Aðalfundur Blindrafélagsins

Nú er aðalfundur Blindrafélagsins lokið, en hann fór fram í gær, laugardaginn 17 maí. Á fundinum bar það m.a. til tíðinda að ég var kosinn formaður félagsins. Ég læt hér fyrir neðan fylgja frásögn Ágústu Eir Gunnarsdóttur af fundinum, sem var viðburðarríkur. Um kvöldið var síðan velheppnað skemmtikvöld sem UngBlind sá um og tókst það óhemjuvel og eru UngBlind færðar kærar þakkir.
"Aðalfundur Blindrafélagsins 
Þegar þetta er ritað er aðalfundi Blindrafélagsins ný lokið.
Hann gekk í alla staði afar vel, var langur, skemmtilegur og viðburðaríkur.
Fyrst ber að nefna að í hádegishléi afhenti Lionshreyfingin á Íslandi Blindrarfélaginu peningaupphæð sem safnaðist með sölu rauðu fjaðrarinnar í apríl sl. Þessi árlega söfnun Lionsmanna gekk að þessu sinni afar vel, framar öllum vonum segja sumir, en alls komu í hlut Blindrafélagsins 12 og hálf milljón króna og rennur það fé óskipt í leiðsöguhundaverkefni félagsins.
Sá sem afhenti afrakstur söfnunarinnar vildi koma á framfæri sérstökum þökkum til Friðgeirs Jóhannessonar og leiðsöguhundsins Errós fyrir að taka þátt í kynningu verkefnisins, m.a. með því að koma fram í Kastljósi sjónvarpsins. Þá vildi hann þakka Sigurjóni Einarssyni fyrir hans hlut, en hann var tengiliður félagsins og Lionsmanna í þessu verkefni.
Þá sagði  Halldór Sævar Guðbergsson nokkur orð, tók við fénu og færði Lionsmönnum borðfána Blindrafélagsins. Halldór sagði m.a. að hann vonaðist til að þessi söfnun væri aðeins upphafið að áframhaldandi samvinnu Lionshreyfingarinnar og Blindrafélagsins í framtíðinni.
Annar skemmtilegur viðburður átti sér stað á aðalfundinum.
Eftir hádegishlé tilkynnti Halldór Sævar að nú yrðu, í fyrsta sinn, veittir hvatningarstyrkir Blindrafélagsins.
Stjórn félagsins ákvað, fyrir skömmu, að koma á fót hvatningarstyrkjum og setti um þá ákveðnar reglur, t.d. varðandi umsóknir. Skipuð var úthlutunarnefnd og í henni eiga sæti þau Björk Vilhelmsdóttir, Erna Guðmundsdóttir og Helgi Seljan.
Helgi afhenti styrkþegum hvatningarstyrkina fyrir hönd nefndarinnar.
Sex umsóknir bárust og mat nefndin þær allar gildar.
Hámarks upphæð til úthlutunar voru 300 þúsund krónur.
Eftirtaldir hlutu styrki:
Guðfinnur Karlsson 100 þúsund krónur vegna keppnisferðar ´´i sundi,
Bergvin Oddsson 300 þúsund vegna útgáfu á unglingaskáldsögu sinni, en hún mun koma út þann 24. maí nk.,
Inga Sæland Ástvaldsdóttir 300 þúsund krónur vegna útgáfu á geisladiski með eigin söng. Diskurinn mun innihalda 4 til 6 lög og verður gerður í samvinnu við þekkta tónlistarmenn,
Rósa Ragnarsdóttir garðyrkjufræðingur 300 þúsund til kaupa á tækjum til garðyrkjuvinnu, en Rósa hyggst hefja garðyrkjuþjónustu á eigin vegum,
MarjaKaisa Mattíasson 100 þúsund vegna þátttöku í bókamessu í Finnlandi fljótlega, en þar mun hún m.a. kynna finnska þýðingu sína á bók eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson,
Helena Björnsdóttir 300 þúsund til kaupa á sérstöku vinnuborði til myndlistarstarfa, en Helena hyggst leggja myndlist meira fyrir sig.
Allir styrkþegar veittu styrkjunum viðtökur nema Helena sem búsett er í Noregi, Klara Hilmarsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hennar hönd.
Fleiri stórtíðindi gerðust á aðalfundinum, kosinn var nýr formaður, tveir voru kjörnir í stjórn og tveir í varastjórn. Þá var kosið í þrjár nefndir.
Tveir voru í framboði til formanns, þeir Friðgeir Jóhannesson og Kristinn H. Einarsson. Atkvæði féllu þannig að Friðgeir fékk 11 atkvæði, Kristinn 48 atkvæði, auð og ógild voru 2 atkvæði.
Í framboði til stjórnar voru þau Einar Lee, Friðgeir Jóhannesson, Halldór Sævar Guðbergsson, Kolbrún Sigurjónsdóttir og Sigþór U. Hallfreðsson.
Atkvæði féllu þannig að Einar fékk 8 atkvæði, Friðgeir 17, Halldór Sævar 48, Kolbrún 32 og Sigþór 33.
Réttkjörnir í stjórn næstu tvö árin eru því þeir Halldór Sævar Guðbergsson og Sigþor U. Hallfreðsson.
Í framboði til varastjórnar voru þau Hlynur Þór Agnarsson, Kolbrún Sigurjónsdóttir og Lilja Sveinsdóttir.
Atkvæði féllu þannig að Hlynur fékk 24 atkvæði, Kolbrún 37 og Lilja 48.
Kolbrún og Lilja eru því kjörnar í varastjórn til næstu tveggja ára.
Við óskum öllum innilega til hamingju með kjörið.
Halldóri Sævari, fráfarandi formanni, voru þökkuð öll sín störf í þágu félagsins sem formaður, en hann er ekki farinn langt, mun sitja áfram í stjórn félagsins næstu tvö árin.
Þá var kosið í kjörnefnd, skemmtinefnd og tómstundanefnd.
Kjörnefndin var endurkjörin óbreytt, en í henni sitja þau Brynja Arthúrsdóttir, Bessi Gíslason og Ragnar R. Magnússon, og Sigtryggur R. Eyþórsson til vara.
Í skemmtinefnd voru eftirtaldir kjörnir:
Bergvin Oddsson, Grímur Þóroddsson, Inga Sæland Ástvaldsdóttir, Jóna Garðarsdóttir og Sigurjón Einarsson.
Í tómstundanefnd voru eftirtaldir kjörnir:
Guðrún Þórarinsdóttir, Gunnar Már Óskarsson, Inga Sæland Ástvaldsdóttir, Lilja Sveinsdóttir og Ólöf Valdimarsdóttir.
Fundarstjórar stóðu sig afar vel en það voru þau Ragnar R. Magnússon og Eva Þengilsdóttir og Ólafur Haraldsson var tiltækur til aðstoðar ef með þurfti.
Örugglega er ég að gleyma einhverju, en þá senda fleiri inn línur með meiri fréttum af aðalfundinum.
Bestu kveðjur,
Gústa."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband