Nýr íslenskur talgervill í þjóðareign. Bætt lífsgæði - íslensk málrækt

Blindrafélagið hefur tekið ákvörðun um að hafa forgöngu um smíði á nýjum íslenskum talgervli (Text To Speach Engine eða TTS) sem stenst samanburð við það besta sem þekkist í erlendum málum.

Hvað er talgervill?

Talgervill er hugbúnaður sem hægt er að keyra á ýmis konar vélbúnaði s.s tölvum, fartölvum, símum, hraðbönkum, mp3 spilurum og fleiru, og breytir texta á tölvutæku formi í upplestur. Gæði talgervla eru metin út frá því hversu góður upplesturinn er og hversu nálægt  náttúrulegum upplestri . Hafa ber í huga að lestur talgervils getur aldrei komið alfarið í stað fyrir mannsrödd, en talgervlar nú á tímum ná að komast ótrúlega nálægt því.

Samstarfsaðilar
Fjölmargir aðilar koma að þessu verkefni með Blindrafélaginu, þeir eru helstir:

  • Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.
  • Blindrabókasafnið
  • Blindravinafélag Íslands
  • Íslenskur orðasjóður við Háskólann í Leipzig
  • Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík
  • Lions á Íslandi
  • Máltæknisetur
  • Royal national institude of blind people RNIB), Bretlandi
  • Stofnun Árna Magnússonar
  • Velferðarráðuneytið
  • Öryrkjabandalag Íslands.

Verndari verkefnisins er frú Vigdís Finnbogadóttir

Fyrir hverja
Þetta verkefni mun hafa mikil og jákvæð áhrif á lífsgæði þeirra mörg þúsund einstaklinga sem ekki geta lesið með hefðbundnum hætti, hvort sem er vegna blindu, sjónskerðingar, lesblindu eða annarra fatlanna.  Verkefnið er jafnfram mjög mikilvægt sem málræktarverkefni. Það eru nefnilega talgervlar sem ráða því hvernig íslenska er lesin í tölvuheimum. Með tilkomu góðs íslenskt talgervils er betur hægt að nýta íslenskun á ýmsum hugbúnaði sem notendur hafa orðið að keyra á ensku hingað til.  Mikilvægi góðs íslensks talgervils er meðal þess sem fjallað er um í Íslenskri málstefnu, gefinni út af Menntamálaráðuneytinu árið 2009 (bls 62)

Meginskilgreiningar
Verkefna-og stýrihópur hefur verið starfandi fyrir verkefnið frá því í sumar. Hans helsta hlutverk hefur verið að finna framleiðanda sem getur mætti þeim megin þörfum og væntingum sem skilgreind hafa verið fyrir verkefnið, en þær  eru:

  • Gæði - Að hlustunargæði verði eins og best þekkist í erlendum hágæða talgervlum og upplesturinn verði eins réttur og nokkur kostur.
  • Notkunarsvið - Að talgervilinn geti unnið á þeim stýrikerfum sem við skilgreinum mikilvægust.
  • Leyfisgjaldafyrirkomulag og eignarréttur - Að talgervilinn verði þjóðareign og í vörslu Blindrafélagsins og þeir einstaklingar sem þurfa að nota talgervil og þær stofnanir sem sinna þjónustu við blinda, sjónskerta og aðra lesfatlaða fái talgervilinn endurgjaldslaust.
  • Áframhaldandi þróun - Að hægt verði að þróa talgervilinn áfram í samstarfi við aðila á Íslandi, svo sem eins og Háskólann í Reykjavík.
  • Sveigjanleiki - Að hægt verði, í samstarfi við framleiðanda, að flytja talgervilinn yfir á ný tæki og stýrikerfi þegar þau ná útbreiðslu og almennum vinsældum, eða uppfylla áður óuppfyllta þörf fatlaðra hvað varðar aðgengi að upplýsinga og samskiptatækni.

Sérfræðingar verkefnisins
Helstu fræðilegu ráðgjafarnir í þessu verkefni eru Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands og Jón Guðnason, doktor í rafmagnsverkfræði og sérfræðingur í talmerkjafræði við Háskólann í Reykjavík. Aðrir sérfræðingar eru: Hlynur Hreinsson og Birkir Rúnar  Gunnarsson, báðir eru sérfræðingar í tölvuhjálpartækjum hjá Þjónustu-og þekkingarmiðstöð fyrir blinda sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Birkir er auk þess tölvuforritari og notandi tölvuhjálpartækja fyrir blinda og sjónskerta.

Framleiðandi
Að undangengnu gæðamati og verðkönnun meðal allra helstu talgervilsframleiðenda í heiminum Út frá þeim meginskilgreiningum sem settar voru fram fyrir nýjan íslenskan talgervil hefur pólska fyrirtækið Ivo software verið valið til að smíða talgervilinn. Bresku blindrasamtökin (RNIB) hafa átt mjög gott samstarf við þetta fyrritæki. Fyrirtækið hefur einnig verið að fá verðlaun fyrir talgervlana sína á sýningum á undanförnum árum.  Frekari upplýsingar um Ivo softeware fyrirtækið, aðferðarfræði þeirra við talgervlasmíðina, verðlaun og viðurkenningar má finna á heimasíðu fyrirtækisins.  Þar má einnig heyra hlustunardæmi frá þeim talgervlum sem Ivo software hefur framleitt.
http://www.ivona.com/

Kostnaður og tímaáætlanir
Samningar um smíðina verða undirritaðir í febrúar 2011. Stefnt er að því að kynna prufu (beta) útgáfu talgervilsins á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2011 og talgervilinn verði síðan tilbúinn til notkunar í mars eða apríl 2012.
Umsamin framleiðslukostnaður er 495 þúsund evrur. Heildarkostnaður í íslenskum krónum er áætlaður um 80 - 85 milljónir króna. Áætlanir liggja fyrir um fjármögnun framleiðslukostnaðar og er stór hluti fjármögnunar tryggður. Meðal annas var skrifað undir samning um 15 milljón króna styrk  Velferðarráðuneytisins, fyrir hönd Framkvæmdasjóðs fatlaðra í verkefninu mánudaginn 7 febrúar.Þessi styrkur er veittur með því skilyrði að talgervilinn verði til afnota án endurgjalds fyrir Þjónustumiðstöð fyrir blinda , sjónskerta og daufblinda einstaklinga, Blindrabókasafnið og alla þá sem eru skráðir notendur þessara stofnanna og þurfa á talgervli að halda

Lions á Íslandi styrkir talgervlaverkefnið með sölu Rauðu fjaðrarinnar 8 - 10 apríl 2011
Mikilvægur hluti af fjármögnun talgervlaverkefnisins verður sala félagsmanna Lions á Rauðu fjöðrinni helgina 8 - 10 apríl næst komandi, enn allur afrakstur sölunnar rennur til styrktar talgervlaverkefninu.  Verndari söfnunarinnar verður Vigdís Finnbogadóttir. Lionshreyfingin og félagsmenn eiga  miklar þakkir skyldar fyrir þetta rausnarlega framlag til að bæta lífsgæði þeirra mörg þúsund íslendinga sem ekki geta lesið með hefðbundnum hætti sökum fötlunar. Vonandi mun íslenska þjóðinn taka vel á móti Lionsmönnum og kaupa Rauðar fjaðrir í stórum stíl helgina 8 - 10 apríl 2011.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vil benda á að Kindle lesspjald er með talgervil og bækur jafnvel Íslendingasögur þýddar/skrifaðar á ensku. Mig langar að spyrja samt þurfið þið að fara ít í það besta eða betra en það. Talgerfill er bara talgerfill. Það er miklu meira vit í að styrkja góðan upplestur bóka enda handhægara fyrir blinda. Tal gerfill yrði aldrei hentugur fyrir blinda í neinu formi. Ég get heldur ekki skilið að þetta ætti að vera verkefni fyrir blindrafélagið heldur frekar fyrir tækis sem myndi sjá sér hag vegna þessa. Þið hafið ekki einusinni svo ég viti selt inntalaðar bækur sem er miður og margur vildi fá.   

Valdimar Samúelsson, 7.2.2011 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband