Mikilvægar stoðir á erfiðum tímum

Á Íslandi er starfandi fjöldinn allur af almannaheillasamtökum og sjálfseignarstofnunum sem hafa fyrst og fremst þann tilgang að vinna að tilteknum málefnum og/eða hagmunum ákveðinna hópa. Sameiginlegt öllum þessum aðilum er að rekstur þeirra er ekki byggður á að safna fjárhagslegum arði fyrir eigendur.  Á ensku er skilgreiningin "non profit organizations". 

Það er óumdeilt að hagur samfélagsins af starfsemi þessara samtaka er gríðarlegur og verðmætin sem þau láta samfélaginu í té, m.a. í formi mikils sjálfboðaliðastarfs, er mældur í stórum upphæðum.

Síðast liði sumar voru stofnuð regnhlífarsamtök almannheilla samtaka á Íslandi og fengu þau nafnið Samtökin almannaheill. Formaður samtakann er Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabbameinsfélagsins. Aðaltilgangur þessara samtaka er að berjast fyrir bættu starfsumhverfi almannheillasamtaka á Íslandi. Staðreyndin er nefnilega sú að þessi mikilvægu samtök búa við mun verra og óhagstæðara skattaumhverfi en sambærileg samtök í nágrannlöndunum. 

Á síðasta stjórnarfundi Samtakanna almannaheill, samþykkti stjórn samtakanna að senda frá sér eftirfarandi ályktun í tilefni þeirra erfiðleika sem íslenskt samfélag gengur núna í gegnum: 

"Ályktun frá Samtökunum almannaheill 

Samtökin almannaheill vilja, í ljósi atburða síðustu daga, minna á það mikilvæga hlutverk sem íslensk almannaheillasamtök gegna í glímu við erfið áföll sem samfélag okkar verður fyrir.

Samtökin almannaheill hvetja nú öll íslensk almannaheillasamtök, á hvaða sviði þjóðlífsins sem þau starfa, til að leggja sig fram, nú sem endranær, við að liðsinna fólki sem glímir við vandamál vegna þeirrar fjármálakreppu sem ríður yfir þjóðina.

Samtökin hvetja ennfremur alla sem hafa tök á því, að bjóða sig fram til sjálfboðaliðastarfa hjá almannaheillasamtökum sem þess óska og stuðla þannig að því að þjóðin komist fyrr út úr þeim hremmingum sem hún hefur orðið fyrir.

Samtökin almannaheill eru landsamtök félaga og sjálfseignarstofnana sem vinna að almannaheill á Íslandi."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband