Blind og sjónskert börn á norðurlöndunum

Dagana 19 og 20 nóvember eru norrænu blindrasamtökin með árlegan sameiginlegan fund. Fundurinn er að þessu sinni haldinn á Hótel Örk. Aðalþema fundarins er aðstæður blindra og sjónskertra barna á norðurlöndunum. Skiljanlega þá er mikil áhersla lögð á aðstæður barnanna í skólakerfinu. Munurinn á aðstæðum á Íslandi og hinum norðurlöndunum að þessu leiti er töluverður. Fyrir það fyrst þá hafa málefnum blindra og sjónskertra barna í skólakerfinu verið stórlega vanrækt á undanförnum árum á Íslandi, eins og staðfest hefur verið með skýrslum sérfræðinga. Af þessum sökum hefur mikil sérþekking á þessum málum glatast. Á yfirstandandi þingi er  áformað að Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra leggi fram frumvarp um Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda og sjónskerta, sem ætlað er að taki til starfa 1. Janúar n.k. Mjög mikilvægt er að af því verði.

Sameiginlegt vandamál sem blindir og sjónskertir nemendur standa frammi fyrir á öllum norðurlöndunum má rekja til samskipta við minni og fjárvana sveitarfélög sem eru í erfiðleikum með að veita, eða greiða fyrir, þá sértæku þjónustu sem mörg blind og sjónskert börn þurfa til að geta notið jafnréttis til náms. Dreifð ábyrgð í stjórnkerfinu á málefnum sem snúa að hagsmunum blindra og sjónskertra barna er víða vandamál og virka sem hindranir á að þessi börn fái viðeigandi þjónustu.

Bent var á að aukin hætta væri á því að nemendur, sem eru blindir eða sjónskertir, hætti í námi þegar kemur að framhaldsskólanámi, ef viðeigandi þjónusta stendur þeim ekki til boða á grunnskólastigi. Það er því sérstaklega mikilvægt að blindum og sjónskertum börnum sé gert kleift að standast námskröfur grunnskólanna þannig að þau eigi einhverja möguleika á því að fara í framhalds- og háskólanám, kjósi þau að gera það.  Mikilvægt er þó að stuðla ekki að því að börnin verði ofvernduð því það mun leiða til minna sjálfstraust og að endingu leiða til einangrunar. Fræðsla til foreldra blindra og sjónskertra barna er mjög mikilvæg en virðist víðast vera vanrækt.

Samþykkt var á fundinum að setja í farveg sameiginlega vinnu sem m.a. myndi huga að:

  • Hinu mikilvæga hlutverki sem foreldrasamtökin gegna í því að halda á lofti kröfum um að börnin njóti viðeigandi þjónustu og sé gert að verða samferða jafnöldrum sínum í skóla.
  • Mikilvægi þess að uppfræða almenna kennara um þau sértæku þjónustuúræði sem standa blindum og sjónskertum börnum til boða, þannig að kennarar verði bandamenn blindra og sjónskertra nemenda sinna í því að tryggja að þau njóti þeirra sértæku þjónustuúrræða sem gagnast þeim í námi.
  • Koma upp norrænu tengslaneti meðal almennra kennara og fagfólks sem sérhæft er í kennsluráðgjöf og þjónustu viðblinda og sjónskerta nemendur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband