæði Frumherja við Hestháls í boði Ökukennarafélags Íslands. Um 20 félagsmenn þáðu þetta boð. Einhverjir þeirra höfðu prufað áður að aka bíl, aðrir voru að prufa í fyrsta sinn. Mikil ánægja var með framtakið, sem var haldið í tengslum við dag Hvíta dagsins sem var 15 október s.l. Fyrir hönd Blindrafélagsins færi ég Ökukennarafélaginu kærar þakkir fyrir þeirra framlag í að láta þetta verða að veruleika. Á næsta ári verður kannski farið á mótorhjól.

Nú er það svo að í umræðu sem maður getur stundum lent í, um atvinnumöguleika blindra og sjónskertra, þá er gjarnan spurt: Hvað geta blindir og sjónskertir unnið við?  Þetta er RÖNG spurning. Rétta spurningin er: Er það eitthvað sem blindir og sjónskertir einstaklingar geta ekki unnið við? Eitt svar við þeirri spurningu gæti verið að þeim ekki fært að verða atvinnubílstjórar. En það er allt eins víst að það geti breyst í framtíðinni, hver veit. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt þetta  og gaman fyrir alla að geta prófað.

Mínir strákar eiga báðir snjósleða, sem þeir þeysa um inná heiði, auðvitað í fylgd með sjándi aðila, en þetta er eitt það skemmtilegasta sem þeir gera.

Kveðja Sigurlaug

(IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Enn eitt dæmið um hvað er hægt að gera Sigurlaug, þrátt fyrir sjónskerðingu. Oftar en ekki eru það sjáandi aðilar sem halda takmörkunum að þeim sem eru sjónskertir, eins og ég veit að þú þekkir mjög vel.

Kristinn Halldór Einarsson, 18.10.2008 kl. 15:25

3 identicon

Já það er svo rétt hjá þér,  þetta með hina sjáandi, enda er fólk oft að benda mér á að ég þurfi að passa börnin mín betur.  

(IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband