Meinað um ódýrari og betri þjónustukostinn en neydd í þann dýrari og verri

Ferðaþjónustu blindra er 40% ódýrari fyrir Reykjavíkurborg en hver ferð í Ferðaþjónustu fatlaðra. Ódýrari þjónustan er um leið mikið betri þjónusta. Af hverju skyldu sveitarfélög neita íbúum sínum um ódýrari og betri þjónustuna en neyða uppá þá dýrari og verri þjónustuna?

 Hér má sjá samanburðinn:

Ferðaþjónusta blindra:

Farartæki: Leigubílar
Pöntunarfyrirvari:
Enginn
Þjónustutími:
Allur sólarhringurinn
Hámarks ferðafjöldi:
60 ferðir á mánuði þar af 18 í einkaerindi, annað vegna vinnu, náms eða læknisferða.
Kostnaðarþátttaka notanda á árinu 2011:
350 kr af ferð upp að 3499 kr. 700 kr af 3500 af 4999 kr. ferð, 1050 kr af 5000 – 5999 kr ferð. Fargjald með afslætti greitt fyrir ferðir á tímabilinu frá  kl 23:00 – 07:00, en á þeim tíma er engin kostnaðarþáttaka sveitarfélags.
Meðal kostnaður hverrar ferðar á árinu 2010:
1.454 krónur.
Meðal niðurgreiðsla Reykjavíkur fyir hverja ferð árið 2010:
1.174 krónur.
Einkenni þjónustunnar:
Mikill sveigjanleiki og hátt þjónustustig. Kostnaðarþátttaka notanda helst í hendur við aukna þjónustu.

Ferðaþjónusta fatlaðra:

Farartæki: Sérútbúnir og merktir hópferðabílar gerðir fyrir taka hjólastóla
Pöntunarfyrirvari: Allt að 24 klst
Þjónustutími: frá 07:00 – 22:00
Hámarks ferðafjöldi: 60 ferðir á mánuði
Kostnaðarþátttaka á árinu 2011: 175 kr af hverri ferð
Meðal kostnaður hverrar ferðar á árinu 2010: 2.111 krónur.
Meðal niðurgreiðsla borgarinnar á hverja ferð á árinu 2010: 1.971.krónur.
Einkenni þjónustunar: Mjög lítill sveigjanleiki, lágt þjónustustig og föst kostnaðarþátttaka óteng lengd ferðar.

Niðurstaða:

Þjónustuúrræðið sem er ósveigjanlegra, með lægra þjónustustig og mætir ekki einstklingsbundnum þörfum er rúmlega 40% dýrari en sú þjónsuta sem er sveigjanlegri, býður hærra þjónustustig, mætir persónulegum þörfum og stuðlar að kostnaðarvitund notanda .

Hvað velldur afstöðu bæjarstjórna Kópavogs og Mosfellsbæjar um að hafna því alfarið að skoða það fyrirkomulag sem  er hjá Ferðaþjónustu blindra fyri blinda íbúa sína?

 

 


mbl.is Ferðirnar þriðjungi ódýrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn  Friðriksdóttir

Ég myndi fyrst athuga hverjir eiga hópferðabílana, að öllum líkindum ættingi bæjarstjórnarmanna eða stjórnarmenn sjálfir. Þannig er það yfirleitt í íslenskri stjórnsýslu

Steinunn Friðriksdóttir, 12.8.2011 kl. 15:31

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það má bæta Reykjavík með ! Engin þjónusta og slæm   stundum hættulegt kæruleysi við fatlaða- þar er Tr og Borgin að verki- Blyndrafelagið ser um að þjónusta sitt fólk- þar er hægt að fá leigubíla þegar fólk þarf á því að halda- eins og venjulegt fólk í þjóðfelaginu ---

Erla Magna Alexandersdóttir, 12.8.2011 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband