Óvandađur fréttafluttningur sjónvarpsins af leiđsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga

Neđangreint bréf sendi ég til fréttastjóra RUV, Óđins Jónssonar, og fyrrverandi fréttastjóra Ríkissjónvarpsins, Elínar Hirst,  vegna fréttaflutnings sjónvarpsins af leiđsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta. Ţessi fréttaflutningur er ađ mínu mati dćmi um óvönduđ vinnubrögđ.

Fréttina má sjá međ ţví ađ smella hér.

"Sunnudaginn 14 september var flutt frétt í Ríkissjónvarpinu af leiđsöguhundum fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga. Í tilefni fréttaflutningsins vil ég koma eftirfarandi athugasemdum og leiđréttingum á framfćri.

1. Í fréttinni er talađ um ađ hundurinn Erró, sem Friđgeir Jóhannesson var međ ţar til í vor, hafi drepist. Ţó ţetta orđalag sé oft notađ í íslensku um dýr, ţá hefur ţađ frekar átt viđ um húsdýr og búfénađ en dýr sem menn hafa haft sem félaga og vini í um heilan áratug. Orđalagiđ er ađ mínu mati ónćrgćtiđ og ţá sérstaklega ţegar haft er í huga ađ Erró var svćfđur vegna alvarlegs sjúkdóms sem hann gekk međ.

2. Í fréttinni talar fréttamađur, sem tekur viđtölin, um blindrahunda og eins er ţađ hugtak notađ í ţýđingatexta. Blindrafélagiđ hefur í öllu sínu kynningarefni lagt áherslu á ađ hugtakiđ "leiđsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta sé notađ" og óskar eftir samstarfi viđ fjölmiđla og ađra um ađ ţađ verđi gert. Ţađ hugtak var notađ í lestri fréttaţular viđ kynningu á fréttinni.

3. Í lok fréttarinnar er sagt ađ ţjálfuninni sé nú lokiđ og hundarnir komnir til eigenda sinna. Hiđ rétta er ađ ţegar fréttin er sögđ er eingöngu lokiđ 2 vikum af 4 í samţjálfun leiđsöguhunds og notenda. Eingöngu ţeim ţćtti ţjálfunarinnar sem fram fór ađ Nýjabć var lokiđ á ţessum tímapunkti. Tveggja vikna ţjálfun í daglegu umhverfi notendanna stendur nú yfir.
Leiđsöguhundarnir eru eign Blindrafélagsins og lánađir notendum sínum. Gengiđ frá sérstöku samkomulagi á milli ađila ţar um.
Ţessi atriđi komu rćkilega fram ţegar hundarnir voru formlega afhentir notendum sínum viđ hátíđlega athöfn föstudaginn 12 september, en ţar var Ríkissjónvarpiđ viđstatt, ţó ţađ hafi kosiđ ađ gera ţeim viđburđi ekki skil í fréttinni.

Virđingarfyllst, "


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband