Frábćr ţjónusta í Rimaskóla fyrir sjónskert og blind börn

Eins og ég hafi lofađ ţá kemur hér frásögn af frábćrri ţjónustu skóla sem er međ sjónskert börn sem nemendur. Í leiđinni er ţetta frásögn af ólíkum viđbrögđum tveggja skóla gagnvart ţví ađ gera nauđsynlegar úrbćtur til ađ mćta ţörfum sjónskertra nemenda.  

"Í ágúst 2005 hefst skólaganga Söndru. Ţađ er bođađ til fundar međ deildarstjóra yngsta stigs Foldaskóla ásamt starfsmönnum frá Sjónstođ Íslands ţeim Rannveigu Traustadóttur og Helgu Einarsdóttur og Margréti Sigurđardóttur blindrakennara. Á fundinum var augnsjúkdómur Söndru kynntur og hvers hún ţarfnađist. Fariđ var yfir skólalóđina og skólahúsnćđiđ og gerđar athugasemdir. Tekiđ var vel í allar athugasemdir og tillögur ađ breytingum. Skólinn byrjađi en aldrei var neitt framkvćmt af ţví sem lofađ hafđi veriđ ađ gera.

Sama var upp á teningnum ţegar kom ađ ţví ađ Sandra gćti stundađ skólann almennilega og á sömu forsendum og ađrir í skólanum og alltaf var viđkvćđiđ ađ hún vćri bara ađ standa sig svo vel, rétt eins og önnur börn. Kennarinn hennar gerđi hvađ hún gat til ađ ljósrita námsefniđ hennar stćrra, en ţađ ţarf meira til en velvilja kennara til ađ námsefni sé nothćft ţannig ađ nám sjónskerts barns geti veriđ međ eins eđlilegum hćtti og mögulegt er. Námiđ gekk ţví brösuglega og mikiđ vantađi upp á lesturinn. Síđan hefst annađ skólaár og ekkert breytist. Aldrei er spáđ í ađgengi í skólanum ţrátt fyrir ađ í skólanum vćru tvö lögblind börn.

Sumariđ 2007 flytjum viđ mćđgur í Rimahverfi. Ţegar skólinn opnar 4 ágúst hringi ég í skólann til ađ skrá dóttur mína og tek ţađ fram ađ barniđ sé lögblint sem verđur til ţess ađ ritari skólans bođar mig á fund deildarstjóra skólans. Ég mćti međ dóttur mína á fund međ deildarstjóranum. Ţar rćđum viđ málin og ég bendi honum á ţjónustu Sjónstöđvarinnar og nýju kennsluráđgjafanna og hann vill ólmur koma á fundi međ ţeim sem allra fyrst. Sá fundur var haldinn 10 eđa 11 ágúst.  Á fundinn mćttu deildarstjóri yngsta stigs, deildarstjóri sérkennslu, vćntanlegur kennari Söndru og húsvörđur Rimaskóla, Helga Einarsdóttir, Ingunni Hallgrímsdóttur og viđ mćđgur. Fariđ var um allan skólann og gerđar athugasemdir varđandi nánasta umhverfi skólans og tekiđ var vel í allar athugasemdir og hugmyndir sem ţćr Helga og Ingunn höfđu. Fundinum var slitiđ og ég var nú ekkert of bjartsýn, verđ ég ađ viđurkenna en beiđ samt spennt eftir ţví ađ sjá hvort eitthvađ yrđi framkvćmt.

Skólsetning  var 22 ágúst og mćttum viđ mćđgur upp í skóla og blöstu viđ mér merktir staurar, tröppur og fl. En lituđu filmurnar í rúđurnar voru enn í pöntun en vćntanlegar. Ég gat ekki annađ en brosađ breitt af ánćgju. Í lok september bárust svo lituđu filmurnar og ţeim skellt upp hiđ snarasta.

Hvađ dóttur mínar varđar ţá sá ég gríđarlegan mun á líđan og hegđun barnsins viđ ađ komast í umhverfi ţar sem hún fann sig örugga og virkilega velkomna. Ađeins fáeinum dögum eftir ađ hún byrjađi í skólanum sat hún viđ eldhúsborđiđ heima og tilkynnti mér upp úr ţurru ađ ţetta vćri miklu betri skóli og brosti út í eitt.

Núna í haust byrjađi svo systir hennar hún Laufey í sama skóla og ţá fyrst fann ég hvađ sú reynsla var ólík hinni fyrri og léttirinn leyndi sér ekki. Ég hef ekki ţurft annađ en nefna ef ţađ er eitthvađ sem mér finnst vanta uppá eđa ţurfa ađ breyta eđa laga, ţá hefur ţví veriđ kippt í liđinn.

Ég er hćst ánćgđ međ ţá ţjónustu sem dćtrum mínum hefur veriđ veitt í Rimaskóla og eiga starfsmenn skólans hrós skiliđ. Ég vona svo innilega ađ fleiri skólar taki Rimaskóla sér til fyrirmyndar ţví ekki veitir af.
Kv.  Elma".

Ţessi frásögn sýnir, svo ekki verđur um villst, nauđsyn ţess ađ samrćmdar reglur og vinnuferlar séu í skólum landsins ţegar kemur ađ ţví ađ taka á móti sjónskertum eđa blindum börnum. Hver önn, svo ekki sé nú talađ um skólaár, er öllum börnum mjög mikilvćgt og fyrstu árin ráđa miklu um hvernig börnunum gengur til framtíđar litiđ. 

Međal skólastjórnenda og starfsmanna Rimaskóla, ríkir greinilega samstađa og skilningur á ţeim ţörfum sem ţarf ađ uppfylla til ađ blindir og sjónskertir nemendur geti notiđ sín í námi og leik, í félagi viđ jafnaldra sína. Ţetta er afstađa sem er til eftirbreytni.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Frábćrt alveg, og gaman ađ lesa. Ég er vongóđur um ađ blindur sonur minn muni njóta sín vel í Rimaskóla, en viđ búum einmitt í hverfinu.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 27.10.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: Kristinn Halldór Einarsson

Gangi ykkur sem best nafni.
Ef ţiđ ţurfiđ einhverja ađstođ ţá erum ivđ hjá félaginu bođin og búin til ađ verđa ađ liđi á allan ţann hátt sem viđ getum. Eins bendi ég á foreldradeildi félagsins, ef ţiđ hafiđ ekki veriđ í sambandi viđ hana áđur. Svo er náttúrulega kennsluráđgjöfin og umferlisţjálfunin, sem ég á von á ađ ţiđ ţekkiđ til og vitiđ af, en hún er fyrir öll skólastig, einnig leikskólastig. 

Kristinn Halldór Einarsson, 28.10.2008 kl. 09:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband